Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 14
Allt okkar skipulag gerir ráð fyrir að við séum að fara í verkfall Ætla að massa baráttuna Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasam- bandsins, sér ekki annað í stöðunni en að verkfall skelli á eftir páska enda sé það eina vopnið sem fólkið hafi þegar mótaðilinn sé jafn óbilgjarn og raun ber vitni. Hún menntaði sig í vinnurétti beinlínis til að geta starfað á þessu sviði og var nýútskrifuð frá Svíþjóð þegar hún hóf störf hjá SGS fyrir hálfu þriðja ári. Drífa hefur í vetur lagt stund á kraftlyftingar af kappi og segir bætt úthald sannarlega koma sér vel í baráttunni sem stendur yfir. É g hef stundað kraftlyftingar af kappi í allan vetur og hef verið að byggja mig upp fyrir komandi átök,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins. „Mér finnst íþróttir almennt frekar leiðinlegar og hef aldrei enst jafn lengi í skipulagðri íþrótt á ævinni. Það er bara alveg svakalegt kikk að finna hvað maður verður sífellt sterkari og hvað orkan og lífsgæðin aukast samhliða því,“ segir hún. Það er sannarlega óhætt að tala um átök framundan hjá Drífu því það stefnir í mestu átök á almennum vinnumarkaði í áratugi. „Ég sé ekki annað í stöðunni en að það verði af boðuðum verkföllum. Allt okkar skipulag gerir ráð fyrir að við séum að fara í verkfall,“ segir Drífa. Starfsgreinasambandið, SGS, kynnti í vikunni verkfallsaðgerð- ir sem gætu hafist þann 10. apríl mæti Samtök atvinnulífsins ekki kröfu SGS um 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Lægstu taxtar eru 201 þúsund. Þegar við fórum af stað með þessa kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun voru margir hreinlega gáttaðir á því að það væri fólk sem í alvöru fengi minna en það. Framfærsluviðmið miðast við að fólk þurfi um 300 þúsund að lágmarki, með þann pening er fólk ekki að leyfa sér neitt. Mér finnst það vera á ábyrgð verkalýðshreyf- ingarinnar og mótaðila að koma launum upp í það sem það kostar að lifa og meira til,“ segir hún. Nýtir reynsluna úr pólitíkinni Við sitjum á skrifstofu Drífu í Guð- rúnartúni þar sem SGS er til húsa, ásamt til að mynda Eflingu sem er eitt af 19 aðildarfélögum. Það er bankað á hurðina og inn um gætt- ina lítur maður sem spyr hvort það verði mikill handagangur í öskj- unni í einmitt þessu húsi ef verður af verkföllum en Drífa segist reikna með því að það verði frekar á skrif- stofum aðilarfélaganna. Þegar maðurinn hefur kvatt útskýrir hún að þetta hafi verið húsvörðurinn. „Þetta var hann Flosi. Hann var val- inn starfsmaður mánaðarins þegar hann var búinn að vinna hér í tvær vikur. Það er svo dýrmætt að vinna með góðu fólki,“ segir hún. Drífa tók við af Kristjáni Bragasyni sem framkvæmdastjóri SGS haustið 2012. Hún hafði þá nýlokið meistara- gráðu í vinnurétti frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð en hún er einnig menntnaður tækniteiknari frá Iðn- skólanum í Reykjavík, viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands og starfaði raunar hjá Iðnnemasambandinu á árum áður. „Áhugi minn hefur alltaf verið á þessu sviði. Ég fór beinlínis að mennta mig í Svíþjóð því þetta er sá vettvangur sem mig langar að starfa á. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til verkalýðshreyfingarinnar og verkalýðsbaráttu og þegar ég út- skrifaðist úr viðskiptafræði skrifaði ég lokaritgerð um kjarasamninga og launamun kynjanna,“ segir Drífa en hún hefur einnig starfað sem fram- kvæmdastýraVinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs og Samtaka um kvennaathvarf. „Reynslan úr pólitík- inni nýtist mér vel hér. Við erum að reyna að samræma ólík sjónarmið og fá fólk saman í sameiginlega bar- áttu. Innan verkalýðshreyfingar- innar eru margir öflugir karakterar með sterkar skoðanir, rétt eins og í pólitíkinni. Það sem kom