Listin að lifa - 01.06.2006, Page 28
Sjónarhóll fyrir
eldra fólkiö!
Gréta Aðalsteinsdóttir, nýr formaður FEB í Mosfellsbæ,
sér félagið fyrir sér sem ráðgefandi miðstöð fyrir eldra fólkið
Gréta Aðalsteinsdóttir er aðeins búin að vera formaður í
tæpan mánuð og segist varla vera búin að átta sig á
starfinu, en félagar hennar segja að fáir séu betri en hún
að koma á samvinnu við bæjaryfirvöld. Segja má að félagið í
Mosfellsbæ sé á byrjunarreit, aðeins,fjögurra ára. Gréta er þriðji
formaður félagsins. Fyrsti formaðurinn, Pétur Hjálmsson, tók
upp á því að flytja í sumarhúsið sitt á Flúðum og breyta því í
heilsárshús. Viðtal við næsta formann, Grétar Snæ Hjartarson,
birtist á öðrum stað í blaðinu.
Gréta var hjúkrunarforstjóri á Reykjalundi og vel inni í endur-
hæfingar- og öldrunarmálum. Hún starfaði líka með Margréti
Margeirsdóttur að málefnum fatlaðra. Frábært að fá svo kröft-
uga konu til að leggja málum eldri borgara lið. Grétu finnum við
í rúmgóðri íbúð á Blikahöfða í jaðri Blikastaðatúns. Par býr hún
með fullorðnum syni sínum, en Gréta er búin að vera ekkja í 25
ár. Nýi Lágafellsskólinn er handan götunnar. Ný fjölbýli, hönnuð
fyrir 50 ára og eldri, ber við Lágafellið. „Þar eru lyftur og mynd-
sími, en enginn húsvörður,“ segir Gréta.
„Nú eru félagsmenn komnir upp í 153. Þeir tínast inn, en
langt frá því að allir séu virkir.
Hér bjuggu tæplega 3000 manns þegar við hjónin fluttum
hingað fyrir 30 árum. Nú búa hér yfir 7000 manns. Mosfellsbær
er ungt bæjarfélag, 67 ára og eldri um 4% af bæjarbúum. Hér er
byggt geysilega mikið. Eitt hverfi í byggingu, tvö í undirbúningi.
Þetta eru falleg svæði með víðu og fögru útsýni.
Gréta kynntist eiginmanni sínum, Arna Kárasyni frá Akureyri,
þegar hún stundaði sérnám í kennslufræðum og stjórnun hjúkr-
unarmála í Noregi. Árni var í dýralækningum. Saman fóru þau
svo í frekara nám til Skotlands. Eftir heimkomuna unnu ungu
hjónin í Stykkishólmi og Búðardal þar sem Gréta var héraðs-
hjúkrunarkona, embætti sem nálgaðist oft læknisstörf, þar sem
læknar voru ekki á staðnum.
„I Mosfellssveitina fluttum við 1976 og festum kaup á þriggja
hæða raðhúsi, þar sem Árni ætlaði að stunda lækningar sínar
á jarðhæðinni, en allt breyttist þegar Árni veiktist fljótlega eftir
að við fluttum hingað. Eg var að vinna í Reykjavik, en fannst
erfitt að skilja Árna einan eftir heima svo að ég fór að vinna
í Mosfellsbæ. Eg vann fyrst á Heilsugæslunni hérna, síðar sem
hjúkrunarforstjóri á Reykjalundi.
Svo missti ég Árna eftir 15 ára hjónaband. Nokkuð sem manni
dettur ekki í hug í upphafi búskapar. Mikil lífsreynsla að standa
ein uppi með lítil börn. En það er annaðhvort að duga eða drep-
ast. Börnin mín þurftu meira á því að halda að við styddum hvert
annað en að ég legðist í sjálfsvorkunnsemi. Ég var svo heppin að
vera með allgóða menntun og geta unnið vel fyrir okkur.“
Allt sem á mann fellur, hverfur í fjarskann, þótt
það gleymist ekki. Þá er að einbeita sér að því
að fletta við og hefja nýjan kafla í lífinu. Menn
ráða svo misjafnlega vel við áföllin í lífinu.
Gréta á rætur í Djúpinu, fædd á bænum Kleifum í Seyðisfirði.
Seinna bjó fjölskyldan á Bæjum á Snæfjallaströnd.
„Já, ég var sveitastelpa úr Djúpinu, man ennþá hvað mér
fannst hryllilegt að flytja til Isafjarðar. Bærinn var svo stór, og
mikið af frekum og frökkum krökkum í augum sveitastelpu úr
Djúpinu. En allt breytist. Ég var öll mín skólaár á ísafirði, ber
mjög hlýjar taugar til bæjarins og finnst alltaf jafngaman að
koma þangað. Sami sjórinn, sömu fjöllin, en svo miklar uppfyll-
ingar á ströndinni að fjaran er ekki sú sama.“
BYGGÐASAFN HÚNVETNINGA
OG STRANDAMANNA
Rey^um Hrútaílrði
Opiö aageg* fri U. 10«) -190) írá 1. Júní öl 31. ágúst
s. 4510040 / 660 5970 wwr.sininet.ts/0feigur
Hákarlaveiðar
við Húnaflóa
Shark Kshing Exhíbition
HITAVEITA
SUÐURNESJA HF
sœlkeraverslu
osta
búðin
Skólavörðuslig