Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 38

Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 38
FRÆÐSLU HORNIÐ Ágaetu lesendur! Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur, ábendingar og uppskriftir. Nú fer í hönd sá tími þegar flestir huga að undirbúningi jólahátíðar. Tími þeg- ar gamlar hefðir hafa fastan sess í matargerð og bakstri. En sumir kjósa jafnframt því að prófa eitt- hvað nýtt, fljótlegt og gott til við- bótar. ÁVAXTASALAT ÚR NÝJUM ÁVÖXTUM Epli, perur, kiwi, bananar, vínber blá og græn, mandarínur. Hreinsið og skerið ávextina fremur smátt. Setjið í skál og bragðbætið með ögn af sherrý, líkjör og/eða ávaxtasafa. Setjið filmu eða lok yfir skálina og geymið á köldum stað í a.m.k. 2-3 klst. Salatið er gott sem ábætisréttur eða með öðrum réttum t.d. með kjöti. MATARSALAT Salatblöð, rækjur, melónar, tómatar, gúrkur. Hreinsið grænmetið. Rífið eða skerið salatblöðin og setjið í skál ásamt tómatbátum, gúrkusneiðum og melónubitum eða kúlum. Blandið var- lega saman ásamt rækjum. Berið sal- atið fram með grófu brauði og sal- atsósu ef vill. Gott er að nýta t.d. skinku eða aðra kalda kjötafganga í salatið í staðinn fyrir rækjurnar. KÖLD EPLAKAKA Uppskrift frá Akureyri 2-3 stór epli vatn og 2 msk sykur 2 1/2 dl eplakökumylsna (rasp) 6-8 makkarónukökur 1/41 rjómi • Flysjið eplin og skerið í báta. Sjóðið þau í litlu sykurvatni við hægan hita þar til eplin eru glær. Kælið. • Myljið makkarónukökurnar smátt og blandið saman við mylsnuna. • Þeytið rjómann. • Setjið mylsnu, epli og rjóma í þunn lög í grunna ábætisskál. Neðst i/3 mylsna, því næst i/3 eplabát- ar ásamt safa og i/3 af rjóma, o.s.frv. Skreytið efsta rjómalagið með mylsnu eða rifnu súkkulaði. Athugið að gott er að nota allan safann með eplunum, þá verður kakan mjúk og blandast vel saman. Það er ágætt að frysta kökuna. Þá er hún lát- in þiðna í kæliskáp eða á köldum stað í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram. KAKAN SEM ALLIR ELSKA Uppskrift frá Reykjavík 100 gr smjör eða smjörlíki 2 dl sykur 4egg 4 dl hveiti 2 i/4 tsk lyftiduft 1/2 tsk vanillusykur eða dropar 2 msk. mjólk 1-11/2 dl rúsínur (saxaðar) 100-150 gr marsipan (skorið í þunnar sneiðar) 50-75 gr súkkulaði (saxað) • Hrærið smjör og sykur vel saman. • Aðskiljið eggin og hrærið eggjar- auðurnar saman við, eina í senn. • Blandið hveiti ásamt lyftidufti og vanillu varlega saman við og að lokum stífþeyttum eggjahvítunum. Setjið helminginn af deiginu í vel smurt, djúpt tertumót (22-24 sm í þvermál). Dreifið rúsínum, marsipani og súkkulaði yfir og setjið síðan af- ganginn af deiginu efst ásamt söxuðu súkkulaðinu, möndlum og hnetum. Bakið kökuna við 180 gráðu hita í 50-60 mín. 38

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.