Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 13

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 13
vinna bújörðinni Tungu til gagns.“ En Sigsteinn hleypti heimdraganum úr firðinum sinum, þrí- tugur, og gerðist ráðsmaður á Suður-Reykjum í Mosfellsveit. Sjálfsagt hafa það verið hans mestu gæfuspor, þar kynntist hann Helgu sinni. Nú situr hann á Hlaðhömrum, umvafinn minn- ingum. Stórt málverk af Blikastöðum í góðu sjónmáli og lands- lagsmálverk eftir Kjarval. Sigsteinn segir að Helga hafi séð mikið af huldufólki og góðum vættum í þeirri mynd. Hvernigfmnst þér að sjá jörðina þína hvefa undir íbúða- byggð? „Ennþá er ekki byrjað að byggja á Blikastöðum," segir Sigsteinn sem vill lítið segja um sölu jarðarinnar, en segir þó: „Vissulega voru dálítið blendnar tilfinningar að selja Blikastaði, en nálægðin við Reykjavík gerir jörðina það verðmæta að ekki var hægt að stunda búskap þar lengur. Eftir söluna á jörðinni, gáfu ég og börnin 10 milljónir í styrktarsjóð til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fyrir útskriftarnemendur til að leita sér frekari mennt- unar. Þegar tengdafaðir minn, Magnús Þorláksson, keypti Blikastaði 1909, var þetta mýrarkot í litlu áliti. Hann framkvæmdi stór- ræktun.“ Sigsteinn dregur fram handskrifaða lýsingu Helga Hannessonar á tengdaföður sínum, stórmerka frásögn sem gripið er hér niður í: „ Vanda sig fyrst, flýta sér svo, “ var heilrceði sem Magnús fékk úr föðurgarði. A verklagi Magnúsar mátti sjá að hann hafði tamið sérþvílík vinnuhrögð. Þráttfyrir mikinn vinnuhraða, var hann svo óvenju hagsýnn ístarfi að ncestum hvert einasta átak og hreyfing nýttist sem best mátti verða. Hann kunni að strita með viti. Hann hafði ekki meira en meðalmannsburði og líkamsþrek, en lag hans og einbeitni olli því að hann leysti tveggja verk af hendi margan vinnudag. Ævistarf hans varð meira en tveggja röskra miðlungsmanna. Magnús var kvaddur til margra starfa fyrir samfélagið, var oddviti og stýrði lengi Búnaðarsambandi Kjalarnesþings o.fl. Hann var bráð- greindur íhyglismaður, ódeigur og viljasterkur og fyrir þcer eigindir fcer til stjórnarstarfa. Auðvelt er að sjá hvert Helga sótti sina stjórnvisku. Nær alla tuttugustu öldina hafa bændur á Blikastöðum látið að sér kveða. „Við Helga tókum svo við þar sem Magnús hætti og jukum ræktun eftir bestu getu,“ segir Sigsteinn. „Þegar við hættum búrekstri 1973, voru 100 nautgripir, 50-60 mjólkurkýr og ungviði í fjósi. Útskorni vindlakassinn, með mynd af Blikastöðum greyptri á lokið, var gjöf til Sigsteins á áttræðisafmæiinu. Sigsteinn situr hér við skrifborðið sitt með mynd af Helgu fyrir framan sig. „Helga var mín mesta gæfa. Við vorum bæði orðin fullorðin þegar við hittumst, en við vorum elskendur í sextíu ár, ávallt sami trúnaður á milli okkar." Blikastaðir voru stærsta kúabú á landinu á sínum tíma.“ Hvað býr að baki bcejarnafninu Blikastaðir ? „Uppruni nafnsins er umdeildur, en ég held að jörðin sé kennd við æðarvarpið. Þarna var töluvert æðarvarp. Á meðan ég sinnti því voru þarna um 100 kollur sem gáfu af sér dún í eina dúnsæng á ári. Varpið hvarf svo eftir að hætt var að hugsa um það.“ Hvað hefurðugert skemmtilegast um dagana ? „Að rækta jörðina, sinna skepnunum, sjá um æðarvarpið. Gaman var líka að vinna með góðum vinnuhestum. Samt beið maður með óþreyju eftir hverri nýrri vinnuvél. Best þótti mér þegar ég fékk fullkomin mjaltatæki. Það var mesti vinnuléttir- mn. Hvað hefur lífið veitt þér best? „Að gefa mér Helgu mína. Hún var mín mesta gæfa. Við vorum bæði fullorðin þegar við hittumst, en við vorum elskendur í sex- tíu ár, ávallt sami trúnaður á milli okkar. Helga var farin að heiman og starfaði hjá Mjólkursamlagi Kjalnesinga þegar við kynntumst. Árið 1942 féll tengdafaðir minn snögglega frá og þá tókum við Helga við Blikastöðum. Helga var geysilega stórhuga kona og jafnvíg á alla hluti. Hún fór jafnt út í fjós að mjólka, sem að setjast niður við fíngerðar hannyrðir." Sigsteinn bendir á útsaum- aðar stólsetur. „Hún var líka stórkostleg félagsmálamanneskja og sterkur stjórnandi. Þegar allt fór úr böndum í skólanum hérna og allir kennararnir sögðu upp, þá hringdi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, í Helgu á Blikastöðum - bað hana að bjarga málunum! Komið var undir haust og býsna erfitt að manna skólann, en Helgu tókst það. Hún var formaður skólanefndar þar til grunn- skólinn hóf göngu sína. Hún var síðasti oddviti hreppsins, með öll störf á eigin hendi, þar til hreppurinn fékk skrifstofu og sveit- arstjóra. Helgu var treyst fyrir miklu og hún stóð undir því.“ Þú sinntir nú líka félagsmálum. „Ekki eins mikið og Helga, annað hvort okkar varð að vera við á heimilinu. Ég var hreppstjóri í 20 ár, sat í sóknarnefnd í 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.