Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 5
'Gfni
Stjórnunarfélag Islands lýkur
þriðja starfsári............ 38
Efling niðursuðuiðnaðar —
Forustugrein ............... 39
lðnaður í kaupstöðum og kaup-
túnum: Isafjörður........... 40
Iðnaðarskýrslur .............. 45
Hörður Jónsson: Framleiðsla
og notkun plastefna......... 46
Tæknibókasafn IMSÍ — Nýjar
bækur ...................... 49
Örn Baldvinsson: Vélvæðing
með stöðluðum útbúnaði ... 50
Aukning iðnaðar............... 60
Ólafur Jensson: Byggingaþjón-
ustan 5 ára................. 61
Rafgneistavinnsla ............ 64
Jakob Gíslason: Þróun rafveitu-
mála á íslandi ............. 68
Nytsamar nýjungar ....... 70—76
Alþjóðleg matvælaskrá......... 72
Rit um skrifstofustörf í Tækni-
bókasafni IMSÍ ............. 75
Kápa: ísafjörður. — Ljósm.: Jón
A. Bjarnason.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.),
Þórir Einarsson,
Örn Baldvinsson.
Utgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833—4.
Áskriftarverð kr. 150,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F
--------------------------------------)
Iðnaðarmál
11. ÁRG. 1964 • 3.-4. HEFTI
Eflincj niðursuðuiðnaðar
Þegar litið er á hinn friða fiskiskipaflota íslendinga mætti ætla, að í landi
þeirra væri að finna háþróaðan fiskiðnað. Sköpun verðmæta úr auðlindum
hafsins hlyti að vera sérgrein íslendinga, enda hentuðu verkefni á því sviði
vel vaxandi iðnaðarþjóð í strjálbýlu landi.
Þegar betur er að gáð, kemur á daginn, að sem fiskveiðiþjóð hafa Islend-
ingar algjöra sérstöðu vegna mikils aflamagns, hvort heldur rniðað er við
hvern fiskimann eða mannfjölda. Að gera verðmæti úr auðlindum hafsins
er þeim hins vegar ósýnna um, enda er verulegur hluti aflamagnsins fluttur
úr landi lítt- eða óunninn sem hráefni handa öðrum að vinna úr. Enn sem
komið er virðist megináherzlan lögð á veiðiskapinn, en vinnslan, sjálfur
fiskiðnaðurinn, vera í skugganum af veiðimennskunni.
Því er á þetta minnzt, að undanfarin ár hafa verið háværar raddir uppi um
það, að stórefla bæri niðursuðu- og niðurlagningariðnað með það fyrir aug-
um að gera verðmeiri vöru úr afla þeim, sem á land kemur. Vissulega hafa
þeir, sem svo mæla, mikið til síns máls, en hitt virðist mörgum óljóst, hversu
beri að haga þeirri uppbyggingu, þeim framkvæmdum, sem miða að þessu
marki.
Árið 1960 starfaði hér um tveggja mánaða skeið á vegum Iðnaðarmála-
stofnunar Islands ráðgefandi verkfræðingur í niðursuðutækni, Carl Sundt
Hansen. Að afloknu starfi sínu hér, sem var í því fólgið m. a. að vera niður-
suðuverksmiðjum okkar til leiðbeiningar í tæknilegum efnum og rannsaka
hag og framtíðarmöguleika þessa iðnaðar, skrifaði sérfræðingurinn mjög
greinargóða skýrslu, þar sem hann bendir á þær leiðir, sem að hans áliti ber
að fara. Hér er ekki ætlunin að rifja upp hinar ítarlegu tillögur verkfræðings-
ins, heldur fyrst og fremst að minna á þær. Ohætt er að fullyrða, að forustu-
menn íslenzks niðursuðuiðnaðar hafi sýnt þessum tillögum óverðskuldað
fálæti.
Meðal þess, sem sérfræðingurinn benti á að gera þyrfti til eflingar niður-
suðuiðnaðinum, var að stofna sérstaka tæknimiðstöð fyrir þennan iðnað,
sem hefði með höndum þjónustu- og ráðleggingarstarfsemi, tilraunir með
nýjar afurðir, gæðaeftirlit, fræðslustarfsemi, rannsóknarstarfsemi o. s. frv.
Þessa stofnun taldi sérfræðingurinn að reka ætti á vegum sameiginlegra sam-
taka niðursuðuverksmiðjanna, en jafnframt þyrfti samstarf að eiga sér stað
á ýmsum fleiri sviðum og þá fyrst og fremst i sambandi við markaðsmálin,
þ. e. a. s. markaðsrannsóknir og auglýsingastarfsemi á vissum sviðum.
Þeir, sem hug hafa á eflingu íslenzks niðursuðuiðnaðar, eru eindregið
hvattir til að kynna sér skýrslu þá, sem hér hefur verið minnzt á. Ef ein-
hverjum verulegum árangri á að ná í þessu efni, er augljóst að markvisst og
mikið átak þarf að koma til. Ekki er kunnugt um að fyrir liggi aðrar tillögur
en þær, sem í skýrslu þessari er að finna um það, hversu skuli undirbúa jarð-
veginn fyrir þróun niðursuðuiðnaðarins, og vill því Iðnaðarmálastofnunin
hvetja eigendur og stjórnendur starfandi niðursuðuverksmiðja og aðra, sem
áhuga hafa á viðgangi þeirra, að taka upp samstarf á grundvelli þeirra til-
lagna, sem sérfræðingurinn hefur sett fram. S. B.
IÐNAÐARMAL
39