Listin að lifa - 01.06.2006, Side 37

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 37
Engin niðurstaða er fengin í málinu enn. Núllgreiðsluseðlar. I október sl. setti heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra reglugerð, sem fól í sér að TR gæti stöðvað allar greiðslur til eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt að mati TR. Formaður FEB og framkvæmdastjóri gengu á fund umboðs- manns alþingis og óskuðu eftir úrskurði hans um hvort setning reglugerðarinnar ætti sér stoð í lögum um almannatryggingar. Umboðsmaður brást fljótt við og sendi ráðherra fyrirspurn um á hvaða forsendum slík reglugerð væri sett og benti á mögulega árekstra við bæði ákvæði í stjórnarskránni og mannréttindasátt- mála Evrópu. Viðbrögð: Þann 28. nóvember tilkynnti ráðherra þá ákvörðun sína að draga reglugerðina til baka. Jafnframt skipaði hann starfshóp „til að skoða eftirlit og innheimtu tekjutengdra bóta almannatrygginga11. Nefnd á nefnd ofan. I maí 2005 var skipuð samráðsnefnd með fulltrúum fjögurra ráðuneyta og fulltrúum Landssambands eldri borgara. Meginhlutverk nefndarinnar var að fara yfir sam- komulag frá 19. nóvember 2002 um aðgerðir ríkisvaldsins í mál- efnum aldraðra næstu tvö til þrjú ár. Nefndin skilaði niðurstöðum í nóvember 2005 og var lögð af með bréfi dags. 28. des. 2005. Þann 16. janúar 2006 skipaði Halldór Asgrímsson nýja sam- ráðsnefnd undir formennsku Asmundar Stefánssonar. Sú nefnd hefur haldið nokkra fúndi og verulegum tíma að sjálfsögðu varið í að kynna nýjum formanni störf fýrri nefndar. Þessi nefnd á að fjalla um nýja stefnu í búsetumálum og kjaramál. Maður getur ekki varist grunsemdum um að með nýrri nefndarskipun sé ætlunin að tefja fýrir að hafist sé handa um aðgerðir með þvi gamalkunna ráði að þæfa málin endalaust og kæfa í umræðum í stað athafna. Eins og ég sagði hér að framan þá blöskraði mér á aðalfund- inum það virðingarleysi - og já beinn ruddaskapur -, sem mér fannst samtökum aldraðra sýnd af þeim, sem með framkvæmda- valdið fara, í okkar umboði; þeim sem við höfum með atkvæðum okkar bókstaflega ráðið til að vinna fyrir okkur. Ég sá mig því til þess knúinn að taka til máls á aðalfundinum undir umræðu- liðnum skýrsla formanns. Ég benti á að flokksþing og landsfúndir stjórnmálaflokka byggja stefnu sína í þessum málaflokki gjarna á baráttumálum og stefinumótun samtaka aldraðra - taka þau meira eða minna upp í yfirlýsta stefhu sína fyrir kosningar - sem er hið besta mál - en beittu ýmsum aðferðum til að hundsa þau þegar að framkvæmdinni kemur: a) að svara engu b) að svara eftir dúk og disk og vísa þá jafhvel á annan aðila innan stjórnsýslunnar c) að þæfa málið í nefhd á nefnd ofan Þegar forræði landsmálanna væri á sömu höndum, kjörtíma- bil eftir kjörtímabil, kæmi að því að valdhrokinn næði yfirhönd- inni og menn teldu sig hvorki þurfa að hlusta á málflutning kjós- endanna né bregðast við honum. Undir slíkum kringumstæðum þyrftu samtök borgaranna að grípa í taumana og kenna þessum „valds“ mönnum almenna mannasiði. Nú væri ljóst að ekki gætum við beitt þrýstingi með því að leggja niður störf, fara í verkfall. En tíminn ynni með okkur. Við hefðum nógan tíma. Ég lagði því til að við mynduðum átakshópa aldraðra, sem væru reiðubúnir til að setjast að í kontórum þeirra manna, sem hundsuðu okkur, óvirtu viðurkenndar reglur góðrar stjórnsýslu með því að svara ekki erindum, vísa hver á annan, þæfa og svæfa mál í nefndum eftir að þau væru fullrædd og komið að því að framkvæma. Ég legg því til að við myndum átakshópa aldraðra sem væru reiðubúnir til að setjast að í kontórum þeirra sem hunsa okkur og óvirða viðurkenndar reglur góðrar stjórnsýslu. Eins og kom fram í skýrslu formannsins hafa fjölmiðlar verið jákvæðir gagnvart málflutningi aldraðra. Svona atburðir mundu því áreiðanlega fá athygli þeirra. Ef þessari aðferð væri beitt markvisst, án þess að fara í manngreinarálit eða flokksgreinar- álit, mundi þessum þjónum okkar fljótt lærast að egna okkur ekki til vandræða. Mótmælaaðgerðir sem þessar gætu farið fram af full- kominni friðsemd og háttprýði svo sem öldruðum sæmir og haft að mottói það sem stendur í gömlu skátavísunni: „kyrrð og ró en þó festu og þor“. Ekkert um okkur, og fyrir okkur, án okkar“. Ólafur Hannibalsson 9. grein stjómsýslulaga nr. 37 1993: Málshraði. Akvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er. Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fýrstu hentug- leika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal til- taka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upp- lýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.