Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 49

Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 49
Innanhúss: Það ber margt fyrir augu í Jólagarbinum. því sem þeir kynnast honum betur. Ég held kannski að okkur hafí tekist að sneiða hjá uppáþrengjandi auglýsinga- mennsku og íburði. Það verður nú samt að segjast að einn er sá maður sem mun verða boð- inn alveg sérlega velkominn þegar þar að kemur.“ Þau skella upp úr samtím- is. „Einn bræðra minna,“ segir Ragn- heiður, „á gamlan skólafélaga, sem hefur ekki komið í heimsókn núna í nolekur ár. Hann segir að það sé vegna þess að hann geti ekki hugsað sér að koma svona nálægt Jólagarðinum. Hann bara þolir ekki tilhugsunina um þennan rekstur. En þessi bróðir minn býr nefnilega rétt við hliðina. Þessi maður verður svo sannarlega boðinn velkominn með virktum þegar hann veitir okkur þann heiður að líta inn!” En jólin hjá ykkur sjálfum? Per- sónuleg jól? „Við erum bæði mikil jólabörn í okkur og heimili okkar var eiginlega frægt fyrir alls konar jólaskreytingar, sem þóttu oft einum og miklar, að ekki sé meira sagt. Auk þess má segja að við höfum eiginlega byrjað okkar búskap á jólum með örlitlu brotnu tré og átján smákökutegundum - hvort sem þú trúir því eða ekki! Svo átti nú að taka mynd af smákökudýrðinni sem við vorum búin að raða upp eftir litbrigðum og gerðum. Þetta átti að vera sönnunargagn fyrir framtíðina og komandi kynslóðir! En þá var engin fílma í vélinni og ég fór inn í svefn- herbergi, háófrísk að elsta baminu og hálfskælandi," segir Ragnheiður bros- andi. „En þetta varð til þess að síðan höfum við að minnsta kosti séð til að þess að hafa stórt, óbrotið jólatré og oft höfum við þurft að saga af því svo það gæti staðið upprétt.“ En börnin ykkar? Hvað finnst þeim um að hafa svona jólastand allt árið um kring? „Fáfnir litli, sem er tveggja ára og Tómas sem er að verða sjö ára, þekkja ekkert annað - en hér á heimilinu er nokkuð til sem heitir „jólin okkar“ og það er eitthvað allt annað og meira heldur en rekstur Jólagarðsins. Okkar börn hlakka til á sama hátt og öll önn- ur, líka frumburðurinn Margrét sem er sextán ára og Grétar sem er fjórtán. Við gætum e.t.v. sagt að þetta sé sam- bærilegt við að einhver vinni í mat- vöruverslun og fólk haldi að hann geti ekki séð mat. Borði aldrei!“ Við Jólagarðinn er enginn lager, engir gámar, ekkert sem bendir til neins annars en þama sé bara lítið hús, að vísu svolítið sérkennilegt og ævin- týrakeimað, með reyk úr strompi og ljós í glugga. Föt jólasveinsins hanga til þerris á snúrunni. Hvar geymið þið eiginlega allar vörurnar? „Stofan okkar þjónar því hlutverki, og bílskúrinn,“ segir Ragnheiður. „Þetta krefst allt mikils rýmis. En fjöl- skyldan er vön þessu og þetta er það sem við viljum gera. - Annars er eitt sem fylgir þessu og það er hvað fólki hér á Akureyri finnst skrýtið að sjá okkur kannski kaupa eitthvert jóla- skraut eða smágripi í öðrum búðum. Ég er ólæknandi hvað varðar löngun í alls konar dót af þessum toga og einu sinni sagði afgreiðslustúlka við mig „heldurðu nú ekki að þú eigir nóg af svona löguðu?“ Það fannst mér hálffá- ránlegt. Ég hef alveg eins gaman af að kaupa jólagjafir, skraut og allt slíkt, eins og hver annar“. En viðvíkjandi rekstrinum, varla sjáið þið um þetta alveg sjálf? „Jú, en börnin hjálpa heilmikið til og þau eru þannig alltaf nieð okkur í öllu, við erum alltaf á staðnum og þau kynnast mikilvægi þess að vera með bæði í starfí og leik. Það höldum við að geti reynst þeim ágætt veganesti. Og þar fyrir utan viljum við sjálf vera sem mest með þessum einstaklingum sem við höfum að láni um skamma hríð,“ segir Benedikt og það er ljóst að mikil alvara er á bak við orðin. Benedikt er lærður matreiðslu- meistari og því ekki úr vegi að for- vitnast aðeins um jólamáltíðina hjá þeim hjónum. „Ja, það hefur nú verið 49

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.