Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 14
föstudagur 27. júní 200814 Helgarblað DV ?ER STARFIÐ ÞITT KREPPUHELT Ástandið í efnahagsmálum hefur ólík áhrif á sjómenn, eftir því hvernig skipum þeir vinna á. Veiking krónunnar gerir það að verkum að laun þeirra sem eru á frystitogurum hækka í krón- um talið miðað við gengi. Fiskurinn er seldur á erlenda markaði í erlendri mynt þannig að kjör þeirra eru frekar stöðug. Hins vegar eykst rekstrarkostnaður út- gerðarinnar vegna hækkandi olíu- verðs. Þeir sem eru í smábátaútgerð og þau skip sem landa fyrir frystihúsin á Íslandi eru í erfiðari stöðu. Þar hefur hækk- andi olíuverð mikil áhrif. Verð fisksins í landinu er ákvarðað af úrskurðarnefnd sjó- manna og útvegsmanna og sú nefnd kemur saman tvisvar á ári. Verðfall krónunnar seinustu mánuði hefur þess vegna komið illa við þessa sjómenn. Nýlegur kvótanið- urskurður kemur einnig mjög illa við þessar útgerðir. Seinustu vikur og mánuði hefur skipum verið lagt og starfsöryggi þess vegna ekki öruggt. SkrifStofuleikir hjá faSteignaSölum Tilraunir til þess að glæða fasteignamarkaðinn lífi hafa engum árangri skilað og ein blómlegasta atvinnugrein síðustu ára er sem stendur undir þykku lagi af ís. Enn er ófyrirséð hvort afnám stimpilgjalda af fyrstu íbúðarkaupum og sífelldar tilraunir til þess að tala fasteignaverð niður muni bera árangur. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var 33 kaupsamningum þinglýst á öllu landinu dagana 13. - 19. júní. Til saman- burðar var 213 kaupsamningum þinglýst á sama tíma í fyrra. Um það bil 140 fast- eignasölur eru með aðild að Félagi fasteignasala og samkvæmt þessum upplýsing- um er hægt að áætla að fjórða hver fasteignasala hafi náð að selja eign á tímabilinu. Þrátt fyrir að verð á áfengi og tóbaki hafi hækkað stöðugt frá ársbyrjun eru engin merki um minnkandi verslun. Frá því í janúar og fram í júní hefur vísitala neysluverðs á áfengi hækkað úr 100 og upp í 105,1. Ef tekið er mið af janúar og febrúar sést að á milli ára er salan sífellt að aukast. Árið 2006 var heildarvelta áfeng- isverslana í þessum tveim- ur mánuðum 2.334 milljónir króna. 2007 var veltan svo orðin 2.568 milljónir og í janúar og febrúar 2008 var hún 2.775 milljónir króna. Krepputal og minnkandi væntingar neytenda hafa því ekki leitt til þess að landsmenn dragi af sér í áfengisneyslu. Barþjónar örvænta ekki Efnahagsástandið hefur lítil áhrif á starfsmenn skólanna í landinu. Kennarar, skólastjórar, leiðbeinend- ur, skólaráðgjafar og aðrir þeir er vinna í skólum landsins eiga það ekki á hættu að missa vinnuna sína. Í góðærinu varð þessi stétt að mati marga eftir í launaþróuninni en nú eru horfurnar betri. Kjarasamningur grunnskóla- kennara er í gildi þar til 31. maí á næsta ári. Í byrjun þessa mánaðar hækkuðu laun kennara um 25 þús- und krónur á mánuði og við upphaf næsta skólaárs bætast níu þúsund krónur inn í launatöfluna. Þann fyrsta október hækka síðan öll starfsheiti um einn launaflokk. Starfsmenn skólakerfisins búa við mikið starfsöryggi, þeir þurfa því ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni ólíkt fólki úr mörgum öðrum starfsstéttum. rándýrt að halda tónleika Góðæri síðustu ára hefur fært Íslendingum hvern stórtónlistar- manninn á fætur öðrum, sem komið hafa hingað til lands til þess að halda tónleika. Innflutningur á tónlistarmönnum hefur ávallt verið áhættusöm starfsgrein, en með óhagstæðu gengi krónunnar hafa tónleikahaldarar ríka ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Gengið gerir það að verkum að dýrara er að flytja tónlistarmennina hingað til lands, sem skilar sér til neytenda í hærra miðaverði. Þannig hefur miðaverð á tónleika rokið upp á seinustu árum, því áætlað var að tónleikar Bob Dylans hér á landi hafi kostað um það bil 40 milljónir króna. Það þarf allt að ganga upp svo ekki fari illa hjá tónleikahöldurum. kennarar koma úr kuldanum Árangurslausum fjárnámum hjá einstaklingum fjölgaði á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Frá janúar til apríl voru gerð 2.070 árang- urslaus fjárnám, en á sama tímabili í fyrra voru ár- angurslausu fjárnámin 1.956 talsins. Árangurs- lausum fjárnámum á lögaðila fækkaði hins vegar líttillega á milli ára, 868 í 768 á þessu ári. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa alls 63 einstakl- ingar verið teknir til gjald- þrotaskipta, en 62 einstaklingar á sama tímabili í fyrra. Gjaldþrotum lögaðila fækkaði hins vegar á milli ára úr 237 á seinasta ári niður í 223 á þessu ári. gjaldþrotum fjölgar ekki erfiðara fyrir einyrkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.