Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 36

Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 36
Hvað er í ísskápnum heima hjá flottustu kokkum landsins? Nennir maður að elda heima hjá sér á kvöldin þegar maður vinnur við það allan daginn? Fréttatíminn ræddi við fjóra af þekktustu kokkum landsins og fékk að kíkja í ísskápinn heima hjá þeim. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ljósmyndir/Hari Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu Að innan er glerið meðhöndlað með NANO tækni til að halda óhreinindum frá. 90 90 TEMPERED GLASS EN14428 UNIQ 4202 uppfyllir öryggiskröfu EN 14428 FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ „Ég elda flesta daga, örugglega í svona 97 prósent tilvika. Ég viðurkenni þó að ég dett stundum í að panta pítsu á föstudögum,“ segir Eyþór Rúnarsson. Eyþór býr með konu sinni og tveimur börnum, fimm ára strák og tæplega eins og hálfs árs stelpu, í Kópavoginum. „Það er oftast reynt að elda eitthvað sem allir vilja borða en stundum geri ég eitthvað fyrir mig og konuna og annað fyrir börnin.“ Nafn: Eyþór Rúnarsson. Starf: Yfirkokkur á Gló og sjónvarpskokkur á Stöð 2. Búseta: Kópavogur. Sinnep. Fínt í sósur og dress- ingu. Spælt egg og sinnep klikkar heldur ekki.  Heimatilbúið pestó og ristuð hvítlauksolía. Maður hendir í eitthvað annað slagið.  Úlfur IPA-bjór. Einn bjór með pítsunni á föstudögum. Það er nauðsynlegt.  Safar frá Gló. Maður reynir að vera heilsu- samlegur og sullar þessu í sig. Geitaostur. Hann er í miklu uppáhaldi hjá, frábær til að setja á salat. Ég reyni að eiga alltaf parmesan-ost og stundum geitaost. Andafita. Ég nota andfitu stundum með sunnudags- matnum, til dæmis t il að baka grænmeti. Þetta gefur hrikalega gott bragð og djúsar það aðeins upp. Krakkalýsi. Sjálfur tek ég lýsispillur á hverjum morgni. „Já, ég myndi segja að við værum frekar dugleg að elda heima, bæði ég og maðurinn minn. Við eldum mikið af grænmetisréttum og allskonar mat.“ segir Hrefna Rósa Sætran. Hún segist panta sér grænmeti, mjólkurvörur frá Bíóbú og fleira frá Græna hlekknum vikulega. „Það er mjög þægilegt, þá þarf maður bara að kaupa aðalhlut- ina úti í búð.“ Hrefna segir að smekkur foreldranna fái að ráða við val á kvöldmatnum. „Börnin okkar eru á leikskóla þar sem boðið er upp á rosa góðan grænmetismat. Við vitum því að þau eru vel nærð og getum gert eitthvað rosa fullorðins í kvöldmatinn.“ Nafn: Hrefna Rósa Sætran. Starf: Eigandi Fiskmark- aðarins og Grillmarkaðar- ins. Sjónvarpskokkur á RÚV. Höfundur matreiðslu- bókanna Fiskmarkaðurinn og Grillréttir Hagkaups. Búseta: 101 Reykjavík.  Mjólk frá Bíóbú. Keyptar og heimsendar í gegnum Græna hlekkinn.  Grænmeti. Keypt og heimsent í gegnum Græna hlekkinn.  Ávextir. Við höfum í nokkur ár gert safa í djúsvél. Það er komið til að vera.  Bjór. Þetta er áhugamál á heimilinu. Hér eru oft keyptir mjög skrítnir bjórar. Maðurinn minn er sér- staklega áhugasamur um bjór, hann er alveg farinn.  Filmur í Polaroid-vél. Kjúklingur frá Litlu gulu hænunni. Við erum mjög hrifin af honum og finnum gæðamun á honum og öðrum kjúklingi. Ég mæli með honum. Franskur ostur. Ég hef það fyrir venju að þegar ég fer til útlanda kaupi ég eitthvað gúrmet og tek með heim í stað þess að kaupa dót til að gefa. Ég kaupi oft fínan kavíar eða ost. 36 matur Helgin 20.-22. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.