Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 2
„Við vorum að velta fyrir okkur hvernig best væri hægt að tryggja stöðugleika hjá starfsfólki og datt okkur þá í hug að ráða pör til vinnu,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Fyrirtækið á einnig stóran hlut í hausaþurrkuninni Klofningi sem sömuleiðis er á Suðureyri. Kon- ur hafa sótt í fiskvinnsluna en karl- menn í hausaþurrkunina. Nú er svo komið að um fimmtán pör starfa hjá þessum tveimur fyrirtækjum og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Óvenju stór árgangur Mikil frjósemi hefur verið með- al starfsfólksins, margir hafa nýlega átt börn en aðrir bíða í ofvæni eft- ir að afkvæmin líti dagsins ljós. Í ár er búist við að um tíu börn fæðist starfsfólki fyrirtækjanna tveggja. Því verður það óvenju stór árgangur sem hefur skólagöngu á Suðureyri eftir sex ár en dæmi eru um heilu árin þar sem ekkert barn hefur komið í heim- inn í bæjarfélaginu. Óðinn tekur sem dæmi að í haust byrji um fimm börn í grunnskólanum og því ljóst að sam- félagið er sannarlega að lifna við. Suðureyri frekar en Pólland Andrej Zepuryk kom ásamt eig- inkonu sinni til Suðureyrar frá Pól- landi. Þau starfa bæði hjá Íslands- sögu, hann við löndun og að slægja fisk en konan hans í fiskvinnsl- unni. Þau eignuðust stúlkubarn fyr- ir hálfu öðru ári og ekkert fararsnið er á Andrej aftur til Póllands: „Það er miklu betra að vera hér. Þetta er góð vinna og vel borguð. Og umhverfið fjölskylduvænt,“ segir hann. Barnsfæðingar aldrei vandamál Nýbakaðir foreldrarnir fara vit- anlega í foreldraorlof en Óðinn hef- ur litlar áhyggjur af því þó starfsfólk- ið þurfi að vera frá í einhvern tíma. „Þetta er eins og best verður á kos- ið. Barnsfæðingar eru aldrei vanda- mál. Nýtt líf er að koma í heiminn,“ segir hann og þakkar fyrir að helsta vandamál hans, ef svo skal kalla, sé að starfsfólkið sé duglegt að fjölga sér. „Það er nokkuð mikið um barn- eignir hjá þeim. Nokkrar konurnar eru óléttar núna. Aðrar nýbúnar að eiga og komnar í fæðingarorlof. Þetta er því heldur fjörugt,“ segir hann. Allt stefnir því í að hann þurfi að ráða nýtt fólk, tímabundið hið minnsta. „Við leitum þá að pörum,“ segir hann kankvís. Mæður á ferli Óðinn segir lítið mál að finna fleira fólk til starfa á Suðureyri. „Það spyrst fljótt út ef fólki líkar vel. Við leggjum upp með að þetta sé venju- legur vinnustaður þar sem fjölskyld- an er í fyrirrúmi.“ Eyrin er einnig ör- uggur staður fyrir börn að vera á. „Ég heyrði því fleygt að það er tvímæla- laust góður staður þar sem mæður með kerrur eru algeng sjón. Ég get ábyrgst að þeir sem dvelja hér dag- langt koma til með að sjá þó nokkuð af þeim.“ Fjölskylduvænn vinnutími Vinnutíminn í fiskvinnslunni og hausaþurrkuninni er mjög svipað- ur. Þau pör sem hjá fyrirtækjunum starfa eru því mikið til í fríi á sama tíma og geta þannig notið samveru- stundanna með maka og börnum. „Það var auðvitað vonin að fólk- ið eignaðist börn og það hefur orð- ið raunin. Fæðingunum fjölgar hið minnsta,“ segir hann hæstánægð- ur með þá fjölgun sem orðið hefur í samfélaginu. Aðspurður hvort hann vonist þá til að börnin starfi hjá sér þegar þau stækka segir hann hlæjandi: „Nei, það er ekkert nauðsynlegt.