Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 34

Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 34
É g hef alltaf verið með mikla hreyfiþörf og stundaði hlaup lengi vel. Ég kynntist svo Kristbjörgu Kristmundsdóttur jóga- kennara og lærði jógafræðin hjá henni,“ segir Gyða Dís, eins og hún er gjarnan kölluð. Gyða Dís segir að jóga snúist um svo mikið meira en bara jógastöður. „Öndunaræfingar og hugleiðsla er stór hluti af jóga og ávinningurinn er fallegur og tónaður líkami. Við þurfum að líta á jóga sem meira en bara líkams- rækt. Það skiptir miklu máli að líta inn á við og ég legg áherslu á það í tímunum hjá mér. Eftir að ég byrjaði að stunda jóga af krafti finnst mér ég vera heilli manneskja. Ég stend meira með sjálfri mér og vil alltaf fara aðeins lengra.“ Það hefur Gyða Dís svo sannarlega gert því í dag er hún í framhaldsnámi í jóga. „Það er alltaf hægt að bæta einhverju við sig í þessum fræðum. Í náminu er munkur meðal kennara og það er al- veg einstakt að fá að læra hjá svona góðum kennara.“ Erfitt að setja eigin heilsu í fyrsta sæti Gyða Dís hefur hins vegar ekki allt- af sett heilsu sína og hugarrækt í fyrsta sæti. „Við hjónin eigum þrjá uppkomna syni og er einn þeirra hreyfihamlaður og þarf hjálp við all- ar athafnir daglegs lífs. Þegar mað- ur á langveikt barn er mjög erfitt að setja sína eigin heilsu í forgang, en það er samt lífsnauðsynlegt. Árið 2003 ákvað ég að taka sjálfa mig í gegn og byrjaði á mataræðinu og svo kom hreyfingin seinna meir. Synir mínir segja að ég sé eins og Benjamin Button, heilsan og útlitið verður bara betra með aldrinum,“ segir hún og hlær. Ætlaði aldrei að verða jóga- kennari Gyða Dís fór ekki í jógakennara- nám til að verða jógakennari, held- ur til að rækta sjálfa sig og kynn- ast sjálfri sér. „Ég sá ekki fyrir mér að fólk myndi mæta í tíma til mín. „Jóga með Gyðu Dís“ var fjarlæg til- hugsun. En ég hoppaði út í djúpu laugina og kenndi alls konar hópum, bæði þeim sem ég þekkti og þekkti ekki. Ég tók til dæmis hlaupahóp- inn minn í kennslu og foreldra í fé- laginu Einstök börn.“ Í dag kennir Gyða Dís í Hreyfingu, Gerplu og Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabba- mein og aðstandendur þeirra. „Þar er fólk sem er að koma til baka eft- ir lyfjameðferð og það hefur verið virkilega gefandi og skemmtilegt að vinna með þeim. Svo hef ég líka verið að vinna með afrekskrökkum í fimleikum í Gerplu sem er mjög skemmtileg upplifun.“ Jógadýnan er þinn heilagi staður Hugleiðsla spilar stóran þátt í jóga- kennslunni hjá Gyðu Dís. „Mér finnst mikilvægt að tengja inn á við. Þegar þú rúllar dýnunni þinni út í byrjun tímans er það þinn heilagi staður. Ég fer svo með möntru í lok hvers tíma. Jóga kennir okkur að hugsa fallega, tala fallega og gera góðverk. Fólk þarf ekki að vita af því. Jóga snýst í raun um að gefa af sér til annarra, því við fáum þetta svo allt til baka. Þetta snýst allt um karma.“ Af hverju að lyfta lóðum þegar þú getur lyft eigin líkama? Jógastöðurnar eru margar og fjöl- breytilegar en Gyða Dís segir að fólki finnist almennt skemmtileg- ast að reyna við erfiðustu stöðurnar. „Handstaðan er ein af þeim og þeg- ar ég rakst á áskorun erlendis sem fólst í því að gera eina handstöðu á dag í 365 daga langaði mig að taka þátt sjálf og dreifa boðskapnum.“ Áskorunin hófst 15. september en Gyða Dís hvetur fólk til að hoppa inn í hvenær sem er. Hún birtir myndir af handstöðunum sínum undir merkinu #handstada365 á Instagram og Facebook og segir viðtökurnar vera fyrst og fremst skemmtilegar. „Fólk er einnig farið að fylgjast með og hugsa hvar ég verði eiginlega næst, þannig ég reyni að gera flestar handstöður úti, en það hefur verið frekar erfitt síð- ustu vikur.“ Gyða Dís segir ávinn- inginn af því að gera handstöðu sé margþættur. „Með því að gera hand- stöðu daglega styrkir þú kviðvöðv- ana, úlnliði, handleggi og hrygg- súluna. Þú róar einnig hugann, blóðflæði til höfuðs eykst og orkan eykst til muna. Aukið blóðflæði er líka eins og náttúrulegt bótox þar sem gott blóðflæði hægir á öldrun.“ Það er því um að gera að prófa, en Gyða Dís segir að það sé mikilvægt að fara rólega af stað. „Leggðu lóf- ana í gólfið upp við vegg og fáðu til- finninguna, svo kemur að því að þú nærð að sparka öðrum fætinum upp, lengra og lengra.“ Gyða Dís heldur úti bloggsíðu: www.gydadis.is og þar er hægt að finna ýmsa fróðleiks- mola um jóga og hugleiðslu, en líka margt annað, til dæmis matarupp- skriftir og vangaveltur um lífið og tilveruna. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Handstaða á dag í 365 daga Jóga spilar stórt hlutverk í lífi Gyðu Þórdísar Þórarinsdóttur. Fyrir tíu árum hefði hún hins vegar aldrei trúað því að hún ætti eftir að kenna jóga fyrir fullum sal af fólki á hverjum degi, hvað þá að hún myndi standa á höndum út um allan bæ og birta myndir af því á veraldarvefnum. Gyða Dís tók þeirri áskorun að gera eina handstöðu á dag í eitt ár og birta myndir af því á netinu undir #handstada365. „Handstaðan er ein erfiðasta jógastaðan sem gerir áskorunina enn skemmtilegri.“ Gyða Þórdís Þórarinsdóttir tók þá ákvörðun fyrir 12 árum að setja eigin heilsu í fyrsta sæti. Nú stundar hún og kennir jóga daglega og ræktar hugann í leiðinni. Mynd / Hari. 34 viðtal Helgin 20.-22. mars 2015 LONDON flug f rá 9.999 kr. BERLÍN flug f rá 13.999 kr. ALICANTE, BENIDORM flug f rá 18.999 kr. KÖBEN flug f rá 9.999 kr. PARÍS flug f rá 12.999 kr. ÞÚ GETUR FLOGIÐ! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.