Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 55

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 55
Þvagleki karla vagleki hjá körlum er ekki algengur kvilli og er oft ein- kenni um sjúkdóm. Hann er mun algengari hjá konum vegna ólíkra neðri þvagvega. Þvagleka karla má skipta í fjóra flokka: áreynsluleka, bráðaleka, yfirflæðisleka og eftirleka. Tilfelli þvagleka hjá körlum ffarn yfir sextugt er oftast bráðaleki, tíðnin er um 4-5%. Eftir það eykst tíðnin verulega og er komin í 35% hjá áttræðum körlum og eldri. Eftirlekinn er ekki eig- inlegur þvagleki og er undantekningin í flokkunum fjórum. Fæst af því sem sagt er hér að neðan gildir því um eftirlekann. Þegar menn finna fyrir þvagleka eiga þeir að láta lækni meta ástandið, vegna þess að þvagleki karla tengist mjög oft sjúk- dómum og hefur oftast veruleg áhrif á líf og líðan karla. Hjá mörgum körlum má rekja þvaglekann til flókins samspils margra þátta og er aðalorsökin ekki alltaf augljós. Hjá eldri mönnum, t.d. með Parkinsons-sjúkdóm ásamt stækkun á blöðruhálskirtli, hafa margir þættir áhrif á þvaglát þeirra og geta valdið þvagleka, t.d. verkun ffá taugum, þvagblöðru og blöðruhálskirtli. Það fer eftir hlutfallslegum áhrifum hvers þáttar á þvaglekann hvernig aðal- einkennin verða og oft þarf að meðhöndla marga þætti í senn til að draga úr þvaglekanum. Því þarf að skýra lítillega þetta sam- spil tauga, blöðru og blöðruhálskirtils. Blaðran hefur tvö gerólík hlutverk, annað er að safna þvagi og hitt er að tæma blöðruna hratt og vel þegar við óskum þess. Taugarnar sjá um að við skynjum það þegar þvagblaðran er full og að við höldum þvaglokanum í samdrætti meðan á fyllingunni stendur. Við þvaglát sjá taugarnar svo um slökun á þvagloka og grindarbotni og samdrátt í blöðru, og að þessi ferli vinni saman. Allt sem veldur ertingu í blöðru (æxli, sýking) veldur tíðari þvag- látum og bráðari. Þegar menn eldast stækkar blöðruhálskirtillinn og hindrar oft þvaglát. Blaðran bregst oftast við þessu með tíðari og aukinni þvaglátaþörf. Breytingar í blöðru vegna aldurs valda sömu einkennum, ásamt slakari samdrætti. Þvaglátaeinkennin segja því oft lítið um orsökina. Eftirleki kallast það þegar smámagn af þvagi lekur úr þvag- rásinni skömmu eftir að þvaglátum lýkur, oftast innan 1-2 mín- útna. Þetta er ekki hefðbundinn þvagleki, heldur verður þvag eftir í þvagrásinni vegna þess að hún þrýstir ekki síðustu drop- unum út. Þetta er töluvert algengt og eykst tíðnin með aldrinum. Eftirlekinn er hvimleiður en hann er sjaldnast einkenni um sjúk- dóm og því saklaus sem slikur. Engin lyf eða meðferðir þekkjast sem lækna eftirleka. Helsta ráðið er að kreppa saman grindar- botnsvöðvana eftir þvaglát, líkt og menn séu í spreng. Stundum dugar þetta þó ekki til og má þá þrýsta á þvagrásina bakvið pung- inn til losna við þessa síðustu dropa. Grindarbotnsæfingar eru taldar hafa góð áhrif. Áreynsluleki er sjaldgæfur hjá körlum og er yfirleitt tengdur sjúkdómum. Þá lekur þvag við áreynslu, hósta eða annað sem eykur þrýsting í kvið. Taugasjúkdómar og vöðvarýrnun