Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 33

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 33
að ná sér upp úr lægri sætum, stæðist á engan hátt samanburð við þá sem framúr skara og unga fólkið, sem nú hefur heim- inn allan að athafnavelli, væri ekki búið jafn vel úr garði og raun ber vitni, hefði ekki notið menntunar við frábær fræða- setur, hefði ekki aðgang að samskiptaneti á við það besta sem þekkist í veröldinni, gæti varla borið sigurorð af keppinautum frá öðrum löndum í jafn ríkum mæli og raun ber vitni. I stuttu máli: útrásin, árangurinn í atvinnulífi, vísindum og á vettvangi lista - sú framganga Islendinga sem nú skapar okkur í senn frægð og virðingu - er í raun afrakstur ævistarfsins sem kynslóð hinna eldri innti af hendi, verkanna sem þau létu í té, alúðar við lausn vandamála, trúar á mátt og megin íslendinga, sjálfstraustsins sem efldi þeim þrótt. Þjóðin er í mikilli þakkarskuld við þessa kynslóð, þakkarskuld sem ætti að vera létt verk að greiða ef tekið væri mið af auðlegðinni sem við nú njótum og arð- inum sem fæst úr ólíkum greinum, arði sem nemur hundruðum miljarða á ári hverju - gleymum ekki að tvö fyrirtæki tjáðu okkur fyrir skömmu að þau hefðu hvort um sig haft rúma 50 miljarða í hagnað á liðnu ári. Auðlegð íslendinga er vissulega orðin mikil, ærin við upphaf nýrrar aldar, en samt skortir nokkuð á að náðst hafi sam- staða um að setja lífskjör aldraðra efst á forgangslistann, samstaða um að sýna í verki þakklæti til kynslóðarinnar sem kom íslandi í slíka afbragðsstöðu. Það hefur löngum þótt kurteisi að þakka fyrir sig og sína og íslendingum hefur fylgt sú venja að blessa góðgerðirnar sem boðnar eru, að standa upp frá borði að lokinni máltíð með þakklæti í huga. Þessi góði siður þarf að móta afstöðu samfélagsins til aðbúnaðar þeirra sem aldraðir eru, stuðla að því að verkin tali, lýsi þakklætinu sem siðferðilega hlýtur að vera okkur efst í huga því hver og einn, já, sérhver íslendingur, hefur notið góðs af ævistarfi þeirra sem nú ljúka senn göngu sinni. I ávarpi til þjóðarinnar á nýársdag nefndi ég að það væri til marks um sið- menningu hverrar þjóðar hvernig hún býr öldruðum ævikvöldið, gerir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu. Margt hefði vel verið gert á þessu sviði og við hjónin hefðum í heimsóknum okkar víða um land séð glæsileg og vel búin húsakynni, hitt áhugasamt starfs- fólk sem kappkostar að auðga líf heimilis- manna. Engu að síður skorti enn verulega að bætt hafi verið úr brýnni þörf. Ég sagði einnig: „Margar fjölskyldur þekkja af eigin raun erfiðleika sem fylgja því að finna öldruðum viðeigandi dvalarstað og bið- listar sem stofnanir og hjúkrunarheim- ili glíma við hafa reynst þrautin þyngri. Óvissan er hinum öldruðu þungbær og fjölskyldum þeirra oft hugarkvöl. Afkoma og aðbúnaður aldraðra þarf að færast einna fremst í forgangsröð og ef einhverjum vex í augum fjárþörfin á þessu sviði þá er hollt að minnast þess að ævin líður undra hratt og fljótt kemur að okkur sjálfum. Líklega verða kröfur okkar meiri en hinna sem lifðu við nægjusemi enda erum við góðu vön frá atlætinu sem hin fyrri kynslóð veitti okkur. Vonandi berum við gæfu til að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og finna þakklætinu farveg til frekari umbóta þeim til handa. Hér þurfa allir að leggjast á árar, Alþingi og sveitarstjórnir, hagsmunasam- tök og atvinnulífið, sameinast um að finna lausn á brýnum vanda og skilja engan útundan í þessum efnum. Verkefnið er hafið yfir allan ágreining enda þakkar- skuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa.