Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 39

Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 39
KORTAGERÐ Spurt hefur verið um leiðsögn í korta- gerð og efni til kortagerðar. Ég brá mér því í verslunina Föndru og leitaði upplýsinga. Verslunarstjórinn brást vel við og eftirlét Fræðsluhorninu þessa fallegu mynd og munstur sem auðvelt og fljótlegt er að pikka á kortapappír og sauma út með silfur eða gullþræði. Með bestu kveðjum og jólaóskum cföiyndí& SleiijuyisdáUi/i/ hússtjómarkennari Viðbót í þjónustubók: Ostabúðin Skólavörðustíg, Skóla- vörðustíg 8, s. 562 2772, 5% afslátt- ur. Make up forever búðin Skólavörðu- stíg 2, s. 551 1080, 15% stað- greiðsluafsl., 10% afsl. ef greitt m. kreditkorti. Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, Fjarðar- götu 13-15, s. 555 0888, 10% afslátt- ur. Hárkollur og höfuðföt Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdótt- ur ehf var stofnuð í júní 1999. Stefna fyrirtaekisins er að hafa í boði hárkollur eða höfuðföt fyrir þá sem missa hárið af einhverjum ástæðum, eða fyrir þá sem langar að breyta til og setja upp hárkollu eða höfuðfat við ýmis tilefni sér til hagræðingar og gamans. Hárkollugerðin komst í samband við fyrirtæki í Suður-Þýskalandi sem hefur starfað í 125 ár og fram- leiðir sitt eigið gervihár. Fyrirtækið framleiðir einkar léttar og fallegar hárkollur í mörgum litum og gerð- um, og^ okkur er ánægja að geta boðið Islendingum upp á þessar hárkollur. Þar sem litaúrvalið er mikið er ógjörningur að liggja með alla liti á lager, en mjög stuttur af- greiðslutími er hjá fyrirtækinu og hafa hárkollurnar yfirleitt verið komnar til landsins á fimmta degi. Fyrirtækið hefur einnig boðið upp á einstaklega fallega hártoppa fyrir konur. Allir fylgihlutir til hárkollunotk- unar svo sem standar, greiður, hár- lakk, sjampó o.s.frv. eru líka til sölu. Við bjóðum einnig upp á höfuð- föt fyrir konur, sem mörg koma frá fyrirtæki í Oklahoma og eru sér- staklega sniðin fyrir konur með lítið eða ekkert hár. Þau eru sniðin yfir hárlínuna, þannig að ekki sést að lít- ið eða ekkert hár er undir. Þessi höf- uðföt hafa verið í mörgum litum og gerðum, úr mjúkum og léttum efn- um, svo að þau erti ekki hársvörð- inn hjá þeim sem ekkert hár hafa. Einnig hafa verið í boði höfuðföt sem innihalda sólarvörn og hlífa hársverðinum fyrir sólargeislum. Ekki má gleyma vetrarhöfuðfötun- um, sem eru nauðsynleg í vetrar- hörkunni hér á íslandi. Nú á næstu dögum er von á sérlega fallegum, nýjum vetrarhöfuðfötum. Fyrir karlmenn eru einnig hár- toppar og herrahárkollur í boði frá sama fyrirtæki í Þýskalandi. Falleg- ar hárkollur og hártoppar sem gam- an er að geta boðið íslenskum karl- mönnum. Þar sem litaúrval og teg- undir eru margbreytilegar er ógjörn- ingur að eiga allt á lager, en pöntun- artími er stuttur og þið eruð svo sannarlega velkomnir. Stefna fyrirtækisins er að bjóða ætíð upp á gott og fallegt úrval af hárkollum og höfuðfötum, fylgjast með nýjungum úti í heimi og bjóða Islendingum. Nú eru nýjar hug- myndir í þróun um framleiðslu á hárkollum og höfuðfötum. Við von- um að vel takist til með þá hönnun svo að hægt verði að koma henni á markað sem fyrst. Hárkollugerðin hefur verið til húsa á Frumkvöðlasetri Iðntækni- stofnunar, en I. desember mun fyr- irtækið opna verslun á Skólavörðu- stíg 8, á 2. hæð. Nýja símanúmerið er: 511-5222. GSM númer er óbreytt: 896-7222. Verið öll velkomin í nýju versl- unina. Við hlökkum til að sjá ykkur. ‘Koltinnú/ jKtuU&dáUh/ 39

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.