Fréttatíminn - 20.03.2015, Qupperneq 2
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
H V Í T T S Ú K K U L A Ð I
PÁSKARNIR ERU TÍMI FYRIR LINDU
facebook.com/goa.is
ENGU ÖÐRU EGGI LÍKT
Illugi til Kína
Þetta er ekkert
spurning um
heimsyfirráð
- mér finnst
bara gaman að
standa í fram-
kvæmdum
Viðskipti ÚtibÚ frá the Laundromat Café í osaka
Vilja opna kaffihús
Frikka Weiss í Japan
Unnið er að því að opna útibú
frá The Laundromat Café í
Osaka í Japan. Friðrik Weiss-
happel, stofnandi veitinga-
staðarins, segir þetta spenn-
andi verkefni. Hann kveðst
hafa tröllatrú á því þótt ekkert
sé frágengið enn. Sjálfur
stefnir hann að því að opna
fjórða staðinn í Kaupmanna-
höfn innan tíðar.
Þ etta er gríðarlega spennandi en getur auðvitað brugðið til beggja vona þar til samning-
ar hafa verið undirritaðir,“ segir
Friðrik Weisshappel, veitingamað-
ur í Kaupmannahöfn.
Unnið er að því að opna útibú frá
veitingastað Friðriks, The Laundro-
mat Café, í Osaka í Japan síðar á
árinu. Friðrik rekur sem kunnugt
er þrjá Laundromat-veitingastaði
í Kaupmannahöfn. Íslenskt útibú
var opnað í Austurstræti árið 2011.
Staðurinn í Osaka yrði rekinn með
svokölluðu „franchise“-leyfi frá
Laundromat í Kaupmannahöfn.
„Japanirnir hafa komið tvisvar
til mín og eru búnir að rissa upp
samning á japönsku. Þeir tala ekki
ensku þannig að ég þurfti að ráða
túlk,“ segir Friðrik. „Þeir eru byrj-
aðir að leita að húsnæði í Osaka og
þegar það finnst mun ég fljúga 4-5
sinnum þangað til að setja þetta af
stað. Svo verður kokkur í læri hjá
okkur í Kaupmannahöfn.“
Hvernig kemur þetta til, að Jap-
anir hafi áhuga á því að opna útibú
frá The Laundromat Café?
„Þeir komu bara til mín. Þeir
höfðu frétt af staðnum frá jap-
önskum manni sem hafði verið
hér ásamt dönskum vinum og voru
kannski bara orðnir leiðir á sushi,“
segir Friðrik og hlær.
Friðrik hefur kynnst ýmsu á
sinni tíð en viðskipti við Japana eru
öðruvísi en annað sem hann hefur
fengist við. „Þetta er mjög sérstök
upplifun. Þeir komu með gjafir og
ég færði þeim gjafir á móti. Svo
þegar ég skálaði við þá höfðu þeir
alltaf glasið undir mínu af því ég er
eldri. Ég þurfti að lesa mér til um
viðskiptasiði þeirra.“
„Það er vilji frá báðum hliðum að
þetta verði að veruleika og ég hef
tröllatrú á að svo verði. Við tókumst
alla vega í hendur og mér er sagt að
þegar japanskur viðskiptamaður tek-
ur í höndina á manni geti hann ekki
brugðist því sem hann samþykkir.“
Friðrik opnaði fyrsta Laundro-
mat-staðinn í Kaupmannahöfn árið
2004 og síðan hefur þeim fjölgað í
Friðrik Weiss-
happel hefur
setið tvær samn-
ingalotur með
japönskum við-
skiptamönnum
sem stefna að
því að opna The
Laundromat Café
í Osaka síðar á
árinu. Hann mun
sjálfur fylgja
eftir opnun
staðarins þar í
landi. Ljósmynd/
Martin Stampe
þrjá eins og áður segir. Hann ber
sig vel og stefnir á að færa enn frek-
ar út kvíarnar. „Það gengur bara
vel og ég stefni á að opna fjórða
staðinn. Hvenær það verður er ég
ekki alveg viss um, það gæti orðið
eftir sex mánuði eða tvö ár. Ég er
með tvær staðsetningar í huga og
langar til að gera þetta. Þetta er
ekkert spurning um heimsyfirráð
– mér finnst bara gaman að standa
í framkvæmdum.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
toLLgæsLa andabLóð sem Lagt Var haLd á Var sagt ætLað tiL sÚpugerðar
Krókódílshaus og andablóð í tollinum
Þurrkaður krókódílshaus,
hálfur annar lítri af anda-
blóði og tugir hrárra eggja
voru meðal þess sem ís-
lenskir tollverðir stöðvuðu
við landamæraeftirlit á síð-
asta ári. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Tollstjóra.
