Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 6
föstudagur 27. júní 20086 Fréttir DV
Sandkorn
n Auðunn Blöndal, skemmti-
kraftur og hrekkjalómur, var einn
af þeim sem léku í Stjörnugolf-
móti Nova á miðvikudag. Auð-
unn lék með föður vinar síns
Sveppa. Það vakti athygli marga
að Auðunn, sem er yfirleitt
þungamiðja brandaranna, hafði
sig tiltölulega hægan í veislunni
fyrir og eftir mót. Ástæðan var
eflaust sú að Auðunn fékk ekki
boðskort í byrjun. Heldur lét
hann Sveppa vin sinn hringja
nokkur símtöl og
troða sér inn.
Eftir dúk
og disk,
japl jaml
og fuður
tókst það
að lokum
en með
naum-
ind-
um
þó.
n Annar Auðun, Auðun Helga-
son, fékk heldur betur að finna
til tevatnsins gegn Breiðabliki
ekki alls
fyrir löngu.
Fékk hann
vænt oln-
bogaskot frá
Prinsinum
í liði Blika
svo stórsá
á honum.
Auðun hefur
verið sparkspekingur í EM-stofu
Þorsteins Joð ásamt Pétri Mart-
einssyni og farið á kostum. En
vegna olnbogaskotsins þurfti að
sminka hann meira en góðu hófi
gegnir. Þrátt fyrir góðar og gildar
tilraunir förðunardömu Sjón-
varpsins tókst ekki alveg að fela
hið karlmannlega glóðarauga
sem Auðun skartar nú. En það
munaði litlu.
n FH-ingar voru sáttir í leikslok
eftir sigur gegn Val á Vodafone-
vellinum á þriðjudag. Ekki voru
þó allir FH-
ingar jafn-
glaðir því
háttsettir
menn inn-
an félags-
ins hafa
fengið nóg
af drykkju
og skrílslát-
um í stuðningsmannasveitinni
Mafíunni. Eftir leik ræddu aðal-
menn FH um hvernig væri hægt
að koma í veg fyrir að stuðnings-
menn liðsins færu yfir til hins
liðsins, væru með skrílslæti og
létu börn fara að gráta eftir að
hafa misst gosið sitt vegna hegð-
unar FH-inga. Einnig var talað
um hvernig væri hægt að koma
í veg fyrir að fullorðnir menn
hvettu börn til að öskra F-orðið
í átt að dómara og réttu honum
löngutöng.
n Stuðningsmenn Púma-sveit-
arinnar í Keflavík fengu verð-
laun fyrir umferðir 1-7. Voru
nokkur félög
ósátt við þá
ákvörðun
KSÍ og hafa
tjáð sig á
vinsælum
íþróttasíðun
á verald-
arvefnum.
Stuðnings-
menn FH, Fjölnis og KR hafa
allir tjáð sig og sagst vera mun
betri stuðningsmenn sem láti
meira í sér heyra. Aðalmunur-
inn er þó sá að stuðningsmenn
Keflavíkur eru flestir bláedrú á
leikjum liðsins. Eru ekki með
óhróður og ljótan munnsöfnuð.
Hafa stuðningsmenn KR meðal
annars hótað línuverði að bíða
fyrir utan eftir honum enda hafi
hann verið bölvað fífl.
Komið að uppgjöri
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, telur hækkandi matvæla- og olíu-
verð undanfara hins mikla hruns. Hann vísar í Opinberunarbók Jóhannesar því til
stuðnings. Hann segir eina ráðið að vaka og biðja. Sóknarprestur Fríkirkjunnar segir
heimsendaspár á slíkum grunni fáránlegar.
„Þetta markar upphaf þjáninga-
tíma fyrir jörðina alla og þá sem á
henni búa,“ segir Gunnar Þorsteins-
son, forstöðumaður Krossins, um
þá viðsjárverðu tíma sem við lifum.
Gunnar vitnar í Opinberunarbók
Jóhannesar, sjötta kafla, sjötta vers,
því til stuðnings.
Hið mikla hrun
Í Opinberunarbókinni stendur
orðrétt: „Og mitt á meðal veranna
fjögurra heyrði ég eins konar rödd
er sagði: Mælir hveitis fyrir daglaun
og þrír mælar byggs fyrir daglaun,
en eigi skalt þú spilla olíunni og vín-
inu.“
Gunnar segir versið rætast í
hækkandi matvæla- og olíuverði:
„Þetta er það sem ritningin talar
um. Korn og bygg verður svo dýrt
að daglaunamenn geta ekki keypt
það. Þetta er að rætast fyrir augum
okkar, þegar matarverð hækkar og
menn eiga sér ekki björg vegna þess
að matur verður dýr.
Það er eitt af þeim táknum sem
lögð eru til grundvallar hinu mikla
hruni sem verða mun. Þarna sé ég
þetta biblíulega samhengi sem er
alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar.
Geir gæti bjargað okkur
Gunnari þykir mannanna til-
raunir til að hafa áhrif á stöðuna
hjákátlegar. „Að keyra hér trukka
niðri í miðbæ og flauta breytir engu
um stöðuna. Það er Guð sem ræð-
ur.“ Gunnar telur að með heims-
kreppunni séu æðri máttarvöld að
reyna að vekja manninn. „Þetta
er full ástæða fyrir alla menn til að
gera vörutalningu og sjá hvar þeir
standa. Við ráðum engu þarna um.
Við eigum að hugsa okkar gang og
nota vel tímann sem við höfum.“
DV hefur fjallað mikið um hækk-
andi bensínverð í vikunni. Gunnar
telur, líkt og fram hefur komið, að
þar sé um enn ein teiknin að ræða
í hinni stóru áætlun Guðs. Auður
heimsins safnist til þess landsvæðis
þar sem aldingarðurinn var í upp-
hafi.
„Þetta held ég að sé guðleg
ábending til allra um að gæta sín og
gera sig klára. Maður spyr sjálfan sig
þegar þessar fjármálahremmingar
eru um allan heim og enginn ræð-
ur við neitt hvort þetta sé þetta loka-
hrun sem við eigum von á eða hvort
við fáum einhvern frest. Kannski
Geir H. Haarde komi því til leiðar.“
Náðarsáttmálanum lýkur
Gunnar segir tímaskeiði þess
náðarsáttmála sem gerður var með
stofnun kristinnar kirkju rúmum
þrjátíu árum eftir Krists burð senn
að ljúka. „Tímaskeið þessa sáttmála
er tvö þúsund ár. Þegar því tíma-
skeiði er lokið tekur við nýtt tíma-
skeið, það liggur fyrir. Þetta
veit öll kristin kirkja, þetta er
í trúarjátningunni.
Menn hljóta að átta sig
á því að náðartíminn er
að styttast, síðan verð-
ur ákveðið uppgjör og í
framhaldinu kemur þús-
und ára ríkið, sem er
friðarríki. Þá munum við
stjórna jörðinni með drottin
í broddi fylkingar. Það verður
betra stjórnarfar en er á jörð-
inni í dag.“
En hvað er hægt að gera þang-
að til? „Það sem hægt er að gera er
að vaka og biðja, það er ekki
flókið,“ segir Gunnar ein-
faldlega.
Heimsendaspár fáránlegar
„Æ, æ,“ voru fyrstu viðbrögð
séra Hjartar Magna Jóhannesson-
ar, sóknarprests Fríkirkjunnar, þeg-
ar blaðamaður sagði honum frá
ályktunum Gunnars af Opinber-
unarbókinni. „Ég hef ekki áhyggj-
ur af þessu. Menn eru búnir í hátt
í tvö þúsund ár að lesa mun meira
í Opinberunarbókina en hægt er
að lesa út úr henni með óskhyggju
sinni. Að spá heimsendi á þessum
grunni er hreint fáránlegt.
Sú kristna trú sem ég
legg traust mitt á
snýst ekki um að
skapa ótta, óör-
yggi og sekt-
arkennd hjá
fólki,“ segir
Hjörtur.
HafsteiNN GuNNar HaukssoN
blaðamaður skrifar hafsteinng@dv.is
Gunnar í
krossinum „Það
er guð sem ræður.“
Hjörtur Magni
„að spá heimsendi
á þessum grunni
er hreint fáránlegt.“
Vilyrði gefið fyrir arabavatni:
Arabar fá lóð í Hafnarfirði
Arabíska vatnsfyrirtækið Glac-
ier World hefur fengið vilyrði fyr-
ir lóð í Hellnahrauni í Hafnarfirði
en DV greindi frá því fyrir tveimur
vikum að arabískir fjárfestar hefðu
hug á því að reisa vatnsverksmiðju
í Hafnarfirði. Á síðasta bæjarstjórn-
arfundi var gefið vilyrði fyrir að
Glacier World fengi lóð í Hellna-
hrauni 3. Endanlega verður gengið
frá lóðarveitingu þegar endanlegur
samningur liggur fyrir um vatns-
kaup.
Fyrirtækið samanstendur af ar-
abískum fjárfestum frá Saudí-Arab-
íu, Kúveit og Dubai. Það er Magnús
Magnússon verkfræðingur sem er í
forsvari fyrir fyrirtækið hér á landi.
„Þetta er spennandi mál ef vel til
tekst en það er aftur á móti á frum-
stigi,“ sagði Magnús í viðtali við DV
á sínum tíma en áætlað
er að vatnsverksmiðj-
an muni skapa um 690
störf. Fyrirtækið hyggst
síðan flytja hafnfirska
vatnið til Mið-Aust-
urlanda þar sem það
verður sett á markað.
„Það er mikið
óunnið við þetta mál
en okkur líst vel á þetta,“
segir Almar Grímsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði, um
málið en hann vildi nákvæm-
ari útleggingar á málinu þeg-
ar það var lagt fyrir bæjarstjórn
nú á mánudaginn. Hann seg-
ir bæjarstjórann, Lúðvík Geirs-
son, bæjarfulltrúa Samfylk-
ingarinnar, hafa lofað
að vinna hratt í málinu.
Enn á eftir að semja um
vatnskaup en stefnt er
að því að drykkjarvatni
Hafnfirðinga við Kald-
árbotna verði tappað
á flöskur og þær svo
sendar til Mið-Austur-
landa.
Frekari tíðinda
væri að vænta innan
fárra vikna en samning-
ar standa enn yfir á milli
Hafnarfjarðar og Glacier
World.
konungur sádi-arabíu Konungur
sádi-arabíu er abdullah en meðal
þeirra sem vilja reisa vatnsverk-
smiðju í Hafnarfirði eru sádi-
arabískir fjárfestar.