Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 27. júní 200836 Helgarblað DV „Skemmtilegasti tíminn í lífi mínu var þegar ég var ritari Davíðs. Ég hlakkaði alltaf verulega til að mæta í vinnuna. Það var aldrei lognmolla, alltaf mikið að gera og alltaf gleði,“ segir María Bjarnadóttir, fyrrverandi einkaritari Davíðs Oddssonar. María var ritari hans megnið af þeim tíma sem Davíð var borgarstjóri í Reykja- vík á árunum 1982 til 1991. Hún hóf störf á borgarskrifstofunum árið 1972 og varð svo einkaritari borg- arstjóra í tíð Davíðs, og hélt áfram störfum allt þar til Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í stól borgarstjóra árið 1994. María var því einkaritari hjá þremur borgarstjórum - hinir tveir voru Markús Örn Antonsson og Árni Sigfússon. María starfar núna sem sauð- fjárbóndi og ráðskona á bænum Hrafnabjörgum í Laugardal við Ísa- fjarðardjúp, nánar tiltekið á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Hún flutti þangað í kjölfar fráfalls sam- býlismanns síns fyrir nokkrum árum, en á eftir verður vikið nán- ar að dvölinni í sveitinni og þeim boðaföllum sem María hefur upp- lifað um ævina. Tíminn á Hrafnabjörgum hef- ur verið afar ánægjulegur að sögn Maríu, en samstarfið með Davíð mun þó aldrei líða henni úr minni. „Þetta var svo skemmtilegur tími að mér fannst ég hreinlega vera á vernduðum vinnustað. Davíð var frábær yfirmaður og gaf sér alltaf tíma til að sýna bílstjóranum sínum og ritara vináttu.“ Sinnaðist aldrei við Davíð Davíð verður seint sagður skap- laus maður. María segir þó aldrei hafa kastast í kekki á milli þeirra. „Nei, aldrei nokkurn tímann. Ég man eftir einu skipti þar sem ég virkilega brást þegar Davíð var á leiðinni á fund með sjálfstæðisfé- laginu í Mosfellsbæ. Eitthvað gerð- ist sem varð til þess að ég náði ekki ræðunni hans út úr tölvunni. Ég fór næstum því að skæla af því að mér fannst þetta svo leiðinlegt. Hann haggaðist hins vegar ekki, ekki frek- ar en í önnur skipti.“ Þegar Davíð varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra á vormánuð- um 1991 tók Markús Örn Antons- son við sem borgarstjóri. Hann sat í embættinu til 1994 þegar Árni Sig- fússon tók við í skamman tíma, eða frá mars fram í júní sama ár. María segir tímann með þessum tveim- ur eftirmönnum Davíðs hafa ver- ið þægilegan, en ekki jafnskemmti- legan. „Það var meiri lognmolla yfir tímabilunum með Markúsi og Árna, það var ekki jafnfjörugt,“ seg- ir María. „Árni til að mynda er allt, allt öðruvísi en Davíð. Hann er ... ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því - kannski blíðari. Davíð er nefnilega hörkupólitíkus og veit nákvæmlega hvaða ákvarðanir hann er að taka. Og hann tekur þær alltaf réttar.“ Davíð og Ingibjörg lík Af þessum þremur borgarstjór- um sem María vann með hefur Davíð náð langlengst á framabraut stjórnmálanna. Ekki stendur á svari þegar María er spurð hvers vegna hún telji að svo sé. „Það er kraftur- inn og skynsemin sem hann hef- ur, og að kunna að vinna með þetta tvennt. Ég held að Ingibjörg Sólrún sé líka með þessa eiginleika, enda finnst mér þau vera afskaplega lík.