Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 37
manni að nafni Kjartan Bjarnason á þessum árum. Með honum eign- aðist María fyrra barn sitt, soninn Gunnar Þór, þegar hún var á þriðja ári í Verzló. Allir sambýlismennirnir látnir María var í sambúð með Kjart- ani í nokkur ár, eða allt þar til hann lést af slysförum. Kjartan var húsa- smíðameistari, en eitt skiptið þeg- ar ekkert var að gera í þeim geira bauðst honum að fara einn túr á tog- aranum Sveini Jónssyni KE-9. Þar varð Kjartan undir blóðgunarkeri sem varð honum að aldurtila. Síð- ar kynntist María Ragnari Karlssyni. Þau gengu í hjónaband sem entist í um sex ár áður en þau skildu. Með Ragnari eignaðist María dótturina Guðrúnu Kristjönu árið 1984 en þau voru skilin þegar Guðrún fæddist. Nokkru seinna lést Ragnar í bílslysi. Á Maríu er að heyra að hún vilji lítið ræða það hvernig það sé að horfa á eftir báðum barnsfeðrum sínum yfir móðuna miklu. En hún er augljóslega stolt af börnunum sem hún eignaðist með þeim. Hún upplýsir blaðamann um að Gunnar sé nýkominn heim úr doktorsnámi í matvælaverkfræði í Bandaríkjun- um og eigi án efa bjarta framtíð fyr- ir höndum. Gunnar er einhleypur og barnlaus en Guðrún á tvö börn með eiginmanni sínum, Ágústi Að- albjörnssyni: Maríu, fjögurra ára, og Reyni, tveggja ára. Þau búa í Garða- bæ og vinnur Guðrún á leikskóla þar í bæ. Þriðji sambýlismaður Maríu var Helgi Antonsson. Hún bjó með hon- um í Reykjavík allt þar til Helgi lést eftir hetjulega baráttu við krabba- mein árið 2001. „Hann var afskap- lega fræg þjóðsagnapersóna sem vöruflutningabílstjóri,“ segir María og virðist um leið hlýna um hjarta- rætur við að hugsa til Helga. „Hann fékk lungnakrabba sem hann barð- ist við í einhver sex eða sjö ár og var inn og út af sjúkrahúsum.“ Hugs- arðu stundum til hans? „Já, sérstak- lega í dag því það eru akkúrat sjö ár síðan hann dó,“ segir María. En eins og með fráfall Kjartans og Ragn- ars er María ekki áfjáð í að ræða þá dimmu sem fylgir andláti ástvinar. Vildi gera eitthvað klikkað Eftir að hafa starfað á áðurnefndri lögmannsstofu um tíma venti María kvæði sínu heldur betur í kross fyr- ir rúmum þremur árum. „Mér datt í hug að gera eitthvað klikkað og setti auglýsingu í Bændablaðið þar sem ég óskaði eftir starfi sem ráðskonu á sveitabæ,“ segir María og hlær lágt. Sex bændur víða um landið svöruðu auglýsingunni. Þar á meðal var Sig- urjón Samúelsson, bóndi á Hrafna- björgum í Laugardal. María kveðst hafa valið hann því Sigurjón bjó á Vestfjörðum og hún hafði aldrei komið þangað. „Mér hefur ekki leiðst einn ein- asta dag hérna,“ segir María. „Þetta er auðvitað gjörsamlega ólíkt einka- ritarastarfinu. Auk ráðskonustarfa fer ég út um áttaleytið á morgn- ana þessa dagana til að gefa þrem- ur lömbum pela. Svo hef ég aðeins unnið á tölvu fyrir Sigurjón, en hér höfum við ekki netsamband þannig að ég get ekki unnið störf sem ég gæti ella unnið í gegnum tölvu- póst.“ Hlusta á vínylplötur á síðkvöldum Eini búfénaðurinn sem Sigurjón og María eru með er sauðfé; hundr- að og eitthvað rollur allt í allt sem munu líklega fjölga sér um helm- ing í haust, að sögn Maríu. „Ég gef þeim vatn yfir veturinn. En Sigurjón ber heyið í þær. Ég er ekki svo sterk að ég geti borið heilar fúlgur af því tagi.