mér mest á óvart er hversu mikil þekking er innan hreyfingarinnar, hvað starfið er lýðræðislegt og hvað almennum félögum er gert auðvelt að koma að stefnumótun. Þó að út á við sé verka- lýðshreyfingin með fá andlit þá er fjöldinn svo miklu meiri. Innan okkar aðildarfélaga starfa hátt í hundrað manns þegar allt er talið,“ segir hún. Eina vopnið sem fólkið hefur Drífa segir að stærsta áskorun- in framundan séu samningarnir sjálfir. „Við erum með sérstaklega óbilgjarna mótaðila sem hafa sýnt mikla hörku,“ segir hún og vísar þar til Samtaka atvinnulífsins. „Þeir hafa boðið lægst launaða fólki landsins 3-4% hækkun. Allar aðrar stéttir hafa verið að semja um tugi þúsunda króna hækkanir, svo sem kennarar, læknar og flugstjórar. Það er tónninn sem hefur verið gefinn. Síðan þegar við komum að borðinu voga þau sér að bjóða innan við 10 þúsund krónur í hækkun. Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti að stefna fólki í verkfall en okkur er nauð- ugur sá kostur því það var ekkert annað í stöðunni. Þegar ég var að læra vinnumarkaðsfræði á sínum tíma var talað um að verkfallsvopnið væru úrelt baráttutæki því við vær- um búin að ná svo miklum þroska í samningum og þyrftum því ekki að nota þetta vopn. Ég segi á móti að þetta er eina vopnið sem fólkið hef- ur og það sýnir sig á svona tímum að það þarf að nota það,“ segir hún. SGS fer með samningsumboð fyrir 16 af 19 aðildarfélögum en þau sem tilheyra Flóanum semja sér. „Við höfum sett saman sam- inganefndir sem eru fulltrúar allra þeirra félaga sem við erum með umboð fyrir og öll þessi félög eru með samninganefndir hjá sínum fé- lögum og aðgerðarhópa. Þetta eru því fleiri hundruð manns sem koma að svona aðgerðum,“ segir Drífa. Hún telur að miðað við þann hljómgrunn sem kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar hafa fengið hjá al- menningi reikni hún með því að þeim verði sýndur skilningur. „Verk- föll eiga að bíta og hafa sem mest áhrif. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á daglegt líf fólks og ég treysti á að almenningur sé með okkur í því að mynda þrýsting til að kröfum okk- ar verði mætt,“ segir Drífa en þeir sem leggja niður störf ef verður af verkfalli er meðal annars fólk í fram- leiðslu, ferðaþjónustu og ræstingum. Í þeim gríðarlegu önnum sem hafa verið og eru framundan hefur það sannarlega komið sér vel hversu orkumikil Drífa er eftir kraftlyfting- arnar. „Ég fann fyrir því í fyrrasum- ar þegar ég var að klífa fjöll hvað ég var orðin léleg og móð. Ég ákvað að styrkja mig og þegar ég spurðist fyrir ráðlögðu flestir mér að fara í kraftlyftingarnar. Allar konur sem ég þekki sem hafa byrjað í þessu eru virkilega hrifnar,“ segir Drífa en hún er að æfa hjá hinum vinsæla þjálfara Ingimundi Björgvinssyni ásamt fleiri konum. „Ég ætla ekki að gefa upp neinar tölur um hverju ég er að lyfta en Ingimundur heldur vel utan um sitt fólk. Ég hef líka verið að miða mig við vinkonur mínar og við jafnvel farið í góðlátlega sam- keppni. Ég er gríðarlega ánægð með hvað ég er komin með mikið út- hald og orku, og það skiptir sérstak- lega miklu þegar álagið í vinnunni er eins og þessa dagana,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins, fór að æfa kraftlyftingar í haust til að auka þol og segir þá auknu orku sem því fylgir koma sér ein- staklega vel í baráttunni sem framundan er kjaramálum verkalýðs- ins. Ljósmynd/Hari 14 viðtal Helgin 20.-22. mars 2015 Siemens - Spanhelluborð EH 651FE17E Án ramma. Fjórar spanhellur. Aflaukaaðgerð. Tímastillir. Snertisleði. Tækifærisverð: 114.900 kr. (Fullt verð: 139.900 kr.) Siemens - Bakstursofn HB 63AB522S (stál) Með brennslusjálfhreinsun. Sex hitunaraðgerðir. Hraðhitun. Nákvæm hitastýring. Tækifærisverð: 157.900 kr. (Fullt verð: 189.900 kr.) Tækifæri í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.