geta x valdið svo mikilli slökun á grindarbotni og þvagloku að úr verði leki. Heilaáfall og heilasjúkdómar geta líka haft þessi áhrif. Eina ástæðuna má rekja til skurðaðgerða í grindarholi. Áreynsluleki er t.d. þekktur fylgikvilli aðgerða vegna krabbameins í blöðru- hálskirtli og ristli. Þessum aðgerðum fjölgar og því fjölgar til- fellum þvagleka af völdum þeirra. Meðferð áreynsluleka fer að nokkru eftir grunnorsök hans. Margir þessara karla þjást jafnframt af öðrum truflunum sem valda bráðaleka og þarf þá að meðhöndla þær. Bæta þarf ástand taugasjúkdóma ef hægt er. Grindarbotnsþjálfun getur haft veruleg áhrif, sérstaklega hjá þeim sem fá þvagleka eftir aðgerð. Oft þarf aðstoð sjúkraþjálfara til að ná hámarksárangri þjálf- unar og stundum er einnig reynt að örva grindarbotnsvöðvana með rafmagni. Ef ekkert dugar er stundum gripið til þess ráðs að þrengja þvagrásina með því að sprauta lyfi inn undir slím- húðina. Einstaka sinnum er gerviþvagloka sett utan um þvagrás í aðgerð. Lokan þrýstir að þvagrásinni og heldur henni lokaðri. Sjúklingurinn getur síðan dælt úr lokunni; við það opnast þvag- rásin og þvagið rennur út. Það er þónokkur aðgerð að koma lok- unni fyrir og hentar ekki öllum sjúklingum. Bráðaþvagleki er mun algengari en áreynsluþvaglekinn en orsök hans felst í mun flóknara samspili ólíkra þátta. Hjá mörgum körlum verður ákveðin ofvirkni í eðlilegum viðbrögðum blöðrunnar. Þannig verður þeim mjög brátt mál, jafnvel þó ekki sé mikið í blöðrunni, og ráða þá oft ekki við þvagið sem bara kemur. Oft er enga skýringu að finna á þessari ofvirkni og virðist hún meðfædd hjá sumum. Alls kyns truflanir á taugastarfsemi og stjórn blöðrunnar geta einnig valdið þessum einkennum. Flestir taugasjúkdómar, heilaáföll og elliglöp geta því valdið bráðaleka. I raun má segja að bráðalekinn sé einungis toppurinn á ísjakanum, því auk þeirra sem hafa bráðaþvagleka þjást fjölmargir karlar einnig af tíðum og bráðum þvaglátum án þess að vera svo slæmir að þeir missi þvag. Flestir þessara manna eru viðkvæmir fyrir efnum eins og koffeini og versnar því mjög við kaffidrykkju. Auk þeirra sem þjást af ofvirkni eða öðrum truflunum á stjórn blöðrunnar eru svo þeir sem hafa einkenni stækkunar blöðruhálskirtils eða breytingar á starfsemi blöðru vegna aldurs. Margir eldri menn þjást af tveimur eða fleiri af þessum þáttum og má segja að einn plús einn verði oft að þremur í þeim til- vikum. Þá geta þvagsteinar eða æxli í blöðru valdið sömu ein- kennum. Geislameðferð á grindarholi veldur einnig bráðaþörf á þvaglátum, og blöðrubólga eða aðrar þvagsýkingar valda gjarnan skyndilegum bráðaþvagleka og öðrum kvillum við þvaglát. Allt þarfnast þetta meðhöndlunar. Greina þarf orsök þvaglekans áður en hægt er að meðhöndla hann. Við ofvirkni í blöðru eða truflun á stjórnun hennar má ná góðum árangri með lyfjameðferð og blöðruþjálfun. Lyfin dempa blöðruna, en til að ná fullum áhrifum þarf að taka þau að minnst kosti í íjóra mánuði. Oftast þarf svo að taka lyfið um langan 55

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.