Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 58
Lífið handan við vefinn!
Hugmyndafræðin í uppeldisstefinu dr. Jean Illsley Clark
er afar forvitnileg. Hún segir m.a. að foreldrar, afar og
ömmur séu hið raunverulega Net „Internet.“
Jean Clark sem er mikill Islandsvinur, er að koma í sína fjórðu
Islandsheimsókn í haust og ákveðið að hún haldi fyrirlestur 23.
september. Þessi frábæri fræðimaður, sem fyllti 81. aldursárið
í apríl, er óþreytandi að koma boðskap sínum á framfæri fyrir
unga og aldna, og ferðast enn um heiminn með námskeið og fyr-
irlestra. Hún býr yfir ótrúlegri orku og persónutöfrum sem byggj-
ast á menntun hennar, reynslu og þekkingu á uppeldismálum og
mannlegum samskiptum. Ekki síst geislar út frá henni sú virðing
Gljúfrasteinn býður gesti velkomna
• Hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, þýsku og sænsku
• Margmiðlunarsýning
• Minjagripaverslun
• Gönguleiðir í nágrenninu
Opið alla daga frá kl 9.00-17.00
Aðganseyrirfyrir eldri borgara 250 kr.
Njóttu menningar og útivistar í Mosfellsdalnum
Gljúfrasteinn
/ HÚS SKÁLDSINS
l'uslholl 2!>U /1/U Moslclbbaji / bimi biio öUoo / yljuliost.ciim>tf-y|julidstcmn.is / wvrfw.yljuliustomn.is
og kærleikur sem hún ber fyrir hinum lifandi manni.
Jean Clark hefúr skrifað margar bækur, meðal þeirra má
nefna: Að alast upp aftur, annast okkur sjálf, annast börnin
okkar og Hvað mikið er nóg? Fyrirlestur hennar gengur út á
hlutverk afa og ömmu, þátt þeirra í uppeldinu og gildi hans fyrir
þjóðfélagið. Hvernig reynsla og þekking ömmu og afa getur nýst
barnabörnunum, hjálpað til við að halda íslenskri tungu hreinni,
stuðlað að betri lestrarkunnáttu, aukið þekkingu barna og unglinga
á fortíð sinni. Hvernig samskiptin geta aukið virðingu barnanna
fyrir eldra fólkinu og veitt báðum gleði. Ennfremur kemur hún inn
á gildi þess að segja söguna - flytja arfinn og þekkja ræturnar.
I fyrirlestri sínum kemur Jean Clark inn á: Sótti langafi
sjóinn? Hvaðgerði langammaþegar hann var að heiman?
Hvað voru börnin mörg? Hvað var húsið stórti Hvers
vegna fengu þau ekki appelsínur á veturna? Hvað verja
börnin löngum tíma á Netinu eða fyrir framan sjónvarpið
í samanburði við tímann sem þau eiga með foreldrum, afa
og ömmui Afar og ömmur eru fólkið sem kann sögur og fjöl-
skyldusögur hjálpa börnunum til að vita hver þau eru og hvaðan
þau komu. Börn þurfa að heyra frásagnir um forfeður sína til að
skynja gildi og skapgerðareinkenni sem þau hafa hlotið í arf.
Hertha W. Jónsdóttir hefur kynnst dr. Jean Clark, verið á
námskeiðum hjá henni, kynnst bókunum hennar og hlustað á
margra fyrirlestra. Hún segir að við megum alls ekki missa af fyr-
irlestri hennar 23. september næstkomandi. „Boðskapur hennar
hjálpar okkur að tengja kynslóðirnar saman.”
cii'i oorcjti
Rfsláttur
35%
fyrir eldri borgara
af öllum vörum
Laugavegi 62
sími 511 6699
sjan
i
Garðatorgi Glæsibæ
sími 511 6696 sími 511 6698