Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Qupperneq 6
þriðjudagur 17. júní 20086 Fréttir DV Húsfélag diskósöngvara stefnir honum fyrir þakviðgerð: Herbert treystir á æðri mátt Mál Herberts Guðmundssonar söngvara og eiginkonu hans, Svölu Jóhannesdóttur, gegn húsfélaginu í Prestbakka 11 til 21 var tekið fyr- ir síðasta föstudag. „Nú er verið að reyna að sverta það sem við gerðum, þetta er alveg fáranlegt,“ segir Herbert um málflutning lögfræð- ings húsfélagsins. Húsfélagið hefur stefnt Herberti til að greiða í húsfélagið en hann hef- ur ekki gert það frá því það var stofnað árið 2005. Sam- kvæmt málinu má telja að Herbert sé kominn í mál við sjálfan sig þar sem hann er skráður í hús- félagið og húsfélagið að kæra hann. Þegar Herbert og kona hans keyptu íbúðina hafði mað- urinn sem seldi þeim hana sett það í kaupsamninginn að nauðsynlegt væri að klæða þakið og því er hann ósáttur við að þurfa að greiða fimm milljónir króna í hússjóðinn. Nú á að fara að taka þakið í gegn í raðhúsunum en Herbert hefur neit- að að taka þátt í þeim kostnaði þar sem hann er búinn að taka þak- ið sitt í gegn. „Matsmaður hefur dæmt þakið í góðu standi og það ætti að standa í heil tuttugu til þrjátíu ár í viðbót,“ segir Herbert. „Lög- fræðingur húsfélagsins hef- ur aðeins reynt að núa okk- ur um nasir að þakið sé allt laust og ómögulegt. Hver get- ur borgað fimm hundruð þúsund krónur á mánuði í hússjóð?“ segir Herbert og trúir því að æðri máttur muni koma inn í kring- umstæðurnar og dæma honum í hag. Hjónin frá Prestbakka Herbert og Svala eru ekki sátt með að þurfa að borga 500 þúsund krónur á mánuði í hússjóð. Hafsteinn gunnar Hauksson blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is Fagra Ísland Fær Falleinkunn Fyrir síðustu alþingiskosningar birti Samfylkingin tímamóta stefnuyfirlýsinguna Fagra Ísland um umhverfismál. Nú hefur Þórunn sveinbjarnardóttir setið tæpt ár fyrir flokksins hönd í umhverfisráðuneytinu og á mjög langt í land með að uppfylla þau loforð sem flokkurinn gaf í yfirlýsingunni. Jafnvel flokksmenn eru farnir að bila í trúnni á sýn flokksins í umhverfismálum. Samfylkingin birti fyrir síðustu al- þingiskosningar stefnuyfirlýsingu sína í umhverfismálum undir heit- inu Fagra Ísland og markaði að sögn flokksmanna tímamót í pólitískri orðræðu um umhverfismál og nátt- úruvernd. Þrátt fyrir að Samfylking- arkonan Þórunn Sveinbjarnardótt- ir hafi setið í umhverfisráðuneytinu í rúmt ár á flokkurinn mjög langt í land með að uppfylla þann langa lista loforða sem þar birtist. Van- efndirnar eru raunar svo miklar að jafnvel flokksmenn eru farnir að ef- ast um hið fagra Ísland Samfylking- arinnar. Birgir Guðmundsson stjórn- málafræðingur telur fylgi flokksins ekki í hættu. stóriðjustopp varð stóriðjuflopp Meðal þess sem flokkurinn lofaði var að slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til nauðsynleg heildarsýn yfir nátt- úruverðmæti lægi fyrir. Það var varla liðinn fjórðungur kjörtímabilsins þegar stóriðjustoppið varð að engu og samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson var tekinn til við að grafa fyrir álverinu í Helguvík í orðs- ins fyllstu merkingu. Álverinu hefur enn ekki verið veitt starfsleyfi, en Umhverfisstofn- un kemur til með að auglýsa eftir at- hugasemdum við leyfisveitinguna á morgun og rennur fresturinn út 13. ágúst. Enn fremur hefur hvorki tek- ist að útvega álverinu nægilega raf- orku né losunarkvóta, svo ljóst er að framkvæmdin er ekki komin of langt á leið til að grípa í taumana ef viljinn er fyrir hendi. ekki tekist að friða landsvæði Samfylkingin lýsti því einnig ein- dregið yfir fyrir kosningar að hún hygðist gera nokkrar breytingar á lögum til að tryggja umhverfisvernd. Má þar nefna að færa heimild til veit- ingar rannsóknar- og nýtingarleyfa vegna virkjunaráforma úr hönd- um iðnaðarráðherra til Alþingis, og sömuleiðis ákvörðunarvald um nýtingu losunarheimilda. