Listin að lifa - 01.12.2000, Page 40

Listin að lifa - 01.12.2000, Page 40
Ætla má að maðurinn eyði þriðjungi ævinnar í rúminu, þess vegna hlýtur rúmið að vera mikilvægasta hús- gagnið á heimilinu. Rúmið ætti samkvæmt því að vera best lagað að þörfum notandans. Reyndin er oft önnur, rúmdýnur eru oft lélegar og úr sér gengnar, enda láta margir sitja á hakanum að endurnýja dýnur og rúm. Til þess að okkur líði vel þarf líkaminn að hvílast vel á nótt- unni. Vakni maður stirður í baki má oft kenna dýnunni um. Hvernig á góð dýna að vera? • Dýnan þarf að gefa hæfilega eftir þyngstu hlutum líkamans, eins og öxlum, mjöðmum og rassi. • Ef dýnan er of hörð styður hún ekki nægilega við mjóbakið og veldur óþægindum í bakvöðvum. • Ef dýnan er of mjúk vantar oft stuðning við mjóbakið. Einnig reynist fólki oft erfiðara um vik að snúa sér og að komast fram úr rúm- inu. • Stífleika dýnu þarf að miða við lík- amsþyngd notandans. • Rúmdýnan þarf að vera á rúmbotni sem hæfir dýnunni. • Hæð á dýnu má helst ekki vera lægri en í hæð við hnésbót, gott er að bæta 5-10 cm við svo að auðvelt sé að setjast og standa upp frá rúm- inu. Auk þessa þarf að hafa í huga: • Fjölbreytt úrval er til af dýnum í rúm/hjónarúm. Sumar dýnur passa ekki í gömul rúm því að þær eru út- búnar með fótum. • Hægt er að fá tvöfalt dýnukerfi í gömul rúm. • Dýnur endast mislengi, en oft er gert ráð fyrir að endingartími sé 8 til 10 ár. • Sumum dýnum þarf að snúa reglu- lega. mikilvægasta húsgagnið • Til eru mismunandi rúmbotnar svo sem krossviðarplata, viðarrimlar, netbotnar, handstilllir botnar með kodda og/ eða setstillingu, hækkun undir fætur, einnig rafknúnir botnar og rúm. Ýmsar gerðir eru til af yfirdýnum, enda eru þær ekki síður nauðsynlegar. Þess má geta að margar þeirra eru sér- staklega ætlaðar til að fyrirbyggja legusár. Gera má ráð fyrir að það taki nokkra daga að venjast nýrri dýnu þó að hún sé eins góð og kostur er á. Til að láta sér líða vel í rúminu þarf einnig að hafa góðan kodda og létta sæng. Mikið úrval er til af heilsukoddum og eru þeir misjafnlega stífir/mjúkir og háir. Gott er að fá kodda lánaða til reynslu í nokkra daga til að átta sig á hvort koddinn henti eða ekki. Snún- ingslök geta auðveldað fólki að snúa sér í rúminu, einnig er gott að vera í náttfötum úr sleipu efni. Hæð á rúmi: Mörg rúm eru of lág svo að fólk á í erfiðleikum með að setjast og standa upp frá rúminu. Hægt að setja þar til gerða rúmklossa undir rúmfæturna og hækka þannig rúmið. Rúm, sem er á sökkli, er hægt að hækka með að smíða hærri sökkul undir rúmið. 40

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.