Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 9

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 9
Greinarhöfundur, Sigurður Hreiðar, sýnir hér innviði Lágafellskirkju, þar sem hann sat lengi i sóknarnefnd. Tvisvar er búið að byggja við kirkjuna, meðal annars reisa safnaðarheimili sem fellur mjög vel við kirkjuskipið. Lágafellskirkja var byggð árið 1888 og vígð 24. febrúar 1889 Hlunnindi Mosfellspresta Drjúgur spölur er milli Leirvogsvatns og Mosfells. Samt á Mosfellskirkja ítök í Leirvogsvatni og grennd, veiðirétt og að mig minnir hrístekju. Þeir Mosfellsprestar sem ég hef þekkt hafa verið linir að not- færa sér þessi hlunnindi. Þeir hafa ugg- laust verið duglegri við það áður fyrr. Raunar tognaði nokkuð á tengslunum þegar kirkjurnar í Mosfellssveit, að Mos- felli og Gufunesi, voru sameinaðar í einni nýrri kirkju á Lágafelli árið 1889 en hinar tvær lagðar niður. Kirkjuhúsið, sem nú stendur á Lágafelli, er að stofni til elsta bygging Mosfellsbæjar. Breytingar og end- urbætur hafa þó verið gerðar: nýr turn 1931 og 1956 var kirkjan lengd um þrjá metra og kórinn, einnig byggt skrúðhús út frá kórnum; 1990 var bætt við nýju skrúð- húsi og nú nýtist það eldra sem milli- gangur milli skrúðhúss og kirkju. Þó Mosfellsdalur sé hluti af Mosfellsbæ hafa Dalbúar lengst af verið nokkuð sjálf- stæðir og viljað hafa sitt hjá sér. Þeir voru til að mynda aldrei sáttir við að kirkja væri af lögð á Mosfelli. Saga er til af því að Hrísbrúingar hafi hnuplað klukku Mosfellskirkju þegar hún var rifin og falið í fjóshaugi svo hún yrði ekki flutt burt úr Dalnum. Um þetta má lesa í Innansveitarkróníku Halfdórs Laxness. Þó er kannski rétt við lestur þeirrar bókar eins og fleiri góðra króníka að minnast þess að aldrei má góð saga gjalda sannleikans. Nema hvað að Hrísbrú rambaði eitt sinn einstæðingur á barnsaldri sem hafði hugsað sér að vaffa norður í land - og nú er vert að muna að á þeim tíma lá alfara- leiðin norður þarna um Dalinn og síðan gegnum Esjuna um Svínaskarð ofan í Kjós. Stefán hét þessi drengur og var Þorláksson. Til að gera langa sögu stutta staldraði hann við á Hrísbrú næstu 20 árin og fór reyndar aldrei alfarinn úr Mosfellssveitinni eftir þetta heldur keypti þar hús og jarðir eftir því sem honum líkaði því honum varð flest að gulli. Þegar hann lést árið 1959, enn jafn fjölskyldulaus og þegar hann bar að Hrísbrú forðum daga, kom í ljós að hann hafði haft fyrirhyggju um það sem eftir hann kynni að liggja. Meðal annars hafði hann lagt svo fyrir að drjúgan hluta þess skyldi nota til að reisa aftur kirkju að Mosfelli og reka hana síðan sem sjálfseign- arkirkju. Það var gert og kirkjan vígð 1965 og gamla klukkan komin heim aftur og hafði ekki látið á sjá. Mosfellskirkja hefur raunar verið afhent Mosfellsprestakalli til eignar og umsjár og er nú önnur tveggja sóknarkirkna í Mosfellsbæ. íbúunum fjölgar hratt Samt er svo komið að 11 fermingar- messur þurfti fyrir þau 130 fermingarbörn sem staðfestust á þessu vori og ef þarf að jarða er vissara að leita í aðrar sóknir með húsnæði undir það ef syrgjendur eiga ekki aðallega að híma úti undir vegg. Enda er nú ýmislegt með öðrum blæ í sókninni en þegar kirkjurnar tvær voru sameinaðar í einni að Lágafelli. Þá voru sóknarbörnin 403. Elsta mannfjöldatala í Mosfellssveit, sem ég finn á vef Hagstofunnar, er frá 1911. Þá voru 306 íbúar í sveitinni. Að vísu var sóknin nokkuð stærri, því til hennar heyra einnig Kjalnesingar innan Kleifa, það er þeir sem eiga heima Mosfellssveitarmegin við Kollafjarðarbotn. Fyrsta desember 2005 voru Mosfeffingar 7.157 og skipt- ust þannig eftir aldri: 0-14 ára 1879 manns. 15—64 ára 4859. 65 ára og eldri voru 419. Árið sem ég fæddist, 1938, voru Mosfellingar 406, 11 færri en bara 65 ára og eldri voru um síðustu áramót. Mann- fjöldaspá bæjarins gerir ráð fyrir að árið 2010 eigi 10632 sálir heima í Mosfellsbæ og að óbreyttum sóknarmörkum verður nú enn að bæta við í huganum þeim sem einnig heyra sókninni til en eiga heima í norðurbæ Reykjavíkur, Kjalarnesi. Af þessu má sjá að nokkru varðar að í sókninni rísi sem fyrst nýtt og stærra guðs- hús, þó hin tvö verði áfram góð til athafna sem þeim hæfir. Mosfellingar áfram Upp miðri öldinni sem leið fóru sveit- arhagir að breytast. Farið var að hyggja að búsetu þó enginn væri bústofninn, einbýlishús reist og vísir myndaðist að þéttbýli hér og hvar um sveitina. Smám saman fækkaði býlum en fjölgaði tómt- húsmönnum. Skjöldur og Skrautur hurfu smám saman, líka Flekkur og Golsur, en Skjónum og Gránum fjölgaði því meir sem minna þurfti að smala. Árið 1987 fékk sveitarfélagið kaupstaðarréttindi. Því fylgdi sú skylda að taka upp nýtt nafn sem lögum samkvæmt skyldi enda á - bær. Það kom því nokkuð af sjálfu sér að Mosfellssveit breyttist í Mosfellsbær, því íbúarnir vildu vera Mosfellingar áfram. Sú breyting sem helst blasir við nær sjötugum skrifara er að nú er búið að leggja undir malbik, lóðir og hús mikið af þvi sem áður voru tún og hagar eða bara hálfber holt. Kotið á bökkum Lambhagaár er horfið og sléttan orðin að dal sem meira að segja hefur nú fengið nafn þótt hvorki sé það fallegt í munni né á prenti. Á holt- inu sunnan við þar sem Reykvíkingar fóru í berjamó og tíndu fullar fötur og brúsa standa nú hallir sem hýsa fólk í hundraða- tali. Húsin á Hulduhólum standa enn og munu gera áfram þó hólunum hafi fækkað og túnin eru komin undir byggð, meira að segja kominn gríðarstór grunnskóli þvert um Stóratúnið. Langatangi, þar sem viðum í Lágafellskirkju var skipað upp fyrir rúm- 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.