Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 32
föstudagur 27. júní 200832 Helgarblað DV
Sumar myndir koma manni í gott Skap
Þótt sumarið sé ekki beint tíminn til að leggjast í sjónvarpsgláp eru alltaf nokkrar myndir sem koma
manni í sumarfílinginn. dv tók saman íslenskar myndir sem ættu að koma flestum í gott skap.
veggfóður var eins konar tímamótamynd.
táningar flykktust á myndina sumarið
1992. Það var enginn jafnheitur og baltasar
kormákur á þeim tíma. Hann átti heiminn
sem hinn dullarfulli lass, sem var
einstaklega fámáll en aðlaðandi. steinn
ármann magnússon lék óþokkann og
klisjuna sveppa, sem tíndi sveppi á
umferðareyjum og safnaði myndum af
öllum stelpunum sem hann hafði tælt.
dóra takefusa lék andreu sem tældi til sín
karlmenn á meðan ingibjörg stefánsdóttir
lék hina saklausu sól, söngkonuna sem
þráði að meika það. Hljómsveitin pís of
keik lék stóran part í myndinni sjálfri. júlíus
kemp var meðlimur í sveitinni ásamt
ingibjörgu stefáns, og mána svavarssyni.
einmana og vinafár drengur tekur málin í sínar
hendur og teiknar sér vin. vinurinn pappírs pési
vaknar til lífsins og upphefst þá mikið ævintýri.
pappírs pési aðstoðar drenginn við að eignast vini
og kennir honum góð lífsgildi. pappírs pési lendir í
miklum háska þegar hann festist á milli dagblaða
og endar í ruslinu. taka vinirnir sig þá saman og
leggast á eitt við að bjarga honum. pappírs pési er
barnakvikmynd byggð á skáldsögu Herdísar
egilsdóttur og leikstýrt af ara kristinssyni. myndin
var send í forval óskarsins árið 1991.
sá sem ekki kemst í gott skap við að horfa á með á allt á hreinu er
annaðhvort gerður úr stáli eða er finnskur í aðra ættina. Þessi
mynd stuðmanna, sem ágúst guðmundsson leikstýrði, hefur
þann eiginleika að geta skemmt landsmönnum jafnmikið í dag og
þegar hún var frumsýnd fyrir meira en aldarfjórðungi. marga
ódauðlega „one linera“, til að mynda „Það verður engin helvítis
rúta, það verður langferðabíll!“ atriðið þar sem eggert Þorleifsson
bregður sér í hlutverk miðils er svo á meðal fyndnustu atriða
íslenskrar kvikmyndasögu.
Það geta eflaust flestir sem hafa séð þessa mynd verið sammála um það að hér er á
ferðinni ein fyndnasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið. myndin var
frumsýnd árið 2000 og fjallar um tóta, hina týpísku íslensku fótboltabullu sem er
alltaf á leiðinni að meika það. einn daginn fær tóti þá frábæru viðskiptahugmynd
að byrja innflutning á ópal-sígarettum frá búlgaríu en allt gengur á afturfótunum í
þeim málunum. meðal leikara í myndinni eru Þórhallur sverrisson sem leikur tóta,
jón gnarr, laufey brá og Hafdís Huld. eftirminnileg setning úr myndinni er þegar
jón gnarr hreytir út úr sér: „konan mín er sko engin hóra!“
dalalíf frá árinu 1984 fjallar um þá
félaga Þór og danna sem þeir karl
ágúst og eggert Þorleifsson léku og
hvernig þeim tekst að reka sveitabæ
meðan bóndi nokkur skellir sér í
sumarfrí til svíþjóðar. Þeir fá vinnuna
út á það að sannfæra bóndann um að
þeir séu algjörir snillingar þegar kemur
að búskap en annað kemur þó í ljós.
við fylgjumst með þeim félögum
reyna með ótrúlegum og vægast sagt
skoplegum hætti að hafa hemil á
málunum í sveitinni á sama tíma og
þeir fá góða viðskiptahugmynd til að
græða nú örlítið á blessuðum
búskapnum. einstaklega fyndið er
þegar þeir ákveða að viðra aðeins
hænurnar og hleypa þeim út og þegar
þeim finnst sniðugra að sprauta bara
lit á rollurnar til að merkja þær í stað
þess að gata í eyru þeirra.
allar stúlkurnar sem elskuðu bókina keyptu sér miða í forsölu á
dís. álfrún örnólfsdóttir fékk það veigamikla hlutverk að vekja til
lífs hina yndislegu dís úr samnefndri skáldsögu eftir silju Hauks,
oddnýju sturludóttur og birnu önnu björnsdóttur. sagan gerist
sumarið 2000 þar sem dís leikur á als oddi, vinnur á Hótel borg og
djammar á kaffibarnum. dís sagði sögu reykvískra stúlkna á
þessum tíma. Það var silja Hauksdóttir, einn af höfundum
bókarinnar, sem leikstýrði kvikmyndinni. allar helstu leikkonur
landsins koma fram í þessari sannkölluðu stelpumynd.