“ Alls starfa um hundrað manns hjá fyrirtækjunum tveimur, að stór- um hluta fólk erlendis frá. Á Suð- ureyri búa rúmlega þrjú hundruð manns og því þriðjungur sem vinnur hjá þeim. Þetta helst föstudagur 27. júní 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Eldsneytisverðið náði nýj- um hæðum með enn einni verðhækkuninni í vikunni. Bensínlítrinn kostar nú hátt í 180 krónur á sumum stöðum og verð dísillítrans daðrar við 200 króna markið. Þetta hefur vakið mikla óánægju og áfram- sendir nú hver netverjinn á fætur öðrum áskorun þar sem fólk er hvatt til að grípa til aðgerða gegn háu eldsneytisverði. Þannig er almenningur hvattur til að hætta að kaupa bensín hjá tveimur stærstu olíufélögunum, N1 og Skeljungi, í von um að þau lækki eldsneytisverð til að vinna við- skiptavini aftur til sín. Sumir hafa farið aðrar leiðir, eins og Sigurveig Sara Björnsdóttir sem er hætt að fara á bílnum í vinnuna. Þess í stað ferðast hún í og úr vinnu á hesti sínum. enn hækkar bensínið miðvikudagur 25. júní 20086 Fréttir DV Sigurveig Sara Björnsdóttir Ríður til að mótmæla„Ég vil að menningin verði aftur eins og hún var fyrr á öldinni sem leið, að menn fari bara á hrossum út í búð,“ segir Sigurveig Sara Björns- dóttir, starfsmaður Íshesta, en hún hefur fengið sig fullsadda af háu bensínverði. Sara tók málin í sínar hendur og ferðast nú ríðandi til og frá vinnu. Sara hefur útbúið hina bestu aðstöðu fyrir hrossin úti í garði hjá leigusala sínum, en sá fer að sögn með henni í útreiðartúra. „Við ætl- um bara að hafa þessar sláttuvélar í garðinum,“ segir Sara og bendir á að kostir hestsins sem fararskjóta séu fleiri en bara bensínsparnaður. „Þetta bæði dregur úr mengun og fækkar banaslysum í umferðinni,“ bætir Sara við, auk þess sem hrossin spara vinnuna í garðinum. Yfirmaður Söru hjá Íshestum, framkvæmdastjórinn Einar Bolla- son, er einnig mikill fylgismaður útreiða við dagleg störf. Hann lýsti lausninni á bensínvandanum fyrir hlustendum Bylgjunnar í viðtali um daginn. „Ég sagði bara mína skoðun á því að ég vildi láta breyta þessum stóru bílastæðahúsum niðri í bæ að hluta til í hesthús og þjálfa bílastæðaverð- ina upp í að sjá um hesta,“ segir Ein- ar og bætir við að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. Yfir hann hafi rignt bæði símtölum og tölvupóst- um þar sem fólk lýsti hrifningu sinni á þessum hugmyndum. „Menn hafa gaman af þessu.“ Guðbrandi Sigurðssyni, aðal- varðstjóra umferðardeildar lögregl- u nar á höfuðborgarsvæðinu, líst afar illa á aukna hestaumferð inn- anbæjar. „Það gefur augaleið að það færi ekki saman við borgarumferð- ina,“ segir Guðbrandur og vísar í ný- útgefna reglugerð um lögreglusam- þykkt því til stuðnings. Sigurveig Sara og fararskjótinn Segir hesta bæði ódýrari og öruggari farkost en bíla. Bensínið mun hækka áfram „Það varð smávægileg breyting á heimsmarkaðsverðinu til hækk- unar. Það sem reið baggamuninn var gengi krónunnar,“ segir Magn- ús Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá N1, um hækkun elds- neytisverðs. Forsvarsmenn annarra olíufélaga tóku í sama streng. Bens- ínstöðvar landsins hækkuðu elds- neytisverð umtalsvert í gær. Hækkun um allt að fimm krónur í gær Flestar bensínstöðvar á land- inu hækkuðu verð á bensín- og dísilolíulítranum um þrjár krónur í gær. Þess eru dæmi að verð ein- stakra stöðva hafi hækkað um allt að fimm krónur milli daga. Til sam- anburðar lækkaði bensínverð um tvær krónur á árs tímabili frá júní 2006 til sama mánaðar 2007. Um er að ræða síðasta verð- stökkið í þeirri röð hækkana sem dunið hefur yfir undanfarið. Ekki sér enn fyrir endann á hækkunun- um. Þegar blaðamaður ræddi við Magnús upp úr hádegi í gær sagði hann heimsmarkaðsverð hráolíu- tunnunnar hafa hækkað um rúm- an dollar frá því hann mætti til vinnu fyrr um morguninn. Magnús vildi þó ekki segja til um hvort fleiri hækkanir væru í vændum. Herkvaðning neytendafrömuða Síðasta útspil sjálfskipaðra neyt- endafrömuða er eins konar her- kvaðning sem gengur eins og sinu- eldur manna á milli í tölvupósti. Þar eru kaupendur eldsneytis hvattir til að sniðganga tvö stærstu olíufélög landsins til að koma af stað verð- stríði. Þó er ljóst að ekki er við olíu- félögin ein að sakast. 