“ Sambúð Maríu og Sigurjóns, sem er um fimmtán árum eldri en María, gengur afskaplega vel að hennar sögn. „Hann er afskaplega ljúfur. En við erum ekki sambýlisfólk. Ég hef alveg mitt herbergi.“ Hefur Sigurjón alltaf búið einn eða er hann ekkill? „Veistu, nú ertu að spyrja að ein- hverju sem ég veit ekki.“ Svo mörg voru þau orð. María segir að Sigurjón sé sá Ís- lendingur sem eigi stærsta einkasafn af vínylplötum. Þær telja eitthvað á sjöunda þúsundið, sú elsta frá 1907. „Það er okkar líf og yndi að hlusta á plöturnar,“ segir María. „Hér eru ekki góð sjónvarpsskilyrði og í útvarpinu er bara hægt að hlusta á gömlu Guf- una. Tónlistarsmekkurinn minn hef- ur nú breyst ansi mikið, úr poppi og rokki yfir í Kristján Jónsson, Sigurð Skagfjörð og fleiri.“ Davíð ekki komið í heimsókn Gestkvæmt er hjá þeim Maríu og Sigurjóni. „Sem betur fer. Ann- ars gæti kannski orðið einmana- legt,“ segir María og bætir við að börnin hennar tvö og barnabörn komi í heimsókn við og við. Hún fer hins vegar sjaldan til Reykjavík- ur, að jafnaði tvisvar á ári. Þá reyn- ir hún líka yfirleitt að fara árlega í sólina á Kanaríeyjum. Davíð hefur aldrei komið í heimsókn, en María kveðst þó hafa heyrt í honum og hitt hann einstaka sinnum eftir að sam- starfi þeirra lauk. Ekki verður hjá því komist að spyrja hvernig húsbóndi Sigurjón sé samanborið við Davíð. „Þetta er tvennt ólíkt. Hérna er ég nánast eins og heima hjá mér. Hjá Davíð mætti ég í vinnunna klukkan tuttugu mínútur yfir átta og fór heim korter yfir fjögur, nema það væri einhver aukavinna. Það er því ekki hægt að bera þetta saman.“ Úrelt sem ritari Sérðu fyrir þér að Davíð, Mark- ús eða Árni hefðu getað orðið góðir bændur? „Nei. En ég hugsa að Dav- íð hefði getað orðið rosalega góður hrossabóndi af því að hann er svo sterkur persónuleiki. Hann hefði örugglega getað náð stjórn á hvaða villihesti sem væri.“ María á ekki von á því að búa á Hrafnabjörgum það sem eftir er. Sig- urjón sé líka orðinn fullorðinn mað- ur og óvíst hvað hann haldi lengi bú. „Ég er að velta vöngum hvað ég geri. Ég á ennþá mína íbúð í Reykjavík og get farið þangað þegar ég vil. En það hafa orðið svo miklar framfarir í tölvumálum og slíku að ég held að ég væri ekki fær sem ritari lengur. En ég er afskaplega góður kokkur.“ DV Helgarblað föstudagur 27. júní 2008 37 „Ég man eftir einu skipti þar sem Ég virkilega brást þegar Davíð var á leiðinni á funD með sjálfstæðisfÉ- laginu í mosfellsbæ. eitthvað gerð- ist sem varð til þess að Ég náði ekki ræðunni hans út úr tölvunni. Ég fór næstum því að skæla af því að mÉr fannst þetta svo leiðinlegt. hann haggaðist hins vegar ekki, ekki frekar en í önnur skipti.“ Með Davíð davíð Oddsson með míkrófón í hönd á opinberri samkomu í Höfða. María er lengst til vinstri. María og Árni Sigfússon „Það var meiri lognmolla yfir tímabilunum með Markúsi og Árna, það var ekki jafnfjörugt,“ segir María. Sláturgerð María og sigurjón samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum, taka slátur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.