Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 31

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 31
Aldrei of seint að byrja - segir Rannveig Sigurðardóttir r sundlaug Kópavogs hittist hópur af eldhressum, eldri borg- urum þrisvar í viku, skellir sér í laugina og gerir alls konar fettur og brettur, teygjur upp og niður og út á hlið, snýr sér í hringi og dansar létt í vatninu. Allir snúa inn að miðjum hópnum, en þar stendur kona sem kallar æfingarnar til hinna og sýnir hvernig á að gera. Þetta er enginn venjulegur íþrótta- kennari, heldur er þetta Rannveig Sigurðardóttir, fýrrverandi handmenntakennari til margra ára, enda ekkert í vandræðum með að nota hendurnar til að sýna æfingarnar. Ákveðin og röggsöm stendur hún Jiarna allan veturinn í hvaða veðri sem er og gefúr ekkert eftir. Eg hitti þessa duglegu, hressu og írísklegu konu á fallegu heimili hennar í Kópavoginum íyrir nokkru til að ffæðast um þetta áhugamál hennar. Rannveig, hvað varð tilþess að þú fórst að leiðbeina í sund- leikfimi og hvað er langt síðan ? „Vatnsleikfimi byrjaði í Sundlaug Kópavogs fyrir 14 árum og síðan þá hef ég verið þátttakandi. Það var svo alveg óvart að ég datt inn í það hlutverk að stjórna hópnum. Konan, sem gegndi því áður forfallaðist, og bað mig að vera fyrir sig á meðan hún væri frá, en úr þeim tíma hefur aldeilis tognað. Nú eru liðin all- mörg ár síðan ég tók við þessu. Þótt ég hafi ekki próf í faginu lætur fólkið sér þetta vel líka, enda er þetta frábær hópur, hress og kátur, sem alltaf mætir hvernig sem viðrar. Eg vil þó taka ffam að fyrir nokkru var fengin kona sem þjálfar okkur á föstu- dögum.“ Er sundleikfimin auglýst einhvers staðar og á hvaða tíma hittistþið? „Við hittumst í lauginni á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30-10.00. Ég held að þetta sé ekki auglýst, en þetta spyrst út frá manni til manns.“ „Allir sem á annað borð komast i laugina geta verið með, og fólk þarf ekki að vera synt. Maður þarf ekkert að vera sérstaklega hress í byrjun, en svo hressast allir við að koma í sundleikfimina. Þeir sem eru þreklausir eftir veikindi eða aðgerðir geta tekið þátt, en sleppa þá þeim æfingum sem þeir eiga erfitt með.“ Eru einhver aldurstakmörk? „ALLS EKKI. Ég var t. d. 72 ára þegar ég byrjaði fyrir 14 árum og er, eins og þú sérð, enn að og margir eru eldri.“ Hvernig er þátttakan ? „Aðsóknin er mjög góð. Að meðaltali koma um 25 manns í tíma. Einu sinni man ég þó eftir yfir 50 manns í tíma, en þá var orðið svolítið þröngt við bakkann. Það gerði þó ekkert til, alltaf er pláss fyrir alla.“ Þarna sitja þær saman yfir viðtalinu, Rannveig og Hertha. Hvernig er skiptingin á milli kynja? „Konurnar eru í miklum meirihluta eins og alls staðar þar sem eldri borgarar koma saman. Auðvitað er þessi hreyfing er jafh góð fyrir bæði kynin, og gaman væri að sjá fleiri karlmenn í hópnum.“ Rannveig hvaðgerir sundleikfimin jyrirfólk? „Hún styrkir mann á alla lund, sérstaklega vöðvana, því að hægt er að nota vatnið sem mótstöðu og þá reynir á vöðvana. Einnig styrkjast liðir og hreyfigeta eykst, þar sem vatnið gerir mann léttan og auðveldar hreyfingu. Svo hefur hún mikið félags- legt gildi, maður hittir fjölda manns og ekki spillir að setjast niður að loknu sundi yfir kaffisopa og smáspjalli. Ég vil því segja að sundleikfimin skapi vellíðan á sál og líkama." Ætlar þú að halda þessu áfram? „Já, svo lengi sem ég get hreyft mig.“ Rannveig er sannarlega góð fyrirmynd eldri borgara, kona sem gerir ótal hluti til að halda sér í góðu andlegu og líkamlegu formi. Hún ræktar heilasellurnar af krafti og gefur frá sér til ann- arra. Hún tekur þátt í margskonar félagsstarfi, er t.d. formaður í kór kennara á eftirlaunum, EKKÓ og syngja þau víða. Rannveig segir að söngurinn lyfti manni upp og geri mikið fyrir andann. Hún er virkur þátttakandi í alþjóðlegum félagsskap „Delta Kappa Gamma Soc. International“ eða Félagi kvenna í fræðslustörfum á Islandi, þar sem fjallað er um ffæðslumál, menningarmál, laga- setningar skoðaðar með tilliti til menntamála, einnig er söngur og ýmis gamanmál. Svo er hún í leikfimi tvisvar í viku og sækir talsvert af námskeiðum. Um leið og ég þakka móttökurnar, segir Rannveig, sem verður 86 ára nú í júní, - að sundið og vatnsleikfimin sé heilsubót sem maður geti byrjað á hvenær sem er, kosti ekkert og veiti bæði líkam- lega, andlega og félagslega vellíðan, með öðrum orðum - léttir lund og liðkar kropp. Rannveig vill gjarnan að sem flestir sláist i hópinn. Já, því ekki að slást í hópinn! Við berum ábyrgð á eigin heilsu og - það er aldrei of seint að byrja! Hertha W. Jónsdóttir, B S-hjúkrunatfrœðingur 31

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.