Listin að lifa - 01.06.2006, Page 10
um 120 árum, stendur að vísu enn út í Leir-
voginn en Langatangamelurinn er kominn
í uppfyllingar hér og hvar um höfuðborg-
arsvæðið og golfvöllur yfir það sem eftir af
honum.
Útivistar- og listabær
Ekki er þarmeð sagt að allt þetta sé
af hinu vonda. Mosfellsbær er útivistar-
bær fullur af hestamönnum og golfurum,
sundfólki og handboltafólki og svo öllum
hinum sem hlaupa, skokka, ganga og hjóla,
svo ekki sé minnst á að arka upp á fellin
sjö og aðrar mishæðir bæjarins. Hér hafa
listamenn fundið sér samastað og vinna
verk sín í leir, gler og málma fyrir utan
pappír og léreft. Músík er iðkuð af miklum
móð, bæði hljóðfæraleikur og söngur, hér
búa margir þekktir tónlistarmenn og sem
örlátir miðla sveitungum af list sinni.
Kórar eru hér sjö starfandi fyrir utan
skólakóra Varmárskóla og Lágafellsskóla
sem hvor um sig skiptast í nokkrar undir-
deildir.
Stundum er haft á orði að Mosfellsbær
sé svefnbær. Ekki hefur nýlega verið gerð
könnun á réttmæti staðhæfingarinnar,
en fyrir nokkrum árum var kannað hve
margir Mosfellingar unnu utanbæjar og
hve margir utanbæjarmenn komu til vinnu
í Mosfellsbæ. Mörgum kom á óvart að fleiri
reyndust koma í bæinn til vinnu heldur en
þeir sem fóru úr honum. Raunar skiptir
þetta ekki miklu máli. Það er af sem var
á unglingsárum mínum á Hulduhólum að
það væri hálftíma akstur til Reykjavíkur,
eða að Vesturlandsvegurinn væri lokaður
vegna snjóa svo sem eins og viku í senn.
Hann mun siðast hafa lokast af ófærð í
byrjun mars 1970. En þá var það líka sem
um munaði og tók um 18 tíma að koma
honum aftur í það horf að hægt væri að
fikra sig heim og heiman, á köflum aðeins
eftir einföldum hjólförum.
- Hér er ekki tilefni til stórra spá-
dóma um framtíð Mosfellsbæjar. Minnstu
munar að byggð bæjarins og Reykjavíkur
sé vaxin saman og ekkert nema gott um
það að segja. Það sem mestu máli skiptir
er að Mosfellingum líði áfram vel í faðmi
fellanna sjö.
Sigurður Hreiðar
Heimildir:
Brúarland, Magnús Lárusson, hdr. 1983.
Tiyggi Jónsson, hcejarverkfrctðingur, tölvubréf
2006.
Mosfellsbcer, saga byggðar í 1100 ár, Bjarki
Bjarnason ogMagnús Guðmundsson, 2005.
hagstofan.is.
Fyrst segir hér af fótfúnum presti, sr. Bjarni
Sigurðsson, Safnaðarbréf Lágafellssóknar 1990.
lnnansveitarkróníka, Halldór Laxness, 1970.
Reykjavíkurborg
Velferðarsvið
Ferbir geta verið allt aö 30
á mánuði og kostar hver
ferb 250 kr. sem mibast vib
almennt staögreiðslugjald
hjá Strætó bs. sem sér um
framkvæmd þjónustunnar.
Akstursþjónusta
Nýjung í þjónustu fyrir eldri borgara í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur meb vísan til ákvæba í X. kafla laga um
félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 ákveðib ab bjóba eldri borgurum
akstursþjónustu í læknisheimsóknir, skipulagba endurhæfingu og
félagsstarf. Um er ab ræba þjónustu vib íbúa Reykjavíkur, sem eru 67 ára og
eldri, búa sjálfstætt, eru ófærir um ab nota almenningssamgöngur vegna
langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki abgang ab eigin farartæki.
Sœkja þarfum akstursþjónustuna til þjónustumibstöbvar
í því hverfi þar sem umsœkjandi býr:
Þjónustumibstöb fyrir íbúa Vesturbæjar
er ab Hjarbarhaga 45-47, sími 411 -1700.
Þjónustumibstöb fyrir íbúa Mibborgar og Hlíbar
er ab Skúlagötu 21, sími 411 -1600.
Þjónustumibstöb fyrir íbúa Laugardals- og Háaleitis
er ab Síbumúla 39, sími 411 -1500.
Þjónustumibstöb fyrir íbúa Breibholts
er í Álfabakka 12, sími 411 -1300.
Þjónustumibstöb fyrir íbúa Árbæjar, Grafarholts og Norblingaholts
er ab Bæjarhálsi 1, sími 411 -1200.
Þjónustumibstöb fyrir íbúa í Grafarvogi og á Kjalarnesi
er í Langarima 21, sími 411-1400.
Þeir sem hafa þegar ferða-
þjónustu í félagsstarf á
vegum Reykjavíkurborgar
þurfa ekki ab sækja um ab
nýju.
Reglur og nánari upp-
lýsingar ásamt umsóknar-
eybublöbum er hægt
ab nálgast á öllum
þjónustumiðstöðvum í
Reykjavík og á vef Reykja-
víkurborgar, revkjavik.is.
Vekjum athygli á ab
í þjónustusíma Reykja-
víkurborgar 411-1111
fást allar upplýsingar.