Listin að lifa - 01.06.2006, Side 52

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 52
Sambandsstjórnarfundur LEB haldinn 1 1. og 1 2. maí 2006 Landssambandið setur sér að ná eftirtöldum markmiðum: að aldraðir geti búið í sjálfstæðri búsetu eins lengi og kostur er; að þeir eigi val um fjölbreytt búsetuform; kost á öflugri, samþættri heimaþjónustu og ýmis konar stoðþjón- ustu - og kjör þeirra verði stórlega bætt. á einni hendi. Þannig má samþætta þjónustuna og gera hana heild- stæðari, auk þess sem hún verður þjóðhagslega hagkvæmari. Að endurskoða ffá grunni lög um málefni aldraðra. Lögin um málefni aldraðra eru orðin úrelt, ekki lengur í takt við nútímaleg við- horf- og því dragbítur á eðlilega ffamþróun í málefnum aldraðra. Til að ná þessum markmiðum skorar sambandsstjórnarfund- urinn á stjórnvöld að verða við eftirfarandi kröfum og beita sér fyrir framgangi þeirra. Að undirbúa flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. Þjónusta við aldraðra verði skilgreind sem nærþjónusta og ábyrgðin Hús Gunnars Gunnarssonar skálds Centre of culture ■ Kulturzentrum ■ Margvíslegar sýningar og menningarviðburðir Allir gestir fá leiðsögn um Gunnar og húsið Fornleifauppgröftur á klausturrústunum Eldri borgarar njóta 50% afsláttar af aðgangi Veitingastofan Klausturkaffi býður upp á: • Hádegishlaðborð og kaffihlaðborð alla daga * Kvöldverðarhlaðborð á mið. og lau. í júlí og ágúst Opið alla daga kl. I0-I8 I5. maí - 12. september Aðgangseyrir kr. 500 Leiðsögn innifalin Hægt að panta þjónustu utan hefðbundins opnunartíma. Hringið í síma 471 -2992 og fáið tilboð í það sem hentar hverjum og einum. Frítt fyrir 16 ára og yngri GUNNARSSTOFNUN www.skriduklaustur.is Stofnun Gunnars Gunnarssonar Simi 471 2990 • Fax 471 2991 Veitingastofa/Café 4712992 klaustur@skriduklaustur.is Við endurskoðun laganna er brýnt: • Að samræma ákvæði sem er að finna í hinum ýmsu laga- bálkum og snerta málefni aldraðra. • Að marka heildarstefnu í málefnum aldraðra sem byggir á hugmyndafræði um jafnrétti og mannréttindi. • Að stjórnsýsla málaflokksins verði skýr og afdráttarlaus varð- andi skyldur og ábyrgð opinberra aðila. • Að fjárframlögum úr Framkvæmdasjóði verði ekki síður varið til uppbyggingar þjónustu- og hjúkrunaríbúða. Aflögð verði fjárframlög úr sjóðnum til reksturs stofnana og launa- greiðslur vegna ákveðinna embætta. • Að marka þá stefnu í búsetumálum aldraðra að ýmsir val- kostir verði til staðar í samræmi við óskir og þarfir eldri borg- ara, og gert verði átak í að fyrir hendi sé nægilegt framboð af þjónustuíbúðum, öryggisíbúðum, hjúkrunaríbúðum, leigu- íbúðum og sambýlum. Mikilvægt er að tryggja öryggi og sjálf- ræði aldraðra í sjálfstæðri búsetu. • Að breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrun- arheimilum þannig að þeir haldi áfram fjárforræði sínu. • Að setja skýr ákvæði um heimaþjónustu, dagdvöl og hvildar- innlagnir. • Að sett verði ákvæði í lögin um réttindagæslu aldraðra. Vitað er að réttindi þeirra eru oft fyrir borð borin, bæði utan stofn- ana sem og innan þeirra. Brýn markmið við endurskoðun laga um almannatryggingar: • Að einfalda kerfi lífeyristrygginga svo það verði auðskildara og virkara fyrir þá sem byggja meginafkomu sína á því. • Að fækka bótaflokkum og skilgreina upp á nýtt. • Að stefna markvisst að því að fella niður eða draga verulega úr tekjutengingum bótaflokka svo að áhrif jaðarskatta verði ekki eins tilfinnanleg og þau eru í dag. • Að tryggja að öryrkjar sem hafa til 67 ára aldurs notið aldurs- tengdrar örorkuuppbótar, fái að halda áfram þessum áunna bótaflokki. • Að endurskoða ákvæðið um endurkröfu lífeyrisgreiðslna TR þar sem heimildin er alltof rúm í dag. e

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.