Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 4
föstudagur 27. júní 20084 Fréttir DV
Sandkorn
n Gaddakylfan var veitt með
viðhöfn í Iðnó á miðvikudaginn
með pompi og prakt. Fyrir utan
ritstjóra Mannlífs, Sigurjón M.
Egilsson, hélt glæpamamman
Margrét Frí-
mannsdótt-
ir ræðu fyrir
verðlaunaaf-
hendinguna.
Sjálf er hún
fangelsis-
stýra á Litla-
Hrauni og
talar að jafn-
aði um strákana sína á Hrauninu
líkt og móðir talar um syni sína.
Sjálf sagðist Margrét hvetja strák-
ana sína til þess að skrifa glæp-
ina niður á blað og senda inn í
keppnina frekar en að fremja þá.
Þess vegna verður athyglisvert að
sjá hvort fanglesisskáld fæðist á
næsta ári.
n Aðstoðarkona borgarstjórans,
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, er
að hætta hjá
borginni.
Sennilega
er uppsögn
hennar blóð-
taka fyrir Ólaf
F. Magnús-
son en hann
gerði ráð fyrir
að hún yrði
aðstoðarkona hans fram í mars
á næsta ári. Ástæðan fyrir því að
hún er að hætta mun vera sú að
Ólöf hyggst opna eigin arkitekta-
stofu. Aftur á móti gengur sá
orðrómur um borgina þessa dag-
ana að Ólafur hafi ekki verið sátt-
ur við hana sem fjölmiðlateng-
il en Ólafur hefur átt á brattann
að sækja í fjölmiðlum og ítrekað
komið illa út úr hinum ýmsu við-
ræðuþáttum.
n Hæstaréttalögmaðurinn og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Dögg Pálsdóttir, hefur staðið
í ströngu á þessu ári. Nú síðast
hafa Saga verktakar stefnt henni
fyrir héraðs-
dóm vegna
meintra
vangold-
inna skulda.
Þeir krefj-
ast fimmt-
án milljóna
króna frá
varaþing-
manninum. Áður fór Saga Capital
fjárfestingarbankinn í mál við
Dögg og krafðist innsetningar í
eignir fyrirtækis Daggar og son-
ar hennar. Það mál rataði fyrir
Hæstarétt að lokum. Núna hefur
fyrirtækið verið tekið til gjald-
þrotaskipta og má því með sanni
segja að ekki hafi gengið vel hjá
henni á krepputímum. Gárung-
arnir eru þó miskunnarlausir
og segja hæstaréttarlögmann-
inn verja meiri tíma í dómsal í
eigin mál heldur en vegna vinnu
sinnar.
n Eignaspjallakrossfaranum Jak-
obi Frímanni Magnússyni hefur
bæst liðsauki úr óvæntri átt en
hann hefur hingað til verið gagn-
rýndur fyrir að láta mála yfir list
á veggjum borgarinnar. Nú hafa
fangar á Kvíabryggju bæst í hóp-
inn en þeir eru búnir að fram-
leiða bol með Jakobi Frímanni en
undir honum stendur: Remove
your art. Á íslensku útleggst það
sem: Fjarlægðu listina þína!
Ísbjarnarblús
Skáldið Skrifar
Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. Alltaf koma upp sögur af dýrum og alltaf eru það dýrin sem samúðina hljóta.
Og svo kom í ljós að ísbjörninn var hestur... og svo kom í ljós að ísbjörn-inn var hrútur eða þoka og kannski kemur í ljós einhvern daginn að ís-
björninn er naggrís.
Hvernig í ósköpunum ætli menn fari að því
að álykta sem svo að hófför geti hugsanlega
verið spor eftir ísbirni? Og hvernig er hægt að
ákveða það að þoka eða hrútur líti út einsog
ísbjörn? Jú, kæru lesendur, hér er samsærið
opnað og það sem áður var hulið verður í dag
sýnilegt.
