Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 32

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 32
íslandssagan æfintýri líkust -segirforseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson á afmælishátíð Félags eldri borgara 1 9. mars 2006 r Agætu hátíðargestir. Þegar Margrét móðursystir min, sem nú býr í hárri elli á Vífilsstöðum, var að alast upp á Þingeyri við Dýrafjörð var ísland enn, eins og það hafði verið um aldir, fátækasta landið í álfunni, samfélag bænda og sjómanna sem bar svipmót daglegra anna við að hafa í sig og á; að nýta haustið til að safha forða til vetrartímans, tryggja að kjallarinn væri fúllur af kartöflusekkjum, kvartilum með söltuðu kjöti, krukkum með sultu sem gerð var úr berjum sem tínd höfðu verið á heiðum uppi. Rafvæðing var varla gengin í garð, kirkjan lýst með olíulömpum, vetrar- myrkrið grúfði yfir, skipakomur strjálar, engir vegir í næstu firði, útvarpið fjar- læg hugmynd, daglegar fréttir bárust ekki í Dýrafjörðinn frekar en í aðrar byggðir, hagsæld fólksins var háð erfiðinu, gæftum og sjávarafla; ærið oft var hart í ári, þús- undir fjölskyldna börðust í bökkum, húsa- kostur víða þröngur, oft tugir manna í litlu rými, kalt og napurt því kyndingin var af skornum skammti. Samt hafði fólkið kjark til að sækja fram, atorku til að halda á brattann, bar drauma í brjósti um betra líf, átti hug- sjónaeld, vonina um nýja tíma. Ekkert var þó sjálfgefið í baráttunni og oft var óvíst hvort sigur næðist, aðstæður í veröldinni mögnuðu vandamálin: kreppan mikla herti fjötra fátæktarinnar, heimsstyrjöldin skapaði ótta, kalda stríðið dró landið í brennidepil átakanna, og gleymum ekki baráttunni um landhelgina þegar aðrar þjóðir reyndu að setja sjálfsbjörg okkar þröngar skorður. Allt er þetta mikil saga, Islandssagan á liðinni öld, saga af stakkaskiptum þjóð- félagins, saga um glæst framfaraskeið, hið mesta frá upphafi byggðar, saga um hvernig Islendingar náðu í fremstu röð, skópu þjóðartekjur til jafns við þá sem rikastir eru, gerðu réttinn til menntunar og réttinn til umönnunar að hornsteinum þjóðfélagsins, sendu æskufólk til náms um víða veröld, lögðu vegi, byggðu brýr, flugvelli og hafnir, sjúkrahús og stöðvar fyrir heilsugæslu, sagan af því hvernig íslendingar tóku bestu tækni í sína þágu, náðu efstu sætum í notkun á símum, tölvum og heimilistækjum. Og nú fer vösk sveit íslenskra athafna- manna um lönd og álfur og skapar ótal ný tækifæri. í Danmörku einni eru Islendingar í stjórnum 200 fýrirtækja og hefði slíkt einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar og komið Jóni Grindvíkingi í opna skjöldu í samræðum við nafna hans, bóndann frá Rein. Framleiðsla á lyfjum, fjarskipti, flug- rekstur, smásöluverslun, fjármálasýsla, framleiðsla á matvælum af mörgu tagi; allt þetta og ýmislegt fleira setur svip á útrás- ina. Mörg íslensk fyrirtæki eru orðin svo alþjóðleg að athafnanetið nær til fjölda landa, þúsundir starfsmanna af ólíku þjóð- erni koma þar að verki. í Bretlandi vinna fleiri hjá íslenskum fyrirtækjum en sem nemur íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar samanlagt. Allt er þetta með miklum ólíkindum, nánast eins og ævintýri, enda gengur erlendum gestum sem hingað koma erfið- lega að komast til botns í þessu öllu saman; og enn flóknara verður málið þegar hinu fjölskrúðuga listalífi er bætt í safnið, þús- undum tónleika á hverju ári, leikhúsum, listasöfnum, útgáfu bóka og fræðirita; og atorkan í vísindunum er ekki síðri; þar eigum við einnig öfluga sveit í fremstu röð - já, hinir erlendu gestir spyrja í forundran hverju þetta sætir, hvað Islendingar hafi umfram aðra, hverjir hafi lyft slíku grettis- taki? Og tíminn er í raun undraskammur, þróunin bundin við æviskeið Margrétar frænku minnar sem ég nefndi áðan, kyn- slóðarinnar sem óx úr grasi á fyrstu ára- tugum liðinnar aldar, fólksins sem nú býr í hárri elli, margt hvert við þröngan kost og slíka erfiðleika á hverjum degi að varla er hægt að tala um að aðstæður séu mann- sæmandi svo notað sé viðmið sem löngum var beitt þegar rætt var um árangur á vett- vangi kjaramála. Þessi kynslóð skóp það ísland sem við nú njótum og þekkjum, land tækifæra og velmegunar, land sem skipar efstu sæti á öllum mælikvörðum sem notaðir eru til að meta árangur þjóða. Án ævistarfsins sem þessi kynslóð hefur skilað væri þjóðin enn að berjast við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.