Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 6

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 6
Tekið ofan af Úlfarsfelli á svalbjörtum sólskinsdegi í mars 2006. Séð yfir Mosfellsbæ með Hlíðartúnshverfi í forgrunni og Lágafell með kirkjunni litlu fjær. Handan við það vinstra megin sér m.a. yfir Dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ í nábýli við leikskólana að Hlaðhömrum og Hlíð. Hægra megin standa Lönd og Asar undir vesturhluta Helgafells, en lengra kúrir bærinn Hrísbrú undir Mosfellinu. í faðmi fellanna sjö Sigurður Hreiðar er innfseddur Mosfellingur og kynnir þróun Mosfellsbæjar í faðmi fellanna sjö. Einhvers staðar segir Halldór Lax- ness frá því þegar hann var fluttur ungur drengur úr Reykjavík upp í Mosfellssveit, þar sem hann átti heima síðan. Hann getur þess að þegar hann kom á Ásana, þar sem Þingvallavegur liggur nú frá Vesturlandsvegi, og sá fjöll og fell ffamundan sér og allt um kring hafi hann spurt: „Hvur hefur mokað alla þessa hóla?“ Ef eitthvað eitt öðru fremur einkennir landslag Mosfellsbæjar er það einmitt „þessir hólar“. Kannski hefði byggðarlagið einmitt átt að fá nafnið Fellabær þegar það fékk kaupstaðarréttindi árið 1987 og mátti ekki lengur heita Mosfellssveit. Nafnið Fellabær var raunar frátekið austur á landi og er enn. Við hefðum þá bara getað boðið betur og kallað bæinn olckar Sjöfellabæ. Bæjarbúar hefðu þá orðið Sjöfellingar og hljómar í sjálfu sér ekki illa. Ef við förum réttsælis um bæinn og teljum fellin, verða þau fyrir okkur í þess- ari röð: Úlfarsfell, Lágafell, Helgafell, Reykjafell, Mosfell, Grímarsfell, Búr- fell. Fleiri hæðir mætti hafa með, þótt ekki beri þær fellsnafn: Æsustaðafjallið sem er fjall þó að það hreyki sér ekki eins hátt og frampartur þess sem heitir þó bara Helgafelí. Og hvað með Reykjaborgina með sína reisulegu kórónu, eða Hafrahlíð- ina, gneypa til suðvesturs? Allt eru þetta þægileg og kunnug kenni- leiti sem að sínu leyti ramma inn byggð í Mosfellsbæ og hafa enn fengið að halda nöfnum sínum þótt tilfærsla hafi orðið á sumum öðrum örnefnum. Það er ekki ný bóla, það hefur gerst víðar í tímans rás, og nú síðari áratugina er eins og örnefni séu deyjandi. Sem kannski er ekki að undra því nú eru komnar aðrar aðferðir til að rata; þegar öllu er á botninn hvolft voru örnefni framan af einkum eins konar GPS punktar síns tíma. Því hvernig átti að annars að rata eða vísa til vegar? Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, sagði skáldið. Mosfellssveit - nú Mosfellsbær - var lengst af landríkt sveitarfélag og er það reyndar enn, þó óneitanlega hafi Reykjavík gert verulegt strandhögg eftir að hún fór að þenjast út fyrir tilkomu nýrrar sam- göngu- og flutningatækni á öndverðri síð- ustu öld. Þörf fyrir vatn, bæði heitt og lcalt, ýtti enn frekar undir ásælni Reykjavíkur og - þegar leið á 20. öldina - sívaxandi landskortur. Leiðrétti mig hver sem getur, en ég man ekki betur en ég hafi heyrt eða lesið að landstærð Mosfellssveitar hefði verið nálægt 300 ferkílómetrar um alda- mótin 1900. Nú er hún 196 ferkílómetrar. Elliðaár runnu í hreppaskilum Um aldamótin 1900 runnu Elliðaár í hreppaskilum; allt land hérna megin var land Mosfellssveitar. Sjálfur fædd- ist ég í Mosfellssveit fyrir nærri sjö ára- tugum, í húsi á sléttunni milli Grafarholts að sunnan en Lambhagafells að norðan; Keldnaholt skýldi sléttunni að vestan en Reynisvatnsásinn að austan. Nú heitir þarna Úlfarsárdalur og er 3-4 kílómetra innan marka Reykjavíkur. Já, Reykjavík hafði af okkur áttunda fellið, Lambhagafell, og nefndi það meira að segja upp á nýtt. Nú heitir það Suðurhlíðar Ulfarsfells. Þarna var mín eðlilega Mosfellssveit fyrstu árin, svo og niður um Klofningana að Kálfamóa og Keldum og eftir hitaveitu- stokknum að Grafarholti þangað sem móðurfólkið mitt bjó. Fyrstu kynni mín í hina áttina voru þegar ég fékk að fara með pabba og systur minni á söngæfingar upp að Brúarlandi. Þá var verið að stofna Söngfélagið Stefni, fyrst sem blandaðan kór þó að konurnar dyttu fljótlega úr skaftinu; ekki veit ég hvers vegna. Síðan hafa verið stofnaðir að minnsta kosti sex blandaðir kórar í sveitar- félaginu, fyrir utan barnakóra tveggja skóla, en karlakórinn er áfram einn. Söngæfingarnar voru haldnar að Brúarlandi, menningarsetri Mosfellinga. Ég hef líklega ekki verið nema fjögurra ára þegar ég fékk að fljóta með á fyrstu söngæfinguna. Ég get ómögulega logið því að ég muni eftir því atviki. En gerð- ist fíkinn í þessa upplyftingu og man eftir því að trítla við hlið pabba niður á veg til að fá far á æfingu með Páli Halldórssyni söngstjóra eða Sigurði Olafssyni hesta- manni og söngvara sem þá bjó á Keldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.