Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 20

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 20
Gaman að sjá krakkana, hvað þau umvöfðu „skólaafann"! Skólaafi í Mosfellsbæ! Grétar Snser Hjartarson var formaður FEB í Mosfellsbæ í tvö ár Grétar Snær sést á ólíklegustu stöðum. í ffímínútum í Lágafellsskóla var hann umkringdur sex ára krökkum sem vildu eiga hann sem afa. Á sviðinu í Iðnó var hann sannfærandi „afbrotamaður“ í leikritinu „Glæpir og góðverk“. Nú er hann búinn að setja nafn sitt á framboðslista stjórn- málaflokks. „Pólitík og formennska í þverpólitísku félagi eiga ekki samleið, þess vegna hætti ég,“ segir hann. í Grenibyggðinni liðast Varmáin fyrir neðan skógarþykknið - og Reykjalundartorfan í næsta nágrenni. Hér býr Grétar Snær í fallegu raðhúsi. Hann er nýkominn úr starfi skólaliða í Lágafellsskóla, frísklegur af útiveru, og segist aldrei hafa verið hraustari. „Ég vil ekki segja að ég sé að vinna, miklu heldur að leika mér! Mér myndi aldrei detta í hug að ráða mig í vinnu fyrir svo léleg laun. Laun skólaliða í 100% vinnu ná aðeins um 30% af þeim launum sem ég var með þegar ég hætti að vinna fyrir tveim árum. Hér er ég í tæplega hálfu starfi, má ekki vinna meira þar sem þá fara greiðslur úr lífeyrissjóði að skerðast. Ég geri þetta mér til ánægju og skemmtunar en ekki peninganna vegna. Ég fer út eldsnemma á morgnana til að sinna gangbrautar- vörslu og er síðan úti í frímínútum fram að hádegi. Reyndar er mér ekki ætlað að vera úti með fyrsta bekk, 6 ára krökkum, en þau eru einfaldlega svo skemmtileg, að ég er oftast úti í þeirra frímínútum líka. Ég klæði mig eftir veðri og hef ekki fengið kvef í nös síðan í haust. Frábært að gera eitthvað svo gjörólíkt fýrri störfum.“ Ástœðan? „Neyðarhringing frá skólanum. Hvort ekki væri hægt að finna einhvern eldri borgara til að sinna starfi skólaliða. Ég sló til og sé ekki eftir því. Ég er með mjög góðan lífeyrissjóð og fæ því hvorki tekjutryggingu né tekjutryggingarauka, einungis grunnlífeyri og því skiptir það mig engu máli þó ég taki þessi störf að mér, ég hef engu að tapa, öndvert við marga aðra lífeyr- isþega. Eftir að hafa kynnst þessu tel ég nauðsynlegt að unnt sé að gefa fleiri eldri borgurum tækifæri til að stunda svona störf, en það verður elcki gert nema með því að afnema allar skerðingar á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara. Það er ákaflega gefandi að fá að kynnast yngri kynslóðinni sem er svo kraftmikil, hugmynda- rík og skemmtileg. „Viltu vera afi minn?“ segja þau. „Ég skal vera skólaafi,“ segi ég og stend vonandi við það. Sex ára gutti kom til mín og sagði: „Ég ætla að verða vísinda- uppfinningamaður. Finna upp vélmenni sem getur búið til mat - og annað vélmenni sem læknar alla óþekkt." Hvílíkt hugmyndaflug!“ Svo er það leikarinn Grétar Snær. Þakka þér fyrir góða skemmtun í Iðnó. Þú varst eins skörulegur í hlutverkinu og atvinnuleikari. Greinilegt að j)ú hefur stigið á fjalirnar áður. „Leiklistin byrjaði vestur á Isafirði. Þá var hringt í mig eitt- hvert kvöldið þegar ég var að vinna á skrifstofunni minni hjá Kaupfélagi Isfirðinga. Það vantaði einhvern til að fara með hlut- verk Páls postula í Gullna hliðinu. Ég lét til leiðast og þar með var boltinn farinn að rúlla. Ég hef gjarnan sagt að ég hafi ein- göngu fetað veginn niður á við frá Páli postula. Þaðan lá leiðin í gegn um peningagírugan kaupmann allt niður í kaldrifjaðan morðingja. Svo datt ég aftur inn í leikhúsið hér í Mosfellsbæ. Margar sýningar eru eftirminnilegar, en sennilega er það leikrit Jóns Árnasonar, „Þið munið hann Jörund“, sem aflað hefur leik- félaginu hvað mestra tekna. Þetta leikrit var sett upp fyrir margt löngu og var ákaflega vinsælt. Við fengum tæplega IV2 milljón í hagnað eftir sýningarnar á Jörundi hundadagakonungi." Hvar leikið þið hérna, spyr kona sem ekki þekkir hið öfluga leikhúslif í Mosfellsbce ? „Að sjálfsögðu í Bæjarleikhúsinu okkar! Bærinn byggði nýtt áhaldahús og gaf leikfélaginu gamla húsið. Við byrjuðum á því að rífa allt innan úr húsinu, svo að það var nánast fokhelt. Síðan tóku sjálfboðaliðar við, múrarar, smiðir og rafvirkjar. Heilt leik- hús var endurbyggt í sjálfboðavinnu! Stóla fengum við gefins úr

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.