Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 33
mér fannst ég vera afskaplega mikið
öðruvísi en þau. Fann ég sárt til þess
að vera ekki nógu vel til fara.
Þegar hringt var skólabjöllunni
streymdu allir inn og ég fylgdi hópn-
um. Við fórum inn langan gang, upp
stiga og í stórum sal settumst við, hver
við sitt borð. Fyrst
þegar læknirinn kom heim einn dag
um hádegisbilið og sagðist hafa hitt
einn af kennurunum í MA og spurði
hann hvernig mér gengi í prófunum.
„Ekki gekk henni vel hjá mér, ætli
hún falli ekki,“ var svarið. Þetta voru
auðvitað dapurleg tíðindi fyrir
... SPUZÐi M/G N/iFNS
OG NVFFF/i M/iA/A//)
ÉG VÆP/.
kom kennari til
mín og bað mig að
borga prófgjald og
leggja fram skírn-
arvottorð eða fæð-
ingarvottorð. Ég
kom alveg af fjöll-
um og hafði hvorugt.
Hann leit hvasst á mig
með öðru auganu en
hitt augað sýndist mér
horfa í hina áttina, út í
hom. Hann spurði
mig hverra manna
ég væri og hvar ég
byggi. Þegar honum
varð ljóst hjá hvaða
fólki ég héldi til bað
hann mig að koma
næsta dag með próf-
gjaldið og vottorðið.
Skriflegu prófin
voru fyrst og mér
fannst þau ekki erf-
ið. En munnlegu
prófin voru alveg
ný reynsla fyrir
mig. Stofurnar
fylltust af eldri
nemendum skól-
ans til að hlusta
og fylgjast með.
Munnleg ís-
lenska var
fyrsta prófið og
mér gekk vel, gat
svarað öllum
spurningunum. Svo
vildi til að skóla-
meistari, Sigurður
Guðmundsson, var
staddur inni í stofunni og
hlustaði á mig. Þegar ég var komin
fram á gang sneri hann sér að mér,
hrósaði mér fyrir góða frammistöðu,
spurði mig nafns og hverra manna ég
væri. Ég nefndi nöfn foreldra minna
en svo var að sjá sem þar með missti
hann áhuga á að tala við mig og gekk
burt.
Prófdögunum var senn að ljúka
mig en ég tók þessu þó rólega. Ef til
vill var þetta alltof framandi og jafn-
vel of óraunverulegt fyrir mig. Ég
hafði á þeim tíma alltaf haft metnað til
að gera vel í öllu sem ég tók mér fyrir
hendur og þessi metnaður, af hverju
sem hann var sprottinn, hefur líka
fylgt mér alla tíð síðan.
Kvöldið sem einkunnir voru lesnar
upp var lengi að líða. Við þurftum að
bíða fram undir miðnætti eftir þessum
kvíðvænlega upplestri. Loks var
hringt á sal og ég tók mér stöðu alveg
við dyrnar aftan við alla, svo að ég
yrði fljót að láta mig hverfa. Mér er
enn minnisstætt hvernig
hjarta mitt barðist ótt
og títt. Skemmst er
frá því að segja að
ótti minn var óþarfur.
Ég var langt frá því
að falla og lenti í efsta
fjórðahluta próftak-
anna í meðalein-
kunn. Sjaldan á
ævi minni hef
ég verið
jafnstolt og
ánægð með
sjálfa mig.
Það var
gaman að
koma heim
og koma
læknishjónun-
um þægilega á
óvart.
Margt gott fólk
hefur veitt mér
stuðning og um-
hyggju á lífs-
leiðinni, en ég
met það svo núna
að bréfið góða og
100 krónurnar frá
frænku minni hafi
ráðið því að ég
fór í mennta-
s k ó 1 a
og því
að ég
g a t
löngu síðar
farið í há-
skólanám og
lokið meist-
araprófi í fjar-
lægu landi í
þeirri grein sem ég
hafði áhuga á. Að undanskil-
inni ást nánustu fjölskyldu minnar
hefur menntunin verið mér meira virði
en flest annað í lífinu.
/yjuáuUi ’/iiáyehíidóttífr
Eimrsnesi 28, Reykjavík
33