Listin að lifa - 01.06.2006, Page 47
Afdrif aldraðra sem slasast í heima- og frítímaslysum
■ Heima 74%
Innlögn Fossvogur 15%
Innlögn annars staðar 2%
Innlögn Hringbraut 1%
Skoðun 0%
Með lögreglu 1%
■ Óskráð 7%
Hvaða breytingar verða með aldrinum sem hafa áhrifá tíðni
slysa?
Með aldrinum á sér stað ákveðin andleg og líkamleg hrörnun
sem útskýrir að einhverju leyti aukna tíðni heimaslysa á effi
árum. Þeir þættir sem hafa hvað mest að segja þar eru:
• Skertur viðbragðshraði sem hefur orðið hjá nánast öllum um
sjötugt, en skerðing á viðbragði hefur m.a. þau áhrif að við-
komandi á erfiðara með að bregðast við til að reyna að forð-
ast falli.
• Jafnvægi stjórnast af sjón, stöðuskyni í fótum og jafnvæg-
ismiðstöð í eyra. Með árunum minnkar oft virkni þessara
kerfa og þar með verður jafnvægið lakara.
• Sjón breytist með hækkandi aldri. Hlutir sem eru nálægt
verða óskýrari og meiri birtu þarf til að sjá betur.
• Heyrn skerðist með aldrinum og einstaklingar eiga erfið-
ara með að greina hátíðnihljóð eins og í reykskynjurum og í
umferðinni.
• Minnistap er einkum að finna hjá öldruðum. Margvísleg
hætta getur stafað af því, eins og t.d. að það gleymist að kveikt
sé á eldavél og á kertum.
• Beinþynning er vaxandi vandamál sérstaklega hjá konum og
er talið að þriðja hver kona hljóti beinbrot einhvern tíma á
ævinni sem rekja megi til beinþynningar. Til að hafa áhrif á
hana skiptir máli að borða fjölbreytta fæðu og nægilegt kalk
og D-vítamín, stunda reglulega hreyfingu og hvorki reykja né
drekka áfengi óhóflega.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavamasviðs hjá Slysavamafélaginu
Landsbjörg
ÞEGAR GRANNT ER SKOÐAÐ ER AÐEINS EITT
SEM LEGGUR GRUNNINN AÐ VELGENGNI OKKAR..
HJÓLASTÓLAR
HJÁLPARMÓTORAR
HITAHLÍFAR
SPELKUR
ADL TÆKI
SMÁHJÁLPARTÆKI
HÆKJUR
RAFMAGNSHJÓLASTÓLAR
GÖNGUGRINDUR
VINNUSTÓLAR
RAFSKUTLUR
SJÚKRARÚM
RÚMBORÐ
REIÐHJÓL
KERRUR
STANDBEKKIR
HÁRKOLLUR
GERVIBRJÓST
SUNDBOLIR
SJÚKRASOKKAR
HJÓLASTÓLAR
PRlHJÓL
HITAHLÍFAR
SPELKUR
SMÁHJÁLPARTÆKI
ÁNÆGÐIR
VIÐSKIPTAVINIR
Við styðjum þig
Trönuhrauni 8 • Hafnarfjörður • Sími 565 2885 • www.stod.is
47