Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Síða 28
Saga ástarinnar er engin venju- leg ástarsaga. Og eiginlega eru bæk- urnar tvær. Annars vegar er það Saga ástarinnar eftir Nicole Krauss sem Skrudda gaf nýverið út í íslenskri þýðingu. Hins vegar er það Saga ástarinnar sem móðir Ölmu, einnar aðalpersónu fyrrnefndu bókarinn- ar, vinnur við að þýða úr spænsku. Að svo komnu er rétt að einbeita sér að íslensku þýðingunni. Hellir viljandi niður poppi Unglingsstúlkan Alma missti ung föður sinn og horfir daglega upp á móður sína veslast upp úr einmanaleika. Ást þeirra hjóna virð- ist ná yfir gröf og dauða, og hafa náð hæstu hæðum þegar faðir Ölmu gaf móður hennar bók um Sögu ástar- innar, þar sem lesa má um uppruna tilfinninga, upphaf tungumáls og fólk sem er að hluta til gert úr gleri. Móðir Ölmu starfar við þýðing- ar og þegar ókunnugur maður leit- ar til hennar með þá beiðni að þýða ástarsöguna fara hjólin að snúast. Alma er sannfærð um að eymd móður sinnar tekur brátt enda. Öðrum meiði fjallar bók hinnar ungu Nicole Krauss um hinn aldna Leo Gursky. Daglegt líf hans er til- breytingarsnautt og helstu verk- efnin felast í að sitja fyrir nakinn í listaskóla. Hann þráir athygli og gerir sitt besta til að fá hana, með- al annars með því viljandi að hella niður poppi í hverri bíóferð. Meira en athyglina þráir hann þó ást konu sem hann tapaði áratugum fyrr. Leo skrifaði sögu um ást sína og syrgir hina löngu horfnu bók. Og dauðinn nálgast. Ætla aldrei að sjá myndina „Koss hennar var spurning sem hann vildi eyða ævinni í að svara,“ er ein af fallegustu setningum bók- arinnar og á hún eflaust eftir að lifa með mér það sem eftir er. Ég er nánast orðlaus af hrifningu á Sögu ástarinnar en ætla að reyna að finna þau nokkur. Ein aðalpersónan las bók sem hún segir hafa breytt sér. Mér líð- ur einmitt þannig. Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég þurfti að hætta lestri og jafna mig á fegurð- inni. Stílfimi höfundar kom mér endurtekið á óvart. Og ekki varð ég síður hissa þegar ég komst að því að hún er aðeins 34 ára göm- ul. Þvílíkt innsæi sem hún hefur, konan. Því þarf ekki að undra að Saga ástarinnar hefur verið þýdd á þrjá- tíu tungumál. Síðan á víst að gera kvikmynd eftir henni. Hana ætla ég aldrei að sjá. Þess í stað ætla ég að lesa bókina aftur. Saga ástarinnar þó er villandi titill, svo ekki sé meira sagt. Mig grunar að hann geti fælt frá þá sem hún einmitt höfðar til og laðað að þá sem kunna hana ekki að meta. Sjálf henti ég henni frá mér í fyrstu. Síðan opnaði ég bókina og skipti um skoðun. Þetta með að dæma ekki bók af kápunni er sannleikan- um samkvæmt. Síðbúin vonbrigði Ég var komin mjög vel á veg með bókina þegar hún fór fyrst að valda mér vonbrigðum. Það var eins og sagan leitaði á önnur mið en ég hafði viljað og búist við. Þegar bók byrjar jafn vel og Saga ástarinnar, og heldur dampi jafn fimlega, er kannski ekki við öðru að búast. En samt. Vonbrigðin komu seint og síðar meir. Ég hefði gjarnan viljað sjá aðra stefnu, en fyrirgef Nicole vegna þess hversu mjög hún hreif mig langleið- ina. Bakgrunnur úr ljóðlist En meira af Nicole. Hún hóf feril sinn sem ljóðskáld en fyrsta skáld- saga hennar kom út árið 2002, Man Walks Into a Room. Verkið hlaut mikla athygli og ruddi brautina fyr- ir Sögu ástarinnar. Bakgrunnur úr ljóðlist leynir sér ekki í sögunum og er það vel. Það er næsta víst að Nicole mun brátt leggja heiminn að fótum sér. Og það fyrr en síðar. Á topplistum yfir bandarískar bók- menntir er hún þó ekki eiginkona einsömul heldur berst hún þar djarflega við eiginmann sinn, Jon- athan Safran Foer, sem einnig er rit- höfundur. Í nýlegu viðtali sem ég las við Ni- cole var hún spurð um eiginmann- inn, en neitaði að svara. Við skulum því líka leyfa honum að eiga sig hér. Erla Hlynsdóttir þriðjudagur 17. júní 200828 Fókus DV á þ r i ð j u d e g i Dr. Spock á organ Stórsveitin dr. Spock blæs til tónleika á tónleikastaðnum Organ í kvöld. drengirnir hafa undanfarið unnið að plötu sem er að verða tilbúin og því ætla þeir að dusta rykið af tónleikagöllunum. Hljómsveitin Our Lives mun hita kofann upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og kostar 1.000 krónur inn. Frumleg FegurðLátinn höfundur fær glerlykilinnGlerlykilinn, norrænu glæpasagna-verðlaunin, hlýtur Svíinn sálugi Stieg Larsson fyrir bókina Luftslottet som sprängdes. Larsson fékk einnig Glerlykilinn fyrir fyrstu söguna í þrí- leik sínum, Män som hatar kvinnor, fyrir tveimur árum. Larsson lést skömmu áður en fyrsti krimminn hans kom út, eða árið 2004. Leggja átti fram bók Stefáns Mána, Skipið, í keppninni í ár. Af því varð hins veg- ar ekki þar eð útgefanda hans tókst ekki að tryggja þýðingu verksins í tæka tíð. Bragfræði í Borgarfirði Alþjóðleg ráðstefna um bragfræði hefst í Reykholti í Borgarfirði á morgun og stendur fram á laugar- dag. Ráðstefnan er haldin á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Ís- lands í samvinnu við NordMetrik, Málvísindastofnun og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Meginefni ráðstefnunnar verður germanskir þættir í norrænum og evrópskum kveðskap út frá mál- fræðilegum og bókmenntalegum sjónarmiðum. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara eru á hug- vis.hi.is. Ljósmyndarinn Halldór Laxness Síðbúin sýn - ljósmyndir úr fór- um nóbelsverðlaunahafans og heimsborgarans Halldórs Lax- ness er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Þjóðmenning- arhúsinu í dag klukkan 13. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Halldór Laxness tók á ferðum sínum, innanlands og utan, og heima á Gljúfrasteini. Myndefnið er samferðafólk hans, bæði fjöl- skylda og vinir, og svipmyndir af fólki og umhverfi þess á ýmsum slóðum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýninguna. Veitingastaðurinn Hafið bláa við ósa Ölfusár er með eina skemmti- legustu umgjörð allra veitinga- staða. Veitingasalurinn er skeifu- laga og augljóslega byggður með það fyrir augum að gestir njóti þess að horfa á ströndina og út yfir hafið á meðan snæddir eru sjávarréttir. Hugmyndin er stórsnjöll. Í næsta nágrenni er Þorlákshöfn þar sem nálgast má úrvalshráefni. Í forrétt pantaði ég grafinn turn, samsettan úr gröfnum karfa og laxi og með ristuðu brauði. Turn- inn var ekkert augnayndi. Hrúga af hrámeti ásamt sítrónusneið og salati. Byggingarefni turnsins virt- ist hafa verið mokað á diskinn. Það þurfti talsverðan kjark til að snæða. En með því að horfa á haf út þar sem Herjólfur silaðist í átt til Eyja og gogga blindandi upp af diskin- um varð sú uppgötvun að hrúgan reyndist ljúfmeti. Galdurinn var sá að forðast að líta á matinn. Mat- arupplifun er nefnilega ekki síður það sem maður sér. Humarsúpa var valin í aðal- rétt. Þar voru bragðgæðin einnig til staðar og útlitið var líka í lagi. Það var eins gott því Herjólfur var horf- inn út við sjónarrönd. Kjúklinga- salat sem samferðafólk pantaði var eins og turninn. Eins ljótt og hugs- ast gat en bragðið ljúft og gott. Kaffi fyrir tvo var staðið og borið fram á hitakönnu. Það dugði fyrir einn. Nokkur bið varð meðan hellt var upp á nýja lögun. Það kaffi var hvorki betra né verra en hjá með- al skítkokki á sjónum. Þjónninn sagði afsakandi að fullkomin kaffi- vél hefði gefið upp öndina. Ekki var rukkað fyrir kaffið. Verðlag á Hafinu er hóflegt. Humarsúpan kostaði 1.850 krónur og hrundi turninn kostaði 1.350. Betur má gera á Hafinu bláa með því að gera matinn kræsilegri. Tveir þjónar duga ekki á álagstíma og nauðsynlegt að bæta þar úr. Tekið skal fram að þjónarnir voru liprir og vinsamlegir. Þrátt fyrir sjónmengunina er full ástæða til að mæla með því að vegfarendur á Suðurlandi komi við á Hafinu bláa og njóti þess að snæða góðan mat. Stórfenglegt út- sýni tryggir flóttaleið fyrir augun. Flóttaleið við HaFið reynir trauStaSon naut útsýnisins við Hafið bláa Hraði: HHHHH matur: HHHHH útlit: HHHH viðmót: HHHHH umHverfi: HHHHH í skyndi bókadómur Saga áSTarinnar HHHHH Höfundur: nicole Krauss þýðandi: Kristrún Heiða Hauksdóttir úTgefandi: Skuggi forlag Niðurstaða: Framúrskarandi stílfimi og innsæi á við röntgenvél. fædd til að skrifa nicole Krauss býr yfir mikilli snilligáfu sem hún hefur lært að virkja, þrátt fyrir ungan aldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.