16. júní síðastliðinn náði heims- markaðsverð á olíu methámarki þegar tunnan kostaði tæpa 140 dollara. Síðan þá hefur verðið lækkað um fimm dali, þótt enn sé það æði sveiflukennt. Ofan á það leggst lágt gengi krónunnar. Hún tók hressilega dýfu í gær og lækkaði um tæp þrjú prósent. Líkt og Magn- ús bendir á er þar fólgin aðalástæða hækkunar bensínverðsins í gær. Tæp helmingshækkun á aðeins ári Með ólíkindum er hversu hratt bensínverð hefur hækkað síðast- liðið ár. Í júní á síðasta ári seldi Skeljungur bensínlítrann á 124,6 krónur. Síðan þá hefur lítrinn hækk- að um tæpan helming og kostar nú hjá sama félagi 176,4 krónur. Bens- ínverðið hafði ekki tekið nándar viðlíka stakkaskiptum árin áður. Fyrir ári kostaði 6.230 krónur að fylla fimmtíu lítra bensíntank. Nú fást aðeins um 35 lítrar fyrir sama fé. Lítrinn fer yfir tvö hundruð krónur „Það er stöðugt vaxandi eftir- spurn eftir orku, sérstaklega olíu og bensíni,“ segir Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Sú eftirspurn mun ekki minnka í bráð.“ Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram. Sá ótti sem verst hrjáir marga er að bensínlítrinn læð- ist yfir hið geigvæn- lega tvö hundruð króna mark. Aðspurður hvort honum finnist líklegt að verðið fari svo hátt fyrir áramót segist Guð- mundur telja það geta gerst. HafSTeinn gunnar HaukSSon blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is Guðleg ábending um að gæta sín „Auður heimsins safnast til þess landsvæðis sem aldin- garðurinn var í upphafi. Þetta held ég að sé guðleg ábend- ing til allra um að gæta sín og gera sig klára,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, um þær miklu bens- ínhækkanir sem landsmenn og fólk um allan heim hafa orðið áþreifanlega vör við. „Við eigum að hafa það í huga að það er einn sem öllu stýrir og stjórnar. Atburðarásin er fyrir- sögð og þetta er hluti af henni. Hækkandi bensínverð kemur mér ekki á óvart. Auður er vald og valdið er flutt á þennan stað og það verður notað gegn hinum vestræna manni. Menn skyldu gæta sín. Það er tími til kominn að skoða stöðu sína. Maður spyr sjálfan sig þegar þessar fjár- málahremming- ar eru um allan heim og eng- inn ræður við neitt hvort þetta sé þetta lokahrun sem við eigum von á eða hvort við fáum einhvern frest. Kannski Geir H. Haarde komi því til leiðar.“ „Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram.“ Verð bensín- lítrans 20 04 1 05 ,9 0 k r ó n u r 20 05 1 09 ,6 0 k r ó n u r 20 06 1 26 ,9 0 k r ó n u r 20 07 1 24 ,6 0 k r ó n u r 20 08 1 76 ,4 0 k r ó n u r Þjóðin var slegin óhug þegar fréttir bárust af því að hundur hefði fundist hálfniðurgrafinn og enn á lífi. Einhverjir höfðu sett þungan stein yfir hundinn svo hann gat sig hvergi hreyft. Hann varð hins vegar þeirrar gæfu aðnjót- andi að fólk í gönguferð með hunda sína varð hans vart. Lögreglan hóf rannsókn á ódæðinu. Eigandinn gaf sig fram og fékk hundinn afhent- an enda ekki grunaður um þessa illu meðferð sem hundurinn hlaut. Netverjar urðu sumir hverjir æfir og sögðu jafnvel að réttast væri að kviksetja þann sem hefði gert hundinum þetta. hundur grafinn lifandimánudagur 23. júní 20082 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Illvilji stýrir Svani Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur snúist til varnar fyrir flokksfélaga sinn Hannes Hólmstein