“ Skrifstofa borgarstjóra var lengst af í Apótekshúsinu á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis, áður en hún færðist yfir í Ráðhúsið þegar það var vígt. María hefði gjarnan viljað fylgja Davíð þegar hann fór úr borgarmálunum í Stjórnarráðið. „Það kom til tals, en af því að ég var búin að vinna það lengi hjá borginni hefði það komið illa út varðandi lífeyrissjóðsmál. Það var líka gott eftir á að hyggja því mað- urinn minn dó nokkru seinna og þá lenti ég í vandræðum með áfengi. Ég var í kjölfarið færð til í starfi og fór að vinna á fræðslumiðstöð. Ég fann mig hins vegar aldrei þar og var þeirri stundu fegnust þegar ég hætti þar,“ segir María. Í kjölfarið fór hún að vinna á lögmannsstofu í Reykjavík, þar sem hún starfaði þar til hún fluttist vestur fyrir rúmum þremur árum. Fegin að vera ekki lengur í borgarmálunum María vill fyrir alla muni að því sé haldið til haga að Davíð Oddsson hafi verið afar víðsýnn. „Þegar Davíð var borgarstjóri voru nánustu samstarfsmenn hans alþýðubandalagsmaðurinn Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórn- ar, og Björn Friðfinnsson sem var krati. Þetta sýnir hvað hann var víð- sýnn. Hann valdi hæfileika og kar- aktera, mat hæfileika manna meira en skoðanir þeirra,“ segir María um fyrrum yfirmann sinn. En hvar stendur þú í pólitík? Ertu sjálfstæðiskona? „Ég hef verið það í gegnum tíðina. En ég hef verið tví- stígandi frá því Davíð fór. Ég er ekki alveg viss um þessa forystu í Sjálf- stæðisflokknum núna. Og ég bara þakka mínum sæla með að vera ekki í borgarmálunum lengur. Þetta hef- ur ekki verið skemmtilegur tími fyrir þann ritara sem er þarna núna. En Óli F. [Magnússon borgarstjóri] er mjög góður vinur minn, og þetta er fínn maður.“ Eftir að hafa unnið með öllum þessum karlkyns borgarstjórum í gegnum árin, hefðirðu ekki viljað prófa að vinna með kvenkyns borg- arstjóra eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur? „Ég held að Ingibjörg Sólrún hefði átt erfitt með að vinna með einkaritara Davíðs Oddssonar,“ segir María. „Ég held að það hefði aldrei getað skapast trúnaður á milli okkar. En ég dáist að henni. Og eins og ég sagði, það er margt líkt með þeim.“ Alin upp af konum María er fædd í Stykkishólmi árið 1951. Hún var eina barn for- eldra sinna, þeirra Guðrúnar Kristj- önu Guðmundsdóttur kennara og Bjarna Jónassonar, sem lengi átti og rak Söluturninn sem nú stendur í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Föður sínum kynntist María aldrei því hann svipti sig lífi þegar hún var tæplega þriggja ára. „Ég er alin upp á afskaplega skrítnu heimili. Þar var langamma, amma, mamma og móðursystir mín. En enginn kall,“ segir María og leggur áherslu á síðasta orðið. Hún segir það hafa verið yndislegt að al- ast upp í Hólminum. „Ég varð þó fyrir smá einelti því móðir mín var kennari. Og af því að ég var frekar dugleg í skóla varð ég fyrir smá að- kasti.“ Þegar María var sexán ára fluttist hún með móður sinni og ömmu til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Verzlunarskólann. María lætur vel af Verzlóárunum. „En ég komst í gegnum Verzló án þess að kynn- ast einni einustu manneskju. Ég var nefnilega svo púkó,“ segir María og brosir í kampinn. Hvort sem hún var púkó eða ekki kynntist María þó „Það var líka gott eftir á að hyggja Því maðurinn minn dó nokkru seinna og Þá lenti ég í vandræðum með áfengi. ég var í kjölfarið færð til í starfi og fór að vinna á fræðslumiðstöð. ég fann mig hins vegar aldrei Þar og var Þeirri stundu fegnust Þegar ég hætti Þar.“ Pelagjöf María gefur einu lambinu á Hrafnabjörgum pela. Hún og sigurjón halda rúmlega hundrað rollur á bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.