“ Þessi ummæli úr nýársávarpinu eru ítrekuð hér um leið og Félagi eldri borg- ara í Reykjavík og nágrannabyggðum eru færðar árnaðaróskir á merkum tíma- mótum og þakkir fyrir ötulan málflutning, fyrir að halda vöku sinni og skerpa skiln- ing okkar á hagsmunum sem eru í húfi, á þörfinni sem orðin er ærið brýn, á vanda- málum sem krefjast úrlausnar á hverjum degi. Það bárust nýlega fréttir af því hvernig hjón eru skilin i sundur vegna þess að við- eigandi þjónustu skortir, að ævifélagar fái ekki að njóta samvista síðustu árin því samfélagið bætir ekki úr brýnni þörf, aðstæður minni á grimmdina sem ein- kenndi hreppaflutninga á fyrri öldum. Þjóðfélag sem býr við þær alls- nægtir sem einkenna þjóðartekjur okkar íslendinga getur ekki sóma síns vegna látið það líðast öllu lengur að aldraðir búi við slíkan kost og margir eigi ekki fyrir daglegum þörfum, séu á biðlistum árum saman eftir að njóta umönnunar og öðlast dvalarstað sem hæfir þverrandi heilsu. Skorturinn á aðbúnaði er ekki einkamál þeirra sem aldraðir eru heldur snertir hann líka lífskjör og hamingju fjölskyldn- anna, barna og barnabarna, ættingjanna sem taka þátt í glímunni við erfiðleika, líða fyrir bjargarleysið og skilja ekki hví aldraðir foreldrar, afar og ömmur, fá ekki þá þjónustu sem er svo sannarlega aðlcall- andi. Umræðan að undanförnu boðar von- andi að senn skapist breið og öflug sam- staða um að tryggja varanlegar úrbætur á þessu sviði, samstaða sem sýnir að þakk- arskuld íslendinga við hina eldri verði greidd innan tíðar með myndarbrag og fullum sóma. Slíkur árangur ætti sér tvímælalaust djúpar rætur í starfinu sem Félag eldri borgara hefur unnið, i framlagi ykkar og máfflutningi, í einarðri túlkun á því sem þarf að gera. Félag eldri borgara hefur borið gæfu til að varðveita samstöðuna, að sækja í sig veðrið þótt oft væri talað fyrir daufum eyrum og á komandi árum verður áreið- anlega þörf fyrir slíkan baráttuvilja, fyrir hispursíausar útskýringar á úrbótunum sem verða æ meira aðkallandi. Umræðutorgið verður sífellt fjölþætt- ara því æ fleiri vilja taka til máls, sam- tök og miðlar kalla á athyglina og aldraðir þurfa öfluga rödd, talsmenn sem kveða skýrt að orði, málsvara sem tekið er eftir. Oldruðum á eftir að fjölga til muna og eins og ég nefndi á nýársdag er líklegt að kröfur þeirra sem nú eru yngri verði meiri en hinna því unga fólkið hefur vanist ein- stökum gæðum, lífsháttum sem byggja á hagsældinni sem hinir öldruðu færðu í þjóðarbúið. Það er hagur allra aldurshópa að mál- efni aldraðra komist fremst í forgangsröð og þjónusta og aðbúnaður skipulögð með þeim hætti að vel nýtist í framtíðinni. Félagi eldri borgara hefur tekist að beina hugum þjóðarinnar fram á veg, sýna í hnotskurn verkefnin sem við okkur blasa og hvernig við eigum öll samleið. Ég færi ykkur einlægar þakkir þjóðar- innar, árnaðaróskir og hvatningu um að halda ótrauð áfram, þakkir fyrir að hafa átt ríka hlutdeild í að bæta samfélagið, en umfram allt þakkir fyrir að halda vöku ykkar og sýna þjóðinni hvernig best er að inna þakkarskuld af hendi, hvernig við sýnum f verki að hin góðu gildi eru okkur leiðarljós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.