Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 37

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 37
NÝJUNGAR hjólsins við handlegginn getur not- andinn dæmt um bratta stigans eða dældarinnar. Þá er stafurinn einnig búinn rauðu deplandi ljósi, sem sett er á með rofa. Er það til að gefa öðru fólki -— ak- andi eða gangandi — vísbendingu um, að blindur maður sé á ferð. Stafurinn vegur aðeins l1/? kg, og telur uppfinningarmaðurinn, að hann muni kosta um £ 4.0.0. þegar hafin verður fjöldaframleiðsla. Uppfinningarmaður er Mr. Charles Croker, Essendon, Ástralíu. Ur „Australian Science Newsletter" nr. 2, 1963. I. T. D. nr. 1284. Lútar-kæliupplausn með litlum tæringaráhrifum Algengasti kælivökvinn — UPP‘ lausn af natrium-klóríd er mjög tær- andi. Nú hefur verið skýrt frá nýjum kælivökva, sem hefur aðeins örlítið brot af tæringaráhrifum natríum- klóríd upplausnarinnar. Tilraunir hafa leitt í ljós, að 20% natríum-klóríd upplausn leysir upp 2 g af málmi á 24 klst. af hverjum vfir- borðsfermetra járnplötu, og jafnvel meira af kopar-, zink- og alúmínvfir- borði. Tæringaráhrif hins nýja lútar- vökva (samsetning hans er ekki til- Framh. á 72. bls. að virkja smávirkjun einir. 3.G00— 10.000 kW virkjanirnar geta orðið tvisvar til þrisvar sinnum dýrari á afleiningu en stórvirkjanirnar. Á slíkri smástöð getur kostnaðarmunur- inn numið 50—-100 milljónum krón- um miðað við sama afl frá stórvirkj- un. Á móti kemur svo kostnaður við að flytja orkuna lengri leið frá stór- virkjun í öðrum landshluta en frá smávirkjun heima fyrir. Um þessi at- riði þarf að sjálfsögðu að gera ná- kvæmar áætlanir í hvert sinn og bera saman mismunandi valkosti. Á annan hátt getur það orðið hinu litla orkuveitusvæði verulegt hags- munamál að tengjast heldur stærra orkuveitusvæði og stórvirkjunum en að virkja heima fyrir. Með tengingu við stórvirkjun tryggir hið minna svæði sér að jafnaði aðgang að marg- falt meira afli um tengiveituna en það hefur fjárhagslegt bolmagn til að virkja sjálft heima fyrir, eða hag- kvæmt getur talizt að virkja þar, meðan ekki er vitað um næga hag- nýtingarmöguleika aflsins. Samband- ið við stórvirkjun gefur meiri mögu- leika en ella til staðsetningar afl- frekra fyrirtækja á orkuveitusvæðinu og til örari aukninga og losar hérað- ið á sinn hátt úr einangrun og hokur- búskap í orkumálum sínum. Eins og áður er getið, verður með samanburðaráætlunum um stofn- