Listin að lifa - 01.12.2000, Side 36
Kynslóðabil
hvað er það?
Ekki eru mjög mörg ár síðan ég
fór að heyra þetta orð kynslóðabil
og í framhaldi af því, nauðsyn þess
að brúa kynslóðabilið. Hvað er átt
við? Hvað og hvernig er þetta
kynslóðabil? Hér á landi hafa búið
margar kynslóðir og talað um að á
sumum bæjum hafi sama ættin
búið, kynslóð eftir kynslóð og þá átt
við að bam hafi tekið við af foreldri.
Talað hefur verið um aldamóta-
kynslóð, fullveldiskynslóð, lýð-
veldiskynslóð og sextíu og átta kyn-
slóðina, sem höfðar til fólks sem þá
var upp á sitt besta eða fæddist ná-
lægt þessum tímamótum.
Hvar er kynslóðabilið? Hvar á að
brúa? Eða eru þetta bara orð sem
fundin eru upp af starfsfólki félags-
málastofnana, en frá þeim heyrir
maður þetta oft, en spyr: hvar bilið
sé og hvernig finni maður það? Eft-
ir því sem ég best veit eru um fjöru-
tíu ára aldursmunur á alþingis-
mönnum, sá yngsti um þrítugt og sá
elsti yfir sjötugt, hvar er kyn-
slóðabilið þar? Ég vann í mörg ár
hjá stóru fyrirtæki eða stofnun, og
þar vann fólk á aldrinum sextán ára
til sjötugs og varð ég ekki var við
kynslóðabil þar sem aldnir og ungir
unnu saman. Fólk er misjafnlega
gamalt, en getur verið sama kyn-
slóðin fyrir því.
í Síðasta blaði Listin að lifa er
viðtal við félagsfræðing, sem sagði
m.a: „Við erum í gríð og erg að
aðgreina kynslóðirnar, erum alla
daga meira og minna að^ reisa
„múra” á milli aldurshópa. I hnot-
skurn sjáum við þá múra í margra
hæða blokkum sem reistar eru ein-
göngu fyrir eldra fólk. Mál er að
linni.“
Einn forstöðumaður félagsstarfs
aldraðra skrifar í Morgunblaðið 10.
nóv. sl.:
„Undanfarin ár, jafnvel áratugi,
hefur tilhneiging til að flokka fólk
eftir aldri verið áberandi jafnt í
stjórnsýslustörfum sem og í hugum
manna. Einkum og sér í lagi hefur
þessi flokkun beinst að eldra fólki
og virkar þá stundum eins og eldra
fólki sé ýtt út úr samfélaginu. Búið
til nýtt samfélag í samfélaginu. Við
þurfum ekki annað en að líta í
kringum okkur til að sjá þessa
þróun. Sérstök lög um málefni aldr-
aðra, sérstakar íbúðir fyrir aldraða,
sérstakar þjónustumiðstöðvar fyrir
aldraða."
Þegar ég sé svona skrif frá fólki,
sem á og er að vinna fyrir okkur, er
mér efst í huga: Hvers vegna er
þetta fólk að berjast gegn okkur og
búa til ímyndað kynslóðabil? Það
er eins og þetta fólk geri sér ekki
grein fyrir því, að það eru eldri
borgarar sjálfir sem hafa staðið að
byggingum fyrir aldraða, en þar fá
færri inni en vilja, og þjónustu-
miðstöðvar fyrir aldraða eru byggð-
ar eftir þeirra óskum í tengslum við
íbúðablokkir aldraðra. Þetta er
byggt fyrir eldri borgara að ósk
þeirra sjálfra.
Hvers vegna er mál að linni?
Hvers vegna megum við eldri borg-
arar ekki draga okkur í hlé og búa í
íbúðum, sem henta okkur og veita
okkur ró og frið? Hvers vegna
megum við ekki gera það sem okk-
ur hentar og við viljum? Ef litið er
út í náttúruna sést, að það er eðlilegt
að eldri einstaklingar fylgi ekki
æskunni eftir, en fylgist með úr fjar-
lægð, og það er einmitt það sem við
eldri borgarar erum að gera. Hvers
vegna þarf að brjóta það niður með
ímynduðu kynslóðabili? Hvers
vegna eru aðrir reynsluminni að
segja okkur fyrir verkum? Hvers
vegna megum við sem erum heil
heilsu ekki ráða okkur sjálf?
^Kwií ^éjiístuf sAscyáms&atv,
fonnaður FEB í Kópavogi
Nýko mnar nýjar bækur
\ ogstöksnið|yrir
\ kortaútsaum.
utsaumsgam
JráDMC
og utsaumssett
opið iaugaráaga
frá 10 0116.
Lanpollsvcgur 111 Siral 568 6500
www.fondra.is
Hamborgarar og eldri borgarar!
Fyrrverandi framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík var að
taka við rekstri á hamborgarastað og fjölskyldan,
börn og barnabörn, sátu á rökstólum um gott nafn á
staðinn. Rætt var um nafnið Afaborgarar. „Eg veit um
enn betra nafn," sagði þá lítil afastelpa. .Auðvitað á
hamborgarastaðurinn hans afa að heita Eldri
borgarar!“
Verðandi fyllibytta - að sögn Péturs Blöndal!
Maður hringdi á skrifstofu FEB í Reykjavík og
sagðist vilja ganga í félagið, hann yrði 67 ára í dag.
„Ég óska þér til hamingju með daginn,“ segir
Stefanía á skrifstofunni. „Ertu að óska mér til
hamingju," segir maðurinn. „Ég sem verð bæði
fyllibytta og óreglumaður!"
36