Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 20
föstudagur 27. júní 200820 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Aðkoma ríkisins að strætó er aðeins sú að það rukkar 350 milljónir króna í virðisaukaskatt. Ríkið er háð bensíni Leiðari Íslenska ríkið vinnur gegn okkur almenningi í mesta hags-munamáli síðari tíma í umhverfis- og efnahagsmálum. Bensín er vont fyrir loftið, vont fyrir fjárhaginn og vont fyrir umhverfið sem við búum í. Loftmengun í Reykjavík fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. Helsta hávaðamengunin í borginni kemur frá umferðinni. Mesta sjónmengunin í borg- inni er vegna umferðarmannvirkja. Umferðarmannvirkin eru mesti kostnaður yfirvalda. Við sjáum fram á tugmilljarða króna fjárfestingar, sem munu gera borgina ljótari. Stokkur í mið- bænum, mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og brú yfir sundin. Að auki er bensín og rekstur bifreiðar vaxandi liður í útgjöldum fólks. Rekstrarkostnaður á bíl, sem er tveggja millj- óna króna virði, er tæplega milljón á ári. Bæði einstaklingar og heild líða fyrir bíla og bensín. Tveir innlendir aðilar græða hins vegar á bensínnotkun okk- ar. Það eru olíufélögin og íslenska ríkið. Í einhverjum tilfellum fer þetta saman. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er til dæmis stjórnarformaður í olíufyrirtækinu N1. Ríkið hefur samanlagt tæplega 30 milljarða króna í tekjur ár- lega af umferð og farartækjum. Þetta fæst í gegnum fjölda gjalda: Þungaskatt, bifreiðagjöld, vörugjald af innfluttum far- artækjum, olíugjald, vörugjald af bensíni og loks „sérstakt“ vörugjald af bensíni. Tekjur ríkisins af þessum liðum í eitt og hálft ár duga fyrir því að koma upp jarðlestakerfi á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Rekstrarkostn- aður af strætisvagnakerfinu er aftur á móti einn tíundi af tekj- um ríkisins af umferðinni. Þetta má ekki misskiljast þannig að ríkið styrki almenningssamgöngur. Það gerir ríkið ekki. Að- koma ríkisins að strætó er aðeins sú að það rukkar 350 millj- ónir króna í virðisaukaskatt. Það jafngildir helmingi af tekjum strætós fyrir fargjöld á hverju ári. Ríkið vill ekki gera þetta, það er bara háð bensíni og hegðar sér eins og fíkill. Fyrir kosningar 2007 lofaði Samfylkingin að gera eftirfarandi: „Beita hagrænum hvötum og öðrum áhrifaríkum aðferðum til að minnka notkun mengandi eldsneytis í samgöngum.“ Loforð Sjálfstæðisflokksins eru sams konar, en full af fyrirvör- um: „Sjálfstæðisflokkurinn vill að efnahagslegir hvatar verði notaðir í ríkari mæli til að ýta undir almenna notkun vistvænna ökutækja.“ Og: „Sjálfstæðisflokkurinn vill að skoðaðar verði leiðir til að efla almenningssamgöngur í samstarfi við sveitar- félögin.“ Það er ekki nóg að ívilna metanbílum og rafmagnsbílum. Slíkar aðgerðir eru ágætar en fyrst og fremst táknrænar. Ríkið finnur ekki fyrir þeim. Aðeins ein leið er best og áhrifamest. Það er almenningssamgöngur. En ríkinu er sama um þær. Það elskar einkabílinn, tilbera sinn. DómstóLL götunnar Hvernig finnst þér Íslendingar fara með dýr? „Yfirhöfuð held ég að fólk fari vel með dýrin, kannski eitt og eitt tilfelli um annað.“ Fanney Björk Frostadóttir, 27 ára nemi „Bara ágætlega, þótt ég hafi ekki mikið vit á þeim málum.“ Anna Kolbeinsdóttir, 25 ára nemi „Ég veit það ekki, held að íslendingar fari almennt bara vel með dýrin.“ Pétur Hugus, 46 ára sjúkraliði „Bara ágætlega, þrátt fyrir einn hund.“ Sverrir Gíslason, 50 ára rafeindavirki sanDkorn n Starfsmenn Ríkissaksókn- ara hafa nú fengið í hendur skýrslu Lögreglunnar á Sel- fossi um mál séra Gunn- ars Björns- sonar, sókn- arprests á Selfossi. Séra Gunnar hefur sem kunnugt er verið sakað- ur um blygðunarsemisbrot þó allavega sum meint fórnar- lömb telji að brotin séu alvar- legri en svo. Nú er þá allavega runninn upp sá tími þegar starfsmenn ríkissaksóknara- embættisins yfirfara mála- vöxtu og ákveða hvort séra Gunnar skuli ákærður og þá fyrir hversu alvarleg brot. Tíð- inda ætti því að vera að vænta á næstunni af framvindu máls- ins. n Þingmenn gera, alla vega sumir hverjir, fleira en að sleikja sólina þessa dagana þrátt fyrir að Alþingi sé komið í sitt árvissa og langvinna sumarfrí. Þannig er Íslandsdeild Evrópu- ráðsþings- ins lögst í ferðalög. Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ellert B. Schram, Steingrímur J. Sig- fússon og Kristinn H. Gunn- arsson hafa varið vikunni í Strasbourg þar sem Evrópu- ráðsþingið hefur fundað. Þar hafa þau rætt lýðræði í Evrópu og stöðu mála í Kína. n Evrópumótið í fótbolta á hug og hjörtu margra landsmanna þessa dagana. Þingmenn eru margir hverjir engin undan- tekning og hafa sumir þeirra fundið sig knúna til að blogga um leikina. Þannig greinir Val- gerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins, frá því að hún hafi fylgst með leik Þjóðverja og Tyrkja og fagnað mjög í leikslok - enda sjálf stödd í Þýskalandi þar sem hún bjó um tíma á sínum yngri árum. Árni Þór Sig- urðsson, þingmaður Vinstri- grænna, er ekki síður áhuga- samur um mótið, þó á Íslandi sé, hann var á nálum þegar hann fylgdist með tveimur uppáhaldsliðunum sínum, Rússum og Hollendingum, í undanúrslitum. Svarthöfða hefur ekki verið svefnsamt undanfarið enda kýrskýrt að allt er að fara til andskotans. Krónan fellur oftar en ofvirkur alkóhólisti og eldsneyt- isverð setur ný verðmet nánast daglega. Svarthöfði hefur haft það ósköp notalegt í þenslunni en er nú mjög uggandi um eigin hag og annarra. Enda er enginn eyland og þegar fjarar undan einu okkar veit maður aldrei hver er næstur. Hannes Smárason missti mída- sartötsið fyrstur og loftið sem hann snerti hætti að breytast í gull og FL-Group-bréfin urðu eins og hver önnur deCODE-bréf. Tískumóg- úll hér í bæ hefur lokað sjoppunni og sett upp svuntu og afgreiðir nú brauðristar og mótatimbur í BYKO. Þannig að engan þarf að undra að Svarthöfði óttist um eigin hag. Týndur í þoku verðbólgu, gengisfalls og eldsneytis-verðs reytti Svarthöfði hár sitt eins og sturlaður maður í guðlausum heimi. Svarthöfði hafði gleymt því að bænin er síðasta athvarf skúrksins og Guð svarar öllum sem til hans leita í einlægni. Svarthöfði gleymdi því í trylltum dansi í kringum útrásargullkálfana að Guð býr í garðslöngunni, gadda- vírnum, gjaldheimtunni, gúmmí- inu, galeiðunni og gengishruni. Allt lýtur guðlegri forsjá og það er því engin tilviljun að krónan sé á leið- inni til helvítis á meðan bensín- verðið teygir sig til himna. Sá skeleggi eldklerkur Gunnar í Krossinum vakti Svarthöfða af martraðardagdraumum um vítisvist sína í kreppunni með skar- pri markaðsgreiningu í DV í gær. „Auður heimsins safnast til þess landsvæðis sem aldingarðurinn var í upphafi. Þetta held ég að sé guðleg ábending til allra um að gæta sín og gera sig klára,“ sagði Gunnar um bensínverðið. „Við eigum að hafa það í huga að það er einn sem öllu stýrir og stjórnar. Atburðarásin er fyrirsögð og þetta er hluti af henni. Hækkandi bensínverð kemur mér ekki á óvart. Auður er vald og valdið er flutt á þennan stað og það verður notað gegn hinum vestræna manni. Menn skyldu gæta sín. Það er tími til kominn að skoða stöðu sína. Maður spyr sjálfan sig þegar þessar fjármálahremmingar eru um all- an heim og enginn ræður við neitt hvort þetta sé þetta lokahrun sem við eigum von á eða hvort við fáum einhvern frest. Kannski Geir H. Haarde komi því til leiðar.“ Auðvitað er Guð prímus-mótorinn í þessu eins og öllu öðru. Guð er auðvitað í Kauphöllinni, NASDAQ og öllu þessu dóti, rétt eins og í gaddavírn- um og garðslöngunni. Guð er með spákupmönnunum í braskinu og ef til vill er þetta rétt hjá Gunnari. Að hann sé að leggja drög að efsta degi með því að dæla hverjum einasta vestræna aur til arabalanda. Svart- höfði hefur þó meiri trú á algóðu almættinu en svo að hann óttist heimsenda í kjölfar kreppunnar. Nú hefur Guð tekið fargið af herðum Svarthöfða sem felur sig og framtíð sína forsjá Guðs. Og það er ekkert að óttast. Sé Guð braskari og að störfum í Kauphöllinni rétt eins og í hjörtum Svarthöfða og spákaup- mannanna þá veit hann auðvitað að heimsendir er vonlaus bisniss. Brölt sem enginn græðir á. Þessi él mun birta upp um síð-ir. Þegar Guð telur sig hafa veitt okkur hóflega áminn- ingu fyrir gullkálfadýrkun síðustu ára. Verst bara að sennilega verða Íslendingar neðstir á upprisulista Guðs og jafnvel þótt Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún myndu kasta hrok- anum strax í dag, krjúpa á kné og biðja Guð um hjálp þá er Svarthöfði nú hræddur um að syndaregistur þeirra sé nú þegar orðið það langt að Íslendingar fái að dúsa allra þjóða lengst í hreinsunareldinum sem þau skötuhjú blása stöðugt lífi í með dyggri aðstoð höfðingjans í Svörtu Loftum. Braskarinn Guð svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.