Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Síða 24

Fréttatíminn - 20.03.2015, Síða 24
„Eftir að ég fór heim hugsaði ég bara um það hvort ég ætti að þora að senda henni vina- beiðni á Facebook en þorði því svo ekki.“ Dhanak seg- ist hinsvegar hafa verið hugrakkari því hún sendi Jó- hannesi vinabeiðni þá um kvöldið og þannig hófust kynni þeirra fyrir alvöru.“ Ást við fyrstu sýn Dhanak Naz og Jóhannes Ari Lárusson Hólm hittust fyrst á bænastund á heimili Dhanak og segja það hafa verið ást við fyrstu sýn. Jóhannes tók íslamstrú viku síðar og tveimur vikum síðar voru þau trúlofuð. Þau ætla alltaf að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og dreymir um að eiga gott líf, sama hvar í heim- inum það býðst. Samband þeirra mætti mótlæti í byrjun en þau segjast aldrei finna fyrir fordómum í sinn garð. Fordómar gagn- vart íslam komi frá mjög afmörkuðum hópi fólks. Þ að eru tvö ár síðan við kynnt-umst og það er dálítið fyndin saga á bak við það,“ segir Dhanak aðspurð um það hvernig þau Jóhannes hafi kynnst. Við erum stödd á heimili þeirra á stúd- entagörðunum í Grafarholti þar sem þau búa með þriggja mánaða gamalli dóttur sinni, Söru Soffíu. Jóhannes Ari er að læra rafmagns- og tölvunarverkfræði í Háskóla Ís- lands en Dhanak hefur tekið sér hlé frá námi í grafískri miðlun og nýtur þess að vera í fæðingarorlofi. Mikilvægt að halda í hefðirnar „Jóhannes og systir mín voru í sama vinahóp í Tækniskólanum og Jóhannes var mjög forvitinn um íslam og langaði greinilega að læra meira um okkar trú og hefðir,“ seg- ir Dhanak en hún er frá Pakistan og er múslimi líkt og allir hennar fjölskyldumeðlimir. Fjölskyldan mætir alla föstudaga á bænastund- ir í Ýmishúsinu við Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslima á Ís- landi hefur aðsetur en auk þess er faðir Dhanak alltaf með bænastund fyrsta sunnudag hvers mánaðar fyr- ir stórfjölskylduna á heimili þeirra við Kleppsveginn. „Þá biðjum við saman en pabbi gerir þetta fyrst og fremst til að stórfjölskyldan geti hist reglulega. Lífið á Íslandi er svo mik- ið þannig að allir eru alltaf upptekn- ir og hafa sama og engan tíma fyrir fjölskylduna svo þetta er góð leið til að fá alla saman. Þetta er okkar leið til að halda hópinn og halda í gaml- ar hefðir svo enginn gleymi menn- ingunni sem við komum úr.“ Systir Dhanak ákvað að bjóða forvitna vini sínum á bænastund svo hann gæti kynnst íslam og fjölskyldunni. Dhanak var hugrakkari „Það var bara ást við fyrstu sýn,“ segir Dhanak. „Ég var nú á báðum áttum,“ segir Jóhannes þá og þau skellihlæja bæði tvö. „Eftir að ég fór heim hugsaði ég bara um það hvort ég ætti að þora að senda henni vinabeiðni á Facebook en þorði því svo ekki.“ Dhanak segist hinsvegar hafa verið hugrakkari því hún sendi Jóhannesi vinabeiðni þá um kvöldið og þannig hófust kynni þeirra fyrir alvöru. „Ég hef alltaf verið forvitinn um trú og hefðir annarra landa,“ segir Jóhannes. „Ætli það hafi ekki byrj- að þegar pabbi kynntist konu í Mar- okkó sem var múslimi og ákvað í kjölfarið að gerast sjálfur múslimi. Þau giftu sig fyrir mörgum árum og búa í Portúgal í dag. Það var í raun pabbi sem leiðrétti mína fordóma því áður en ég kynntist íslam í gegn- um hann þá hélt ég að allir múslim- ar væru hryðjuverkamenn. Pabbi fræddi mig um sögu og hefðir trúar- innar og ég var fljótur að sjá að hún er alls ekki svo ólík kristni, enda eru þessi trúarbrögð mjög tengd,“ segir Jóhannes sem var alinn upp á kristnu heimili. „Stjúpfaðir minn er í Fíladelfíusöfnuðinum svo ég fékk snemma að kynnast ólíkum trúar- brögðum. Ég bjó með honum og móður minni í Danmörku sem ung- lingur og þá kynntist ég líka inn- flytjendasamfélaginu þar sem opn- aði augu mín fyrir því að múslimar eru ekkert öðruvísi en annað fólk.“ Gerðist múslimi viku eftir fyrstu kynni „Viku eftir að við Dhanak kynnt- umst fór ég á bænastund í Ýmis- húsinu þar sem ég fór með trúar- játninguna og gerðist formlega múslimi,“ segir Jóhannes. „Ég var auðvitað búinn að vera að spá í þessa hluti og verið leitandi í lang- an tíma. Mér finnst nauðsynlegt að hlúa að hinu andlega en það gleym- ist oft í hraðanum sem einkennir íslenskt samfélag. Ég held að það sé okkur öllum mikilvægt að iðka einhverskonar trú sama hvers kyns hún er en þegar ég fór að lesa Kór- aninn þá fannst mér ég hafa fundið eitthvað sem höfðaði til mín. Mér fannst ekkert mál að fara með trúar- játninguna því ég var kominn með góða ástæðu til að taka skrefið alla leið,“ segir Jóhannes en Dhanak bætir því kímin við að hann hafi bara þurft að kynnast henni og ást- inni til að taka skrefið til fulls. Daginn sem Jóhannes tók trú var mjög efnaður maður frá Mekka á staðnum sem heillaðist svo af þess- um unga Íslendingi sem vildi læra um íslam að hann ákvað að bjóða honum til Mekka. „Það var mjög gaman að fara til Mekka. Mér leið vissulega ekki eins og flestum í kringum mig sem margir hverjir höfðu beðið alla ævi eftir því að komast, ég var ekki jafn snortinn og það fólk, en þetta hafði samt mikil áhrif á mig.“ Trúlofuð eftir tvær vikur Vikur eftir að Jóhannes gerðist mús- limi ákvað unga parið að trúlofa sig. „Við hittumst nokkrum sinnum eftir trúarjátninguna og við vorum bara alveg viss,“ segir Dhanak. „Ég sagði pabba frá því að okkur líkaði mjög vel við hvort annað og að okkur langaði til að hittast meira og hann útskýrði fyrir mér að Jóhannes þyrfti að biðja hann um leyfi til að hitta mig.“ Dhanak Naz og Jóhannes Ari ásamt dóttur sinni Söru Soffíu. Dhanak og Jóhannes kynntust í gegnum systur Dhanak fyrir tveimur árum og vissu um leið að þau vildu eyða ævinni saman. Eftir að hafa fengið leyfi frá föður Dhanak til að hittast bað Jóhannes um hönd hennar tveimur vikum eftir þeirra fyrstu kynni. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 20.-22. mars 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.