Gissurarson, prófess- or og rithöfund. Á bloggi sínu gagnrýnir Björn harðlega hvernig Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, ritar um Hannes í greinum sem birst hafa í Fréttablaðinu. Þar reifar Svanur meðal annars að Hannes hafi ekki verið ráðinn út frá faglegum sjónarmiðum heldur vegna pólitískra skoðana. „Jafnframt hefur Svanur veist að Ólafi Þ. Harðarsyni, prófess- or við sömu deild, auk þess að gagnrýna Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands. Á bak við þessi skrif býr óvenjulegur ill- vilji,“ segir Björn. Tveir stútar Lögreglumenn á Akranesi stöðvuðu tvo ökumenn undir áhrifum áfengis aðfaranótt sunnudags. Báðir ökumenn- irnir voru færðir á lögreglu- stöðina á Akranesi þar sem þeir voru teknir í skýrslutöku. Síðdegis í gær var lögregl- an svo kölluð út vegna bílveltu norðan Hvalfjarðarganga. Bet- ur fór þó en á horfðist og slas- aðist enginn alvarlega. Bílinn þurfti hins vegar að fjarlægja með kranabíl. Eigandi hvolpsins sem fannst und- ir grjóthrúgu á laugardag gaf sig fram við lögregluna á Suðurnesj- um í gær. Hann sagðist hafa feng- ið hvolpinn fyrir stuttu en hann sloppið í burtu. Að sögn lögreglu liggur eigandinn ekki sérstak- lega undir grun um að hafa grafið hundinn lifandi. Ekki fengust þó upplýsingar um hvort lögreglan teldi sig vita hver var þar að verki. Rannsókn er þó hvergi nærri lokið enda um gróft dýraverndunarbrot að ræða. „Þetta lítur vel út hjá okk- ur,“ sagði lögreglumaður í samtali við blaðamann. Undir tuttugu kílóa grjóti Helgi Sigurðsson, dýralækn- ir á Dýraspítalanum í Víðidal, hef- ur hugsað um litlu blendingstík- ina eftir að hún fannst. „Dýr hafa verið lokuð inni og komið að þeim sveltum eftir marga marga daga. En að fara vísvitandi með dýr út í hraun og setja á það farg. Það hlýtur að vera geðveila sem hrjáir þá sem gera svona. Þetta er það óhugsandi. Ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár en ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það er eitthvað verulega bog- ið við þetta,“ segir hann. Fjögurra mánaða tíkin sem tal- in er vera doberman-blendingur fannst við Kúagerði í nágrenni Keil- is á laugardag. Steinum hafði verið hrúgað um hvolpinn þannig að að- eins höfuð hans stóð upp úr. Tíkin var mjög veikburða en Helgi tel- ur hana hafa verið í grjóthrúgunni í um sólarhring. Grótið var mjög þungt og hver steinn ekki undir tut- tugu kílóum. Tíkin er með lömun- areinkenni í annarri framloppunni eftir grjótið sem á henni var. Ætluðu að svelta hana til dauða Helgi segir dagamun á hvolpin- um: „Það er mikil og góð framför hjá greyinu. Hann braggast bara vel og er miklu betri í dag en í gær,“ sagði Helgi í samtali við DV í gær. Tíkin, sem ekki hefur fengið nafn eftir að hún fannst, borðar vel og mikið. Hún kemur til með að dvelj- ast á Dýraspítalanum í Víðidal á meðan hún er að ná sér. Helgi segir það skýrast á næstu dögum hversu lengi það verður, hvort hún þurfi að vera á spítalanum í einhverja daga eða vikur. Helgi telur engan vafa leika á því að hvolpurinn var þarna graf- inn í þeim tilgangi að svelta hann til dauða. Aðstæður gefa ekkert annað til kynna. Hann segir erf- itt að meta hversu lengi hvolpur- inn hefði getað haldið lífi þarna án vatns og matar. Tíkin Lukka fann hvolpinn Aðalheiður Gunnlaugsdótt- ir hundaeigandi og maðurinn hennar fundu tíkina þar sem hún hafði verið urðuð. Aðalheiður seg- ir á bloggsíðu sinni frá því að þau hjónin hafi verið með hundana sína á göngu um hraunið þeg- ar þeir fóru að gelta. Lukka, ein tíkin, fór af stað og kom ekki aftur þegar kallað var á hana. Þegar eiginmaður Aðalheiðar