Andablóðið var sagt ætlað
til súpugerðar. Innflutn-
ingur hrárra dýraafurða er
bannaður.
Hvað varðar krókódíls-
hausinn fellur hann undir
svokallaðan CITES samn-
ing um alþjóðaverslun með
plöntur og dýr í útrýming-
arhættu. Sá sem ferðaðist
með hann framvísaði föls-
uðu CITES vottorði frá Tæ-
landi, það er fölsuðu leyfi
til útflutnings á hausnum.
Mark mið CITES samn-
ings ins er að vernda teg-
und ir dýra og plantna
sem eru í út rým ing ar-
hættu með því að stjórna
alþjóðleg um viðskipt um
með þær. Alls eiga 178
lönd aðild að CITES samn-
ingn um Toll stjóri bend-
ir á að flutn ing ur dýra og
plantna, sem flokkuð eru
í út rým ing ar hættu, eða
afurða þeirra milli landa
er ekki leyfi leg ur nema að
fengnu leyfi hjá Um hverfi s-
stofn un.
Tollstjóri vekur sérstaka
athygli á þessu þar sem
brögð eru að því að stöðva
þurfi send ing ar í tollaf-
greiðslu, sem inni halda
afurðir dýra sem eru á vá-
l ista eins og þessi dæmi.
Þurrkaði krókó-
dílshausinn sem
tollgæsla fann
þegar hún stöðv-
aði ferðalang
sem framvísaði
fölsuðu leyfi
til útflutnings
á hausnum frá
Tælandi. Ljósmynd/
Tollstjóri
Illugi Gunnarsson mennta- og menn-
ingarmálaráðherra fer til Kína í dag
í vinnuferð ásamt nokkrum starfs-
mönnum ráðuneytisins og fleirum.
Einnig verða í för fulltrúar frá Marel og
Orku Energy. Í tilkynningu frá mennta-
og menningarmálaráðuneytinu segir að
ráðherrann haldi fundi með ráðherrum
menntamála, menningarmála og vísinda
og rannsókna.
Lúðrablástur í Banka-
stræti
Auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti
hlaut íslensku markaðsverðlaunin fyrir
árangursríkustu auglýsingaherferð ársins
við afhendingu Lúðursins síðastliðinn
föstudag og fögnuðu starfsmenn árangr-
inum með lúðrablæstri í Bankastræti.
Þetta er í sjötta sinn sem þessi tiltekni
lúður fellur H:N í skaut af þeim sjö skiptum
sem þau hafa verið afhent. Það var
auglýsingaherferð sem unnin var fyrir
Happdrætti SÍBS sem þótti skila bestum
árangri að þessu sinni. Brandenburg fékk
fimm verðlaun á Lúðrinum, flest allra
auglýsingastofa. Næst kom Jónson &
Le’macks með tvenn verðlaun. Pipar/Tbwa
var valin besta auglýsingastofan, og hlaut
auk þess verðlaun fyrir bestu herferðina.
Handrit í lög-
reglufylgd
Fimm handrit
voru í gærmorgun
flutt í lögreglufylgd
í Aðalstræti 16, þar
sem Landnámssýningin - Borgarsögusafn
Reykjavíkur er til húsa. Þar verða þau
hluti af sýningunni Landnámssögur - arfur
í orðum sem hefst í Borgarsögusafni á
laugardag. Á sýningunni gefst fólki loks
tækifæri á að sjá hluta af handritunum,
helstu gersemum þjóðarinnar, en þau hafa
ekki verið til sýnis um langt skeið. Sýningin
er gerð í samstarfi við Árnastofnun ís-
lenskra fræða og er Guðrún Nordal í for-
svari fyrir þau varðandi þessa sýningu.
Íslenski ferðaklasinn
stofnaður
Fjölmennur stofn-
fundur Íslenska ferða-
klasans var haldinn í
liðinni viku en hann er
samstarfsvettvangur
aðila sem starfa á
sviði ferðaþjónustu
og tengdum atvinnu-
greinum. Hlutverk félagsins er að efla sam-
keppnishæfni og auka verðmætasköpun
íslenskrar ferðaþjónstu. Klasasamstarfið
er, að því er fram kemur í tilkynningu,
hrein viðbót við þá starfsemi sem unnin er
á sviði ferðamála, eins og hjá Samtökum
ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og
Íslandsstofu og kemur ekki í stað
þeirra. Klasinn mun stuðla að
auknu samstarfi við þessa aðila
sem og aðra um land allt. For-
maður Íslenska ferðaklasans er
Sævar Skaptason frá Ferðaþjón-
ustu bænda.
2 fréttir Helgin 20.-22. mars 2015