Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 3

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 3
Aldraðir missa um 80% af aukatekjum sínum! r þeirri umræðu sem farið hefur fram undanfarið um hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins í lífeyrisgreiðslum landsmanna, skerðingum vegna annarra tekna með meiru, getur verið gott að líta til upphafsins. Varaformaður LEB, Helgi Hjálmsson, gat þess i leiðara síðasta tölublaðs að ég væri að skoða málið. Á árunum milli 1960 og 1970 fór fram mikil umræða í land- inu um lífeyrissöfnun til efri áranna. Margar greinar voru skrif- aðar í dagblöðum og margar skoðanir voru uppi. Segja má að menn hafi skipst í tvær meginfylkingar. Einum hópi hugnaðist best söfnun í lífeyrissjóði innan viðkomandi fyrirtækja og vís- uðu í það fyrirkomulag sem þá tiðkaðist í Bandaríkjunum. Sú leið sem hins vegar varð ofan á lagði grunninn að því fyrirkomu- lagi sem við búum við. TR átti að endurgreiða mönnum hluta af inngreiddum sköttum þegar starfsdegi lyki. Þessu til viðbótar áttu launafólk og atvinnurekendur að greiða ákveðið hlutfall af launum í lífeyrissjóði, sem ávaxtaðir yrðu og greiddir út í hlutfalli við fyrri tekjur. Menn ættu uppsafnaðan rétt til elliáranna, ann- ars vegar í TR og hins vegar í lifeyrissjóði. Samkomulag þessa efnis var gert milli aðila vinnumark- aðarins. Þrír einstaklingar undirrituðu það, hver fyrir hönd sinna umbjóðenda, Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, Björgvin Sigurðsson frá Vinnuveitendasambandinu og Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra fyrir hönd ríkisvaldsins, vorið 1969. Takmarkið var að grunnlífeyrir yrði aldrei minni en um 20% af almennum launum verkafólks á hverjum tíma og síðan kæmi hlutur lífeyrissjóðsins sem hátt í 60% þegar fram í sækti. í dag veit hver maður að við þetta samkomulag hefur ekki verið staðið. Úttekt Stefáns Ólafssonar prófessors leiðir í ljós að ríkið er orð- inn stærsti lífeyrisþeginn í landinu og tekur til sín milli 70 og 80% af lífeyrisgreiðslum landsmanna. TR hefur verið breytt í eins konar skattstofu sem hefur það hlutverk að jafna kjör lands- manna, ásamt skattstofunni. Það er klipið neðan af tekjum fólks, ekki ofan af eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Eftir um 10 til 15 ár verður íslenskt samfélag orðið tví- skiptara en Bandaríki Norður-Ameríku. Auðmenn með 5 millj- ónir á mánuði greiða að jafnaði milli 15-20% í skatt af tekjum sínum. Aldraður maður á eftirlaunum með 114 þús. kr. á mán- uði missir 80% af aukatekjum til ríkisins í einu eða öðru formi. Norðurlandabúar skilja ekki þetta fyrirkomulag þegar reynt er að útskýra það fýrir þeim. Þeir hafa aldrei heyrt um að þetta væri hægt að gera. Það má vera löglegt að hirða af opinberum greiðslum fólks yfir ævina, en það er hins vegar siðlaust að flestra mati. Það er krafa LEB að þessu verði breytt og aftur verði tekið mið af þeim viðmiðunum sem lagt var upp með í þessa þróun 1969. Borgþór Kjœmested, framkvxmdastjóri LEB ÍSLANDSPÓSTUR STYRKIR ÚTGÁFUNA Úr sveit í bæ Faðmur fellanna sjö er í brennidepli, og bærinn kenndur við Mosfell sem er að byggjast á einu fegursta bæjarstæði í nágrenni Reykjavikur. Mosfellingar eru umvafðir hólum, hæðum og fellum, með Esjuna í nærmynd og stutt í góðar gönguleiðir. I faðmi fellanna sjö má finna ffjósamar rætur sem hafa spunnist út f þjóðfélagið. Krafturinn í Álafossi var kveikjan að hinni frægu ullarverksmiðju Álafoss; ylvolg Varmáin hvatti til sundiðkunar svo að fýrsta sundhöll á Islandi sá dagsins ljós; Reykjabændur létu sér detta í hug að leiða heitt vatn inn í bæj- arhús, breiða yfir viðkvæman gróður, svo að fyrstu tómatarnir spruttu í íslenskri mold; og sagan ótrúlega er ævintýri líkust þegar íslenskir berklasjúklingar sneru vörn í sókn og byggðu upp fýrsta endurhæfingarsjúkrahús á Islandi. Mosfellsbær er svo ungur að árum, að sama kynslóðin getur fylgst með breytingu frá sveit yfir í bæ. Svo er einnig með eitt yngsta félagið. Geysilegur kraftur er í mörgum félagsmönnum, eins og sést hér á eftir - áhugaleikhúsið, skólaliðveislan, tón- listarlífið og fleira gæti blómstrað enn meir, ef félagið fær gott húsnæði. Umfjöllun um Mosfellsbæ sýnir enn og aftur að blaðið okkar gegnir sögulegu hlutverki. Kæru eldri Mosfellingar; gangi ykkur allt í haginn að byggja upp öflugt félag og megi bæjarfélagið bera gæfu til að styðja ykkur i því starfi. O.Sv.B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.