Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 22
föstudagur 27. júní 200822 Menning DV Gyrðir þýðir Nýlega var gefin út bókin Flautuleikur álengdar sem er safn þýddra ljóða eftir sam- tímahöfunda frá Evrópu og Norður-Ameríku. Ljóðaþýð- andi er Gyrðir Elíasson. Mörg þessara skálda eru þekkt og við- urkennd, bæði í heimalönd- um sínum og utan þeirra, en fæst þeirra hafa þó ver- ið þýdd á ís- lensku áður. Af þeim sem eiga ljóð í safn- inu má nefna Michael Ondaatje og Anne Carson frá Kanada, Kenneth Rexroth, Bill Holm og Annie Dillard frá Bandaríkjun- um, Norman MacCaig, Patrick Kavanagh og R.S. Thomas frá Bretlandseyjum, Tékkann Jirí Wolker og utan af jaðri Evrópu hljómar rödd hins tyrkneska Nazims Hikmet. Tímamót hjá Samtökunum ´78: Afmæli og ný lög Tímamót er hjá Samtökunum ´78 en þau fagna þrjátíu ára afmæli sínu á þessu ári og bjóða til veislu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, í kvöld klukkan níu. Á morgun er alþjóðlegur bar- áttudagur hinsegin fólks. Félagar í samtökunum hafa góða ástæðu til að fagna deginum því lög um að prestar og forstöðumenn trúfélaga fái rétt til þess að gefa saman pör í staðfesta samvist taka einnig gildi í dag. Á hátíðinni verður stanslaust stuð, líkt og Páll Óskar nefndi í einu lagi sínu. Meðal þeirra sem koma fram eru Rasmus Rasmussen og Líggjan Ólsen en þeir eru meðal virtustu popptónlistamanna í Fær- eyjum. Einnig munu Friðrik Ómar, Eva María og Haffi Haff mæta á svæðið. Mannréttindaverðlaun Samtak- anna ´78 verða veitt í annað skiptið. Með þeim verðlaunum vill félagið heiðra einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir fyrir fram- lag í þágu mannréttinda og jafn- réttis. Margt hefur áunnist á þess- um þremur áratugum sem liðnir eru frá stofnun félagsins og marg- ir lagt sína vinnu í það sem félag- ið hefur í dag. Með því vill félagið bjóða landsmenn alla hjartanlega velkomna í afmælið og aðgangur- inn ókeypis. Annika snýr aftur Lífstíð er sjöunda sjálfstæða sagan um Anniku Bengtzon. Þýðandi bókarinnar er Anna R. Ingólfsdóttir. Þegar David Lindholm, færasti lög- reglumaður Svíþjóðar, finnst myrtur í rúmi sínu fellur grun- ur á Júlíu eiginkonu hans. Júlía á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek um morðið. Fjög- urra ára sonur þeirra er horfinn sporlaust og er Júlía sterklega grunuð um að hafa myrt hann líka. Blaðamaðurinn Annika Bengtzon rannsakar málið á sama tíma og hún sjálf liggur undir grun um að hafa kveikt í húsinu sínu. Heimur hennar hrynur meðan hún kafar sífellt dýpra í ofbeldisfulla og myrka fortíð hins myrta. Sandárbókin komin í kilju Sandárbókin eftir Gyrðir Elíasson er nú fáanleg í kilju en kom upphaflega fyrir síðustu jól. Bókin fjallar um fráskilinn málara sem sest að í hjólhýsa- byggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýms- um skakka- föllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkenni- legu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum. Gyrðir Elíasson er af mörgum talinn vera einn listfengasti rit- höfundur þjóðarinnar og hefur sent frá sér fjölda bóka á síð- ustu árum. „Ég er nánast fæddur á lúðra- sveitaræfingu,“ segir Ari Bragi eftir að hann og blaðamaður hafa fund- ið sér sæti á efri hæð Priksins og fengið sér sopa af ilmandi kaffinu. „Það lá nokkuð beint við þar sem bæði pabbi og föðurbróðir minn eru trompetleikarar. Það eina sem er spilað í fjölskylduboðum og svo- leiðis er trompetmúsík. Ég þoldi hana ekki þegar ég var lítill og ætl- aði því aldrei að verða trompetleik- ari. En þegar maður prófaði þetta varð bara ekki aftur snúið.“ Óhætt er að segja að hljómsveit- arferill Ara hafi byrjað snemma. „Þegar ég var sjö ára fór ég í fyrsta sinn til útlanda með lúðrasveit þar sem ég spilaði á slagverk, kúabjöll- ur og svoleiðis. Og strax þarna var ég farinn að fikta við að lesa nót- ur,“ segir Ari en þess má geta að all- ir hinir krakkarnir í hljómsveitinni voru tíu árum eldri. Forsetaviðurkenning egóbúst Eins og venjan er í tónlistarnámi byrjaði Ari að læra á blokkflautu en færði sig fljótlega yfir í klarinett og svo túbu. „Þegar ég var níu eða tíu ára fékk ég heiðursviðurkenning- una Hvatningarverðlaun til ungra Íslendinga, sem forseti Íslands af- henti, því mér hafði gengið svo vel í tónlistarnáminu. Það var svolít- ið egóbúst. Ég ætlaði alltaf bara að vera í fótbolta eða handbolta, sá framtíðina í því. En þarna má segja að það fari að breytast.“ Móðir Ara spilar ekki á hljóðfæri Menning Hann er yngsti Íslendingurinn sem útskrifast hefur úr FÍH. Hann fór í fyrsta sinn til út- landa með lúðra- sveit aðeins sjö ára. Hann er nýkominn inn í einn virtasta listaháskóla Banda- ríkjanna. Og Bubbi Morthens kallaði hann á dögunum einn besta trompet- leikara þjóðarinn- ar. Blaðamaður DV spjallaði við tromp- etundrið Ara Braga Kárason á Prikinu á dögunum. Ari Bragi Kárason „Þegar ég var níu eða tíu ára fékk ég heiðursviðurkenninguna Hvatningarverðlaun til ungra íslendinga, sem forseti íslands afhenti, því mér hafði gengið svo vel í tónlistarnáminu. Það var svolítið egóbúst. Ég ætlaði alltaf bara að vera í fótbolta eða handbolta, sá framtíðina í því. En þarna má segja að það fari að breytast.“ Veisla Ný lög í dag geta samkyn- hneigðir fengið staðfesta samvist. Trompet- leikari á leið á toppinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.