Listin að lifa - 01.06.2006, Side 23

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 23
yngri voru, nema kannski af því að við gátum ekki hlaupið eins hratt og vorum ekki alveg eins liðugar í líkamsræktinni!" Nú er leikritið „Ibeinni “ á sviðinu hjáykkur. Hvernig stykki erþetta? „Tveir strákar í Borgarholtsskóla skrifuðu leikritið eftir að hafa verið i leiklistartímum hjá Guðnýju Maríu Jónsdóttur. Hún lærði leikstjórn á Ítalíu og hefur leikstýrt mikið fýrir L.M. Leikritið er byggt upp sem spjallþáttur í sjónvarpssal, svo að áhorfendur taka virkan þátt. Núna eru átta sýningar búnar, en samkeppnin frá Reykjavík er töluverð og Mosfellingar alls ekki nógu duglegir að sækja leikhúsið sitt, sumir vita varla að leikhús sé til í bænum. Áhorfið er miklu meira frá utanbæjarfólki. Samt er þetta gott leikfélag og fær góða dóma. Okkar leikritaval verður að vera „öðruvísi", eitthvað sem ekki hefur verið tekið til sýningar áður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrir nokkrum árum þýddum við tvö bandarisk leikverk sem gengu mjög vel, Gyðingajarðarför og ítalskt brúðkaup. Pau voru líka „öðruvísi". Dóttir mín og dótturdóttir leika í sýningunni. Við höfum allar leikið saman áður, einnig dóttursonurinn. Þetta er góð fjölskyldu-baktería,11 segir María og skellihlær. María hefúr leikið í kvikmyndum, nokkrum sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Fyrir skömmu lenti hún í afar spaugilegri upp- ákomu við tökur á litlu hlutverki. Atriðið var tekið á dvalar- heimili eldri borgara í Reykjavík: „Ég sat í dagstofúnni tilbúin í tökur, klædd í eldrauðan, stuttan sat- ínslopp, með svartan fjaðratrefil, í háhæluðum skóm og vel meikuð. Þá tek ég eftír því að fólk fer að streyma inn. Heimsóknartími á heimilinu og öllum verður starsýnt á þessa furðulegu konu. Maður kemur til mín og segir: „Sæl elskan, ertu komin aftur,“ hrekkur síðan til baka, hefúr sjálfsagt verið að fara konuvillt. Þarna sat ég eins og „uppgjafa Hollywood stjarna" og passaði alls ekki inn í umhverfið. Þetta var mjög sérstök upplifun!" Listaskóli Mosfellsbæjar var vígður um daginn. María er búin, ásamt félögum sínum í leikfélaginu, að leggja sitt af mörkum til Stúlknabandið Aromat í leikritinu „í beinni“. Frá vinstri: Guðrún Ester Árnadóttir, María og dóttir hennar Dóra Wild. listaskólans. Um nokkurra ára skeið hefúr leikfélagið sinnt ung- lingastarfi á sumrin í Mosfellsbæ, verið með leiklistarnámskeið fyrir unglingana og hjálpað þeim til að setja upp leikrit á haustin. Yrði leiklistinfyrir valinu, ef þú œttir að velja aftur lífsstarfy „Ég held ekki. Alltof inikið strögl að vera atvinnuleikari. Það væri spennandi að leika í kvikmyndum. Nei, annars. Ætli maður færi ekki í hjúkrunina aftur!" Þrír ættliðir á sviðinu í leikritinu „Óskirnar þrjár“, María, dóttir hennar, Dóra, og dótturdóttir, Agnes. Rauðakrossdeildin i Mosfellssveit: María sinnti formennsku í deildinni og sá lengi um vikulega sundleikfimi fyrir eldri borgara í sundlaug Reykjalundar. „Ráðamenn á Reykjalundi voru svo vinsamlegir að lána laug- ina án endurgjalds og sundleikfimin er enn í gangi. Þá bjó Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona hér í Mosfellsbæ. Hún vann mikið sjálf- boðaliðastarf með eldra fólkinu og langaði svo til að setja upp leikrit með þeim. Það varð úr að við settum upp Rauðhettu á þorrablóti i Hlégarði. Þetta var látbragðsleikur, hvorki texti né leiktjöld, en tvær konur gengu yfir sviðið með hvít lök þegar skipt var um atriði. Rauðhetta reyndist óborganlega skemmtileg í þessum búningi.“ Soroptimistaklúbbur Mosfellsbæjar: María var ein af stofn- endum klúbbsins og þær Soroptimistasystur hafa unnið ötullega að málefnum aldraðra í Mosfellsbæ, standa m.a. fyrir þorrablóti eldri borgara. í fyrstu stóðu þær einar fýrir blótinu, en í seinni tíð með Lions- og Kiwanisklúbbunum og Rauðakrossdeildinni. Áður voru blótin haldin um hádegi á sunnudegi í þorra, en systurnar ákváðu að halda þau frekar á laugardagskvöldi, með dansleik og opnum bar. „Þá heyrðust raddir eins og: „Á nú bara að fara að fýlla gamla fólkið!" Ég átti ekki til orð yfir þessum hugsanagangi,“ segir María, „fannst eins og verið væri að tala um skólakrakka, ekki fullorðið fólk! Nú eru blótin haldin á sunnudögum kl. 17, með dansleik, bar og tilheyrandi, en svo skrýtið sem það er - þá er fólk oft að flýta sér heim eftir kl. 20, vill trúlega ekki missa af sjónvarpsdagskránni." Nú binda félagar þínir í FEB ?niklar vonir við þig að þú getir bryddað upp á einhverju skemmtilegu ífélagslífinu. „Ég ætla rétt að vona að við getum gert eitthvað skemmti- legt. Við ættum að efna til mánaðarlegra funda til fróðleiks og skemmtunar, vera með eitthvað uppbyggilegt, til dæmis lesa fyrir hvort annað. Við ættum líka að virkja okkur saman við félags- þjónustu bæjarins, fara saman í ferðalög og fleira. Mjög brýnt er líka að gera eitthvað í þessum öldrunarmálum. Eir er sem betur fer að fara að byggja öryggisíbúðir hérna. Ástandið er búið að vera hræðilegt hérna, að eldra fólk skuli hafa neyðst til að flytja í önnur byggðarlög þegar heilsan hefur bilað. Félagið er góður vettvangur til láta að sér kveða í þessu og öðru.“ O.Sv.B.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.