fór að grennslast betur fyrir sá hann lítið trýni í steinhrúgu og fann þannig hvolpinn. Aðalheiði var afar brugðið og segist aðeins vona að þetta sé eini hvolpurinn sem hafi verið grafinn á þennan hátt. Vilja kviksetja ódæðismanninn Viðbrögð annarra í bloggheim- um minna um margt á þegar talið var að hundurinn Lúkas hefði ver- ið myrtur í fyrra. „Lýsingin á kring- umstæðunum gæti bent til kvala- losta og kannski eru meiri líkur en minni á að um slíkt sé að ræða,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson á sínu bloggi og vitnar jafnframt í Jó- hannes Ragnarsson bloggara: „Satt að segja á sá sem gróf kvikindið lif- andi fátt betra skilið en að verða kviksettur sjálfur. Ég geri ráð fyrir, ef svo vel verkast að þrjóturinn verði með lífsmarki þegar hann verður jarðaður og vakni til lífs- ins niður á sex fetunum, að honum verði hugsað til hvolps- ins sem hann gróf lifandi í Kúa- gerði á sínum tíma.“ Emma Vilhjálmsdóttir for- dæmir einnig verknaðinn: „Ætli besta refsingin væri ekki bara að gera það sama við þá og þeir gerðu dýrinu? Ég mundi aldrei vilja þekkja svona illa innrætt fólk.“ „HLÝTUR AÐ VERA GEÐVEILA“ ErLa HLynsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Satt að segja á sá sem gróf kvikindið lifandi fátt betra skilið en að verða kviksettur sjálfur.“ Ökumaðurinn sætir rannsókn Ökumaður bílsins sem lenti í umferðarslysi aðfara- nótt laugardags með þeim afleiðingum að 19 ára farþegi lést má eiga von á því að verða ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrif- um áfengis en niðurstöður úr blóðrannsókn eru væntan- legar eftir um tíu daga. Þegar DV ræddi við varðstjóra í gær hafði hann ekki upplýsingar um hvort hinn látni hafi verið í öryggisbelti en í umræddum bíl voru sex manns en aðeins sæti, og þar með öryggisbelti, fyrir fimm. Lögregla gefur í dag upp nafn þess sem lést í slysinu. Aðrir sem í bílnum voru eru á batavegi. Rólegar nætur á Akureyri Lítið varð til að raska ró ak- ureyrskra lögreglumanna um helgina. „Þetta voru með dauðari nóttum sem menn muna eftir,“ sagði Guðmundur Svanlaugsson varðstjóri. Guðmundur segir rólegheitin kannski vera út af viðburðaríkum bíladögum um síðustu helgi og kominn tími fyrir fólk til að hvíla sig. Þá logaði bærinn í áflogum og margvíslegum uppákomum. „Síminn hringdi ekki á föstu- dagsnóttina og laugardagsnótt- ina,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir rólegar nætur stoppaði lög- reglan tvo ökumenn fyrir ölvun- arakstur og nokkra fyrir of hrað- an akstur. Braggast vel Helgi Sigurðsson dýralæknir hefur annast tíkina frá því hún fannst við Kúagerði á laugardag. Henni fer mjög fram á hverjum degi og býst Helgi við að hún nái sér að fullu. Eigandi hennar gaf sig fram við lögreglu í gær. dV-mynd róbert Á annan tug manna voru blóðug- ir eftir hópslagsmál í félagsheimilinu Leikskálum á Vík í Mýrdal aðfaranótt sunnudags. Lögreglumenn á Hvolsvelli, sem sinna löggæslu á Vík, eru óvan- ir því að þurfa að skikka leikinn á skemmtistöðum í umdæmi sínu. Hjá því varð þó ekki komist að þessu sinni enda fjöldi manna sem tók þátt í slagsmálunum. Eftir að stilla tókst til friðar í félagsheimilinu fóru sum- ir þeirra sem slegist höfðu í Leikskál- um á tjaldsvæðið í Vík. Þar voru þeir með óspektir og fékk lögreglan ófá- ar upphringingar og tilkynningar um að enginn svefnfriður væri á tjald- stæðinu. Félagsheimilið Leikskálar gegnir margvíslegu hlutverki á Vík í Mýr- dal. Þar fer fram félagsstarfsemi unglinga, auk þess sem eldri borg- arar og kvenfélagið hafa þar að- stöðu. Þess utan er félagsheimilið leigt út til