Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 8
föstudagur 27. júní 20088 Helgarblað DV Rúmt ár er liðið síðan hvarf hundsins Lúkasar vakti mikla athygli og harðvítugar umræður í netheimum. Þá var ungur maður sakaður um að hafa misþyrmt Lúkasi þannig að hann hefði drepist. Það reyndist ekki rétt enda fannst hann illa haldinn tveimur mánuðum síðar og hafði þá verið týndur í óbyggðum. Kristjana Svans- dóttir, eigandi Lúkasar, þurfti að leggja talsverða vinnu í að byggja Lúkas upp á nýjan leik. Hræddist raftæki og karlmenn „Ég lét gelda hann áður en hann slapp á síðasta ári, en það tekur þá fjóra mánuði að átta sig á því að það sé búið að gelda þá,“ segir Kristjana Svansdóttir, eigandi kínverska smá- hundsins Lúkasar, en rúmt ár er lið- ið síðan Lúkas týndist á Bíladögum. Málið náði miklum hæðum í fjöl- miðlum eftir að óprúttnir aðilar sök- uðu Helga Rafn Brynjarsson um að hafa sett Lúkas í íþróttatösku og síð- an sparkað hann til ólífis. Helgi mátti þola gífurlegar ofsóknir vegna máls- ins og fjölmargir reiðir bloggarar for- dæmdu verknaðinn. Oft var Helga hótað lífláti á vefsíðum og hálfgerð sefasýki greip álitsgjafa veraldarvefj- arins. Málið tók síðan óvænta stefnu þegar fregnir bárust af því að Lúkas væri á lífi. Veiddi Lúkas „Hann var í svakalega vondu ástandi þegar við náðum honum að lokum,“ segir Kristjana sem þurfti að þola miklar raunir á meðan málið stóð yfir. Ekki nóg með að hundur- inn hennar væri horfinn – heldur var uppi grunur um að hann hefði ver- ið drepinn á hrottalegan hátt. Þess vegna voru það gleðifregnir þegar Kristjana komst að því að hann væri í raun villtur. Eftir erfiðar tvær vikur náði hún að veiða hann í búr. „Þá var bara hálfur sigur unninn því hann var rosalega hvekktur,“ seg- ir Kristjana sem upplifði miklar per- sónubreytingar hjá Lúkasi. Hræddur við rafmagnstæki Þegar Lúkas var kominn í hend- ur fjölskyldunnar fór Kristjana að taka eftir því að hann var gríðarlega hvekktur. „Það mátti ekki hreyfa sig snögglega í kringum hann,“ segir hún sem dæmi og bætir við að Lúk- as hafi einnig verið logandi hræddur við rafmagnstæki. Þar á meðal var ör- bylgjuofninn á heimilinu, sjónvarpið og brauðristina. Þá var Lúkas einnig hræddur við stóra karlmenn, konur aftur á móti gátu nálgast Lúkas án þess að hræða úr honum líftóruna. „Það var ekki gefið að ná hon- um til baka því hann var meira í ætt við villidýr heldur en heimilishund,“ segir Kristjana um hið flókna verk- efni að hlúa að dýrinu. Smáhundur á kraftfóðri Lúkas var horaður eftir að hann fannst og því þurfti Kristjana að setja hann á svokallað kraftfóður svo að hann næði kjörþyngd á ný. Síðan var hann ormahreinsaður og bólusett- ur. Það var nokkuð um sýkla og plast í maganum á Lúkasi eftir að hann fannst en það er vegna þess að hann nartaði í allt sem á vegi hans varð til þess að draga fram lífið í óbyggðun- um. „Það gekk rosalega vel að fita hann á ný, eiginlega of vel því hann var orðinn of þungur um jólin,“ seg- ir Kristjana hlæjandi en bætir svo við að hann sé að komast í fantaform þessa dagana. Akureyringar rólegir Aðspurð hvaða áhrif umræðan á síðasta ári hefði haft á hana sjálfa segir Kristjana að Akureyringar hafi tekið málinu með stóískri ró. „Það var nú aðallega fyrir sunn- an sem móðursýkin greip um sig,“ segir Kristjana sem vill koma því á framfæri að sjálf hafi hún aldrei sak- að piltinn um þann glæp sem hann var sagður hafa framið. Það hafi ver- ið bloggararnir sem dæmdu hann án dóms og laga. Þegar hún er spurð hvort hún hafi farið með Lúkas á Bíladaga í ár segist hún ekki hafa gert það. Sjálf kíkti hún út en leist illa á ástandið. „Ég reyndi síðan bara að halda mig innandyra því þetta virtist ætla úr böndunum,“ segir hún en það varð raunin því lögreglan á Akureyri hafði aldrei séð annað eins og þegar Bíladagar voru haldnir síðast. Lúkas á hundasýningu Aðspurð hvað taki við núna segir Kristjana: „Við erum bara á leiðinni á hundasýningu, Lúkas verður ekki til sýnis en ég hef gaman af þessu enda kemur til greina að læra eitt- hvað tengt hundum í framtíðinni.“ Helgi Rafn Brynjarsson kærði þá sem hótuðu honum á netinu á síð- asta ári en rannsókn málsins er enn í gangi enda nær hún til hundrað manns. Þess má geta að á þessu ári féll dómur vegna meiðyrða á net- inu. VALur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það gekk rosalega vel að fita hann á ný, eiginlega of vel því hann var orðinn of þungur um jólin.“ Kristjana knúsar Lúkas Þurfti að hafa mikið fyrir því að venja Lúkas við heimilishald. Helgi rafn Brynjars- son flæktist inn í meint hundsmorð og var dæmdur án dóms og laga af bloggsamfélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.