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki yfirvald yfir ákvörðunum af þessu tagi. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var ákveðið að stofna Vatnajökulsþjóðgarð og tóku lög um hann gildi 1. maí á síðasta ári. Sam- fylkingin lagði áherslu á að þjóð- garðurinn yrði stækkaður þannig að hann feli í sér Langasjó og allt vatna- svið Jökulsár á Fjöllum. Einnig vildi flokkurinn gera sex svæði til viðbótar að friðlandi, þar á meðal Kerlingar- fjöll og Skjálfandafljót. Það hefur enn ekki verið gert. ekki staðfest alþjóðlega umhverfissáttmála Ísland er eitt Norðurlanda sem enn á eftir að staðfesta Árósasamn- inginn frá 1998 sem tryggir almenn- ingi aðgang að ákvarðanatöku sem áhrif hefur á umhverfið. Er þar með viðurkennt að umhverfismál séu hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Samfylkingin hugðist beita sér fyrir staðfestingu samningsins og einnig Landslagssáttmála Evrópu fyrir kosn- ingar. Það hefur enn ekki verið gert. Ísland er einnig þátttakandi í verk- efninu Staðardagskrá 21, en kveðið er á um verkefnið í ályktun SÞ frá 1992. Er þar um að ræða áætlun sem sveit- arfélögum er ætlað að gera í átt að sjálfbærri þróun. Samfylkingin vildi tryggja sveitarfélögum fjármagn til að vinna og fylgja slíkri áætlun eftir. Samkvæmt fjárlögum árið 2008 var ríflega veitt úr þjóðarbúinu til að styðja við bakið á Staðardagskránni, og er því um að ræða fullkomnar efndir af hálfu flokksins. Hins vegar hefur verkefninu verið eyrnamerkt fé frá því 2006, svo tæpast má segja að fjárlögin í ár hafi valdið straum- hvörfum. Það sama má segja um fjárveitingar sem Samfylkingin lof- aði frjálsum félagasamtökum á um- hverfissviði. Vilja umhverfisskatt Flokkurinn lagði áherslu á að landið yrði grætt upp með skógrækt og landgræðslu og komandi kyn- slóðir fengju bætt land í hendurn- ar. Skógrækt og landgræðsla eru, og hafa lengi verið, til fyrirmyndar á Ís- landi. Ekki er hægt að saka flokkinn um vanefndir í þeim málaflokki. Yfirlýsingin Fagra Ísland kvað einnig á um eflingu starfsemi sem stuðlar að endurvinnslu úrgangs. Umhverfisráðherra stofnaði nefnd til að kanna aðgerðir til að draga úr sóun á pappír í blöð og fjölpóst og hvetja til endurvinnslu. Er framganga Þórunnar í málaflokknum henni til hróss og augljóst að hún vill taka til hendinni í endurvinnslu. Samfylkingin lýsti einnig yfir vilja til að beita hagrænum hvötum til að draga úr notkun mengandi eldsneyt- is fyrir síðustu kosningar. Starsfhóp- ur fjármálaráðuneytisins um skatt- lagningu eldsneytis og ökutækja lagði meðal annars til að kolefnis- skattur yrði lagður á eldsneyti og mengunarvalda. Umhverfisráðherra fagnaði tillögum hópsins og hyggst beita sér fyrir að þær verði að veru- leika, þó enn eigi raunar eftir að stað- festa þær á þingi. skiptir ekki miklu máli fyrir flokkinn „Ég held að það sé ekki komið að því að þetta skipti miklu máli fyrir flokkinn,“ segir Birgir Guðmunds- son, stjórnmálafræðingur og blaða- maður, aðspurður hvort vanefndir í umhverfismálum hafi áhrif á fylgi flokksins. Hann segir viðhorfin í Samfylkingunni til stóriðju tvíbent og erfitt að þjóna ólíkum hagsmun- um margra í einu, nú þegar flokkur- inn er kominn í ríkisstjórn. „Þeir eru komnir í svolitla Framsóknarstöðu, þurfa að segja bæði já og nei.“ Ekki náðist í umhverfisráðherra né aðstoðarkonu hans við vinnslu fréttarinnar. Umhverfisráðherra fagnaði tillögum hópsins og hyggst beita sér fyrir að þær verði að veruleika, þó enn eigi raunar eftir að staðfesta þær á þingi. Þórunn sveinbjarnardóttir Á mikið verk fyrir höndum í umhverfismálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.