Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 52
föstudagur 27. júní 200852 Helgarblað DV
umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is
Kaldir
KaffidryKKir
fyrir þá sem kunna að meta gott
kaffi getur verið skemmtileg
tilbreyting að fá sér kalda
kaffidrykki, þá sérstaklega þegar
vel viðrar. inni á heimasíðu
kaffitárs má finna gómsætar
uppskriftir að slíkum drykkjum.
klakakaffi
n 5 kaffiskeiðar (10 msk.) mikið
brennt kaffi.
n 1/2 lítri vatn
n 2 glös klakar
n klakar í fjögur glös
n 8 msk. kaffirjómi
hellið upp á kaffi á venjulegan
máta. að því búnu eru 2 glös af
klökum sett út í kaffið. kaffið
kólnar hratt og þynnist mjög út
svo að það verður hæfilega sterkt.
á meðan kaffið kólnar þarf að fylla
fjögur glös með klökum og hella
síðan kaffi í þau. svo er 2
matskeiðum af kaffirjóma rennt
yfir ísmolana og röri stungið í
hvert glas. og þá er drykkurinn
tilbúinn.
sumarsÆla
n 1/2 bolli heitt súkkulaði
n 1/2 bolli sterkt uppáhellt kaffi
n 1 tsk. náttúrulegt daVinci-
jarðarberjasíróp
n smá þeyttur rjómi.
n skreytt með jarðarberjum og
jafnvel súkkulaðispæni
sírópið er sett í bolla, síðan kaffið
og súkkulaðið. nauðsynlegt að
hræra aðeins í bollanum áður en
rjómanum er skellt ofan á.
einnig er gott að setja rommsíróp í
staðinn fyrir jarðarberjasírópið, og
skiptir þá drykkurinn um nafn og
nefnist Vínarvals.
kaldur gustur
n 1 bolli espressókaffi
n 2 tsk. flórsykur
n 1 tsk. daVinci-karamellusíróp
n 1 tsk. daVinci-vanillusíróp
n 1/2 bolli rjómi eða kaffirjómi
n klakar
espressókaffið lagað í mokka-
könnu eða með espressóvél. kaffið
látið kólna aðeins. kaldur rjóminn
strokkaður. nokkrir klakar settir í
hristara ásamt kaffinu, sírópinu og
flórsykrinum. hrist vel. klakar settir
í há glös og kaffinu hellt yfir. að
síðustu er rjómanum hellt varlega
yfir. skreytt með súkkulaðispæni.
& ínMatur
Hindberja-
túnfisksalat
fyrir 4-6
n 3 lárperur
n safi úr 1/2 sítrónu
n 200 g blandað salat
n 2 dósir túnfiskur í olíu
n 1 askja hindber
n 15 basilíkulauf, gróft rifin
n 4 msk. ólífuolía
n 3 msk. hindberjaedik
n 3 msk. rjómi
n 1 1/2 msk. rifinn appelsínubörkur
n 1 msk. appelsínusafi
n 1 tsk. fljótandi hunang
n salt og svartur pipar
afhýðið lárperur og fjarlægið steininn úr
með hníf, skerið í fallega báta og dreypið
sítrónusafa yfir. Þvoið salat og setjið á
fallegan disk eða fat. hellið olíu af
túnfiski og blandið honum saman við
salatið. setjið svo lárperuna varlega
saman við ásamt hindberjum og
basilíku. blandið ólífuolíu, hindberja-
ediki, rjóma, appelsínuberki, appelsínu-
safa og hunangi saman í lítilli skál og
hrærið öllu mjög vel saman. hellið
sósunni yfir salatið og kryddið með salti
og pipar. berið fram sem meðlæti eða
eitt og sér með góðu brauði. Það getur
verið tilbreyting að setja t.d. appelsínur í
salatið í stað hindberja, einnig er gott að
setja t.d. ristaðar furuhnetur eða
graskersfræ út í salatið.
Allir geta eldað
„Þetta er einföld uppskrift
sem hefur reynst mér vel og hef-
ur um langt skeið verið með-
al vinsælustu réttanna hjá okk-
ur í Tjöruhúsinu. Kosturinn við
þennan rétt er að allir ættu að
geta eldað hann, ófeimnir, og
mér er það ljúft að deila hon-
um með öðrum,“ segir Magn-
ús Hauksson, veitingamaður á
Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á
Ísafirði.
Pönnusteiktur koli
n kolaflök, eins fersk og hugsast getur.
Þeim er velt upp úr hveiti sem hefur verið
kryddað með þeim kryddtegundum sem
hendi eru næst, til dæmis fiskikryddi,
provencial, salti, pipar, sítrónupipar,
aromati eða álíka kryddi eftir smekk.
n olía er snarphituð á stórri pönnu og
flökin steikt í tvær til fjórar mínútur eftir
þykkt flakanna, með sárið niður.
Þegar fiskinum hefur verið snúið við á
pönnunni er gott að lækka hitann eða
jafnvel taka pönnuna af hellunni. Vænni
klípu af smjöri er bætt út á pönnuna
ásamt fínt saxaðri ferskri steinselju.
kreistið svo safa úr hálfri sítrónu yfir
pönnuna.
n Þegar þarna er komið sögu er lykilatriði
að dreifa lítilræði af cayenne-pipar yfir
smjörið og fiskinn í pönnunni.
n gott er að bera réttinn fram í snar-
pheitri pönnunni og þá er ágætt að setja
soðnar kartöflur og kirsuberjatómata
með í pönnuna í lokin. annað meðlæti
má vera salat eftir smekk hvers og eins.
Þessi uppskrift virkar í það minnsta jafn
vel með ýmsum öðrum feitum fiski, svo
sem steinbít, hlýra eða smálúðu. ef flökin
eru þykk þá lengist steikingin og
mikilvægt er að brenna ekki smjörið.
íslenskt smjör hefur reynst mér alveg
sérdeilis vel til steikingar og þegar rétt
hitastig er notað koma kostirnir fram, því
smjörið freyðir fallega og ilmar.
„Ég skora á Ólaf Þorkel Helgason sem næsta
matgæðing. Ólafur er afburðakokkur og lesendur
ættu ekki að verða sviknir.“M
atg
æð
ing
ur
inn
uppskrift: hanna
ingibjörg arnarsdóttir
mynd: kristinn magnússon
Vasaklútabrellan
Þvoðu alltaf nýjan litaðan vefnað sér
og ef þörf krefur, handþvoðu í nokkur
fyrstu skiptin. hvenær hefur umfram
liturinn þvegist úr? prófaðu það með
vasaklútsbrellunni. Þvoðu hvítan
vasaklút með lituðu flíkinni. ef vasa-
klúturinn er enn hvítur gefur flíkin
ekki frá sér lit.
Í BoÐi GestGJAfAns
Spörum en eldum flott eru orð Gestgjafans að
þessu sinni. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans
eru lesendum gefnar góðar hugmyndir að
ódýrum en flottum réttum.