hópa. Mikil umferð var í umdæmi lög- reglunnar á Hvolsvelli um helgina og frá föstudegi til sunnudags stoppaði lögreglan 24 ökumenn fyrir of hrað- an akstur. Sá sem ók hraðast mæld- ist á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þeir sem næstir komu á eftir honum mældust á 153 kílómetra hraða og á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Varðstjóri segir hraðann vera fárán- legan og ótrúlega mikinn í ljósi þess að umferðareftirlit sé öflugt og háar sektir fyrir að aka svona hratt. Þeir sem keyra á 165 kílómetra hraða geta vænst þess að þurfa að greiða 140 þúsund krónur í sekt og sæta að auki ökuréttindasviptingu. Það sem kom lögreglumönnum þó mest á óvart um helgina var að til- kynnt var um jeppa sem oltið hafði á Mýrdalssandi. Það þykir kannski ekki óvenjulegt að bílar velti en ástæðan þótti sérstök í sumarblíðunni sem verið hefur að undanförnu. Alla- vega var hálku kennt um að svo illa fór. Tveir slösuðust og voru fluttir á slysadeild. olivalur@dv.is Nær tuttugu slógust í Leikskálum ólæti í Leikskálum allajafna fer friðsamleg s tarfsemi fram í Leikskálum en um helgina brutust þar út hópslagsmál. 2 Þrír menn hafa verið úr- skurðaðir í farbann vegna hugsanlegs manndráps sem átti sér stað í byrjun júní. Þá fannst maður um þrítugt meðvitundarlaus í rúmi sínu en samkvæmt heim- ildum var hann færður þang- að af tveimur löndum sínum sem búa og starfa með honum. Mennirnir eru pólskir verka- menn sem vinna hér á landi. Mennirnir sem voru handteknir segja að þeir hafi komið að manninum meðvitundarlaus- um. Viku síðar var hann dáinn en þá hafði hann legið þungt haldinn á spítala. Einn maður var hnepptur í gæsluvarðhald en á mánudag var hann síðan úrskurðaður í farbann ásamt tveimur öðrum. l r dauðdagi verkamanns SegiSt ekkert muna F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins Þrír í farbanni vegna dauða pólsks verkamanns: Tugþúsundir bæTasT við auglýsT verð - verð á heimasíðu heimsferða segja bara hluTa sögunnar þriðjudagur 24. júní 2008 dagblaðið vísir 112 tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Lögregla hefur yfirheyrt tíu mannsDularfullur dauðdagi á FrakkastígRannsakað eins og manndrápsmál DV GEFUR MILLJÓN Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins Geymið miðann JONS24MESSA Við gef um fim m 10.000 kr matark örfur hv ern virkan d ag í júní ÓLétt og LjÓmaR Jóhanna vilhJálms- dóttir og geir sveins- son eiga von á barni í desember. Þetta verður Þeirra fimmta barn. máL séRa gunnaRs tiL saksÓknaRa FRéttiR lögreglan á selfossi vísar máli séra gunnars bJörnsson- ar til saksóknara í vikunni og bíður saksóknara Það hlutskipti að ákveða hvort séra gunnar verði ákærður eða ekki. málið er rannsakað sem blygðunarsemisbrot en minnst ein stúlkan vonar að hann verði ákærður fyrir al- varlegri brot. 3 hitt málið Óðinn Gestsson, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnsl- unnar Íslandssögu, segir það meðvitaða stefnu hjá sér að ráða pör í vinnu. Fjöldi þeirra á nú von á barni og önnur hafa ný- lega eignast barn. Samfé- lagið á Suðureyri er því afar blómlegt og óvenju stór árgangur sem lítur dagsins ljós í ár. Starfs- fólkið kann vel að meta fjölskylduvæna stefnuna og starfsmannavelta fyr- irtækjanna verður minni. ræður pör í vinnu „Það var auðvitað vonin að fólkið eignað- ist börn og það hefur orðið raunin.“ Erla HlynSdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Pörin gefast vel Óðinn gestsson segir það hafa gefist afar vel að ráða pör til vinnu og nú sé starfsfólkið farið að fjölga sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.