Þið hafið tekið eftir því, að alltaf þegar eitt-
hvað bjátar á í efnahagsmálum; þegar krónan
veikist og þegar ríkisstjórnin er búin að pissa
í alla skó landsmanna koma fréttir af dýrum.
Hvað með Stóra Lúkasarmálið? Hvernig var
það með hundinn hans Davíðs og hundahald-
ið hans Alberts? Tíkur og svanir; kýr og kindur.
Kúariða og kyssilegir ráðherrar. Alltaf koma
upp sögur af dýrum og alltaf eru það dýrin
sem samúðina hljóta. Já, jafnvel á Íslandi þar
sem ríkistrúin meinar dýrum inngöngu í sjálft
Himnaríki. En einsog landsmenn vita eru eng-
in dýr hjá honum Guði.
Jæja, áfram með samsæriskenninguna:
Í forsætisráðuneytinu er dýravinur sem
vinnur við það að koma á kreik sögum af dýr-
um þegar allt er í óefni komið hjá ríkisstjórn-
inni. Þessi dýravinur er ábyggilega kona, því
þær eiga svo auðvelt með að fegra heiminn
með einföldum aðgerðum.
Ef ástandið er rétt í þann mund að fara í hnút
er það smáhundur sem fær samúðina en þeg-
ar það er mjög slæmt erum við að tala um ís-
birni.
Þegar aðsteðjandi vandi okkar er allur til
kominn vegna aumingja í útlöndum og vegna
þess að menn seldu jöklabréf og svo einnig
vegna þess að menn í öðrum löndum kunna
ekkert í hagfræði tölum við náttúrlega um ís-
birni, því þeir koma með hafís til landsins og
eru svona aðsteðjandi vandi.
Það er ekki lengur pláss fyrir hærri vexti í
seðlabankanum hans Davíðs og það er ekki
lengur hægt að skamma vitleysingana sem
stjórna okkur, þannig að við höfum komið
okkur saman um það þjóðráð að sjá ísbirni
hvar sem er og hvenær sem er.
Og eftir að menn ætluðu að gefa einum
birninum (sem var raunverulegur) deyfilyf
um daginn og eftir að menn ákváðu síðan að
skjóta skepnuna í bakið fæddist þessi limra:
Fyrst buðu þeir bangsanum rús
en bár’ann svo dauðan í hús
og söguna alla
nú sjálfsagt má kalla
– hinn sorglega ísbjarnarblús.
Forsvarsmenn bókuútgáfunnar Nýhils eru afar ósáttir við styrkveitingar Bókmennta-
sjóðs og telja hann hafa brugðist hlutverki sínu. Úthlutunin er hneyksli, segir Viðar
Þorsteinsson, stjórnarformaður Nýhils. Njörður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri
Bókmenntasjóðs, segir Nýhilsmenn ekki skilja að hlutverk sjóðsins sé margþættara en
að styrkja bara nýjan skáldskap.
Nýhil kvartar
til Þorgerðar
„Það að halda því fram að sjóðurinn
styrki ekki frumsamdar bókmenntir er
alveg í grundvallaratriðum rangt,“ segir
Njörður Sigurjónsson, framkvæmda-
stjóri Bókmenntasjóðs, um fullyrð-
ingar frá Nýhilsmönnum. Nýhilsmenn
eru ósáttir við úthlutunina og telja að
ekki hafi verið farið að ákvæðum um
að styrkja frumsamin verk höfunda.
„Það eru ný íslensk skáldverk sem eru
hlunnfarin í þessari úthlutun,“ segir
Viðar Þorsteinsson, stjórnarformaður
hjá Nýhil. Nýhil er íslensk jaðarbóka-
útgáfa og félag ungra ljóðskálda sem
hefur vakið athygli með nýstárlegum
ljóðaupplestrum.
Þrír sjóðir runnu saman í einn
Bókmenntasjóður varð til þeg-
ar þrír eldri sjóðir runnu saman
í einn. Menningar-, þýðingar- og
bókmenntakynningarsjóður voru
sameinaðir undir einum hatti.
Hugmyndin með því var að efla
bókamenningu. Sjóðurinn úthlutaði
24 milljónum í síðasta mánuði.
Viðar segir að það sé skandall
að engu hafi verið úthlutað til nýrra
verka rithöfunda. „Sjóðurinn hafði
auglýst eftir umsóknum um útgáfu-
styrki til nýrra íslenskra verka. En svo
úthlutar hann engu til slíkra verka og
er eiginlega skandall að mínu mati.
Það voru miklar vonir bundnar við
sjóðinn því það hafa aldrei verið
neinir styrkir í boði til útgáfu af þessu
tagi hér á landi áður. Svona útgáfa er
mest fjárþurfi hér á landi.“
Eins árs gamall sjóður
Viðar segir að Nýhil sé ekki vant
því að láta vel í sér heyra gagnvart rík-
inu. Hins vegar sé þetta hagsmuna-
mál fyrir alla yngri rithöfunda. „Því
er borið við hjá stóru forlögunum
að kostnaðurinn við að gefa út þess-
ar fyrstu bækur sem seljast ekki vel
sé of mikill. Alveg sérstaklega ljóða-
bækur. Hluti af okkar starfsemi hef-
ur verið að gefa út ljóðabækur ungra
höfunda. Við vitum alveg hversu dýrt
það er. Við erum að gefa þetta út í
sjálfboðavinnu. Því þykir okkur það
vera mikil synd að það sé ekki staðið
við þau fyrirheit sem lofað var.“
Njörður segir hins vegar að enn
sé verið að þróa Bókmenntasjóð og
þegar stórar upphæðir skipti um
hendur sé ljóst að það sé ekki hægt
að gera öllum til geðs. „Fólk á erfitt
með að komast að hjá forlögunum.
Við vildum sérstaklega vekja áhuga
fólks að sækja um. Einhvern veginn
hefur þetta skolast til í eitthvert al-
gjört kjaftæði.
Ný íslensk skáldverk eru ekki
meginatriði sjóðsins. Það er bara
eitt af hlutverkum sjóðsins. Ef menn
skoða lögin þá er hlutverk sjóðsins
margþætt.“
Da Vinci lykillinn fékk styrk
Viðar bendir á að nokkrir risar í ís-
lenskum ljóðaheimi hafi fengið styrk
vegna endurútgefins efnis. „Orðið á
götunni hefur lengi verið að sjóðirnir
þrír hafi verið vettvangur forlaganna
að skipta á milli sín peningum. Það
var ekkert verið að hugsa um hvert
og eitt verkefni.“
„Sem dæmi get ég nefnt Da Vinci
lykilinn. Sú bók er ein mesta met-
sölubók allra tíma. Hún fékk opin-
beran styrk úr þýðingarsjóði. Þetta
er það sem var. Margir bundu vonir
við að þessi nýi sjóður myndi breyta
þessu. Að það yrðu teknar upp skyn-
samlegri áherslur. En það sem gerist
er að hann dettur í það far að hann
lætur eins og þetta sé enn gamli
menningarsjóður. Þetta skiljum við
ekki og höfum sent erindi til mennta-
málaráðherra. Okkur finnst ástæða
til að láta í okkur heyra vegna þess að
okkur finnst þetta slæm vinnubrögð.
Og ekki í samræmi við lög.“
Njörður bendir hins vegar á að
ekki sé hægt að veita öllum styrk.
„Það eru ýmis sjónarmið í gangi og
það er bara gott mál. Mörg góð verk
fengu ekki styrk og það er miður en
þannig er það nú bara.“
BENEDikt BóaS hiNRikSSoN
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Njörður Sigurjónsson
njörður er framkvæmda-
stjóri Bókmenntasjóðs.
óskað eftir íslenskum verkum
Bókmenntasjóður óskaði sérstaklega eftir
umsóknum frá íslenskum rithöfundum.