Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 12
föstudagur 27. júní 200812 Helgarblað DV Minni væntingar fólksins í landinu, verðbólga, fall krón- unnar og svimandi háir stýrivextir eru hluti af skörpum samdrætti í efnahagslífinu. Flestir finna fyrir ástandinu. DV skoðar hvernig kreppan kemur við helstu atvinnugrein- ar í landinu. Margar af blómlegustu atvinnugreinum síð- ustu ára eru í lægð á meðan þeir sem starfa hjá hinu opin- bera sigla lygnan sjó í samanburði við margar starfsstéttir. ER STARFIÐ ÞITT KREPPUHELT?LífLeg ferðaþjónusta Skarpur samdráttur í efna- hagslífinu kemur við flesta. Í vikunni var gengi krónunnar lægra en það hefur verið í sjö ár. Á þessu ári hafa tíu fyrir- tæki þurft að grípa til hópupp- sagna, þar af fyrirtæki sem hafa myndað stoðir atvinnu- lífsins, svo sem bankar og stór útgerðarfyrirtæki. Vinnumála- stofnun gerir ráð fyrir því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaðnum hér á landi fækki mikið á næstu mánuð- um. Þeim hefur þegar fækkað um ríflega eitt þúsund manns frá því fjöldinn náði hámarki. Vinnumálastofnun gerir einn- ig ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast mikið með haust- inu og undir lok þessa árs verði það komið yfir 2 prósent. Verðbólgan í júní mælist 12,7 prósent og hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða. Verðbólgan hefur ekki verið meiri hér á landi síðan í ágúst árið 1990, þegar hún mældist 14 prósent. Þá eykur erfiðara aðgengi að lánsfé hjá fjármálastofn- unum enn vanda íslenska efnahagslífsins. DV fer hér yfir stöðu margra af helstu atvinnugreinum samfélagsins og skoðar hvernig þær standa. Hvernig kemur efnahags- ástandið við starfið þitt og hvernig þolir það kreppuna? DV leitast við að svara því. LífLeg ferðaþjónusta Á sama tíma og bæði stóru flugfélögin, Icelandair og Iceland Express, hafa þurft að draga mikið saman seglin í millilandaflugi, horfir bet- ur við ferðaþjónustugeiran- um innanlands. Margt helst í hendur við að tryggja ör- yggi þessarar stéttar. Þannig virkar lágt gengi krónunnar gagnvart stærstu gjaldmiðl- unum hvetjandi á erlenda ferðamenn að koma hingað til lands. Þegar farþegatölur fyrir maímánuð í Leifsstöð eru skoðaðar kemur í ljós að farþegum sem komu hing- að til lands fjölgaði um fimm prósent miðað við maí á síðasta ári. Nokkur fjöldi erlends ófaglærðs starfsfólks starfar í ferðaþjónustu og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun, er við því að búast að góð staða verði í atvinnu- greininni fram í september, en þá gæti komið til þess að erlendu starfsfólki yrði sagt upp. Starfsmenn í flugþjónustu hafa farið illa út úr efna- hagsástandinu. Hátt olíuverð og óhagstætt gengi gerir það að verkum að dýrt er að fara til útlanda og finna flugfélögin fyrir því. Á síðustu vikum hafa verið sagðar fréttir af því að Flugþjónustan á Keflavíkur- flugvelli hafi sagt upp fimmtungi starfsmanna sinna frá og með 1. október. Þá hefur Icelandair gripið til hópupp- sagna og sagt upp hátt í þrjú hundruð starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Meðal þeirra sem hefur verið sagt upp eru sextíu flugmenn og hundrað og fimmtíu flugfreyjur. Dýr Dropinn Sú starfsstétt sem frægust er orðin fyr- ir mótmæli vegna hækkandi olíuverðs er án efa atvinnu- bílstjórar. Það er kannski ekki furða þar sem lítrinn af dísil- olíu hefur hækkað um heilar 63 krónur frá því í júní í fyrra. Þann 23. júní 2007 var verðið 129,30 krónur lítrinn en er nú kominn uppí 192,30 krónur. Það eru þess vegna ekki bjartir tímar fram undan hjá atvinnubílstjórum en það virðist ekkert lát vera á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. BruðLið Búið hjá Bönkunum Það blæs ekki byrlega um bankastarfs- menn þessa dag- ana. Glitnir hef- ur þurft að grípa til fjöldaupp- sagna á síðustu mánuðum. Í apríl sagði bankinn upp tutt- ugu og þremur starfsmönn- um sínum og í maí fengu aðrir sextíu og fimm starfsmenn uppsagnarbréf. Eftir gegndarlaust ofurlaunabruðl æðstu stjórnenda bankanna síðustu ár hafa menn nú brugðist við og skorið niður. Bankastarfsmenn geta því ekki átt von á tugmilljóna starfslokasamningum á næst- unni, líkt og viðgengist hefur. Dregur saman hjá iðnaðarmönnum Á sama tíma og hægist mjög á nýbyggingum og viðskipt- um með fasteignir, hefur það áhrif á aðra iðnaðarmenn. Óneitanlega dregst saman hjá pípurum, rafvirkjum og múr- urum þegar hægist á. Samdrátturinn í stéttinni er vel merkj- anlegur, því samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur einnig dregið mikið úr því að erlendir starfsmenn ráði sig til starfa í greinunum og að sama skapi hafa erlendir starfsmenn horfið á brott úr þessum störfum í meira mæli en áður. Um það bil fjórðungur allra sem skráðu sig úr landinu hjá Vinnumálastofnun á þessu ári starfaði í þessum greinum hér á landi. ískaLDur Byggingariðnaður Fasteignasalar eru ekki eina starfsstéttin sem finnur fyrir sam- drætti á fasteignamarkaði. Húsasmiðir og byggingaverktak- ar finna mjög vel fyrir kreppunni. Margir byggingaverktakar sitja uppi með óseldar eignir fyrir hundruð milljóna króna. Á meðan eru lánin fyrir framkvæmdunum ógreidd og staða þeirra verður afar erfið. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur Vinnumálastofnun gefið út 1.200 vottorð fyrir erlent starfsfólk sem er á leið af landi brott. Vottorðin eru gefin út til að fólkið eigi rétt á atvinnuleysisbótum fyrst um sinn í heimalandinu og eru langflestir erlendir ríkisborgarar sem þiggja slík vottorð. Langflestir þeirra sem fóru úr landi er ófaglært starfsfók og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru starfsmenn í byggingariðnaði ríflega helmingur þeirra sem farið hafa af landi brott. Til samanburðar voru gefin út jafnmörg vottorð af þessu tagi allt seinasta ár og það sem af er þessu ári eru útgefnu vottorðin þegar orðin tvöfalt fleiri heldur en allt árið 2006. Heildarfjöldi erlendra starfsmanna hér á landi hefur jafnframt dregist saman hér á landi. Á árunum 2005 og 2006 voru um það bil helmingur allra erlendra starfsmanna, sem komu til landsins í byggingariðnaði. Á síðasta ári lækkaði þetta hlutfall niður í 40 prósent og það sem af er ári er það um 35 prósent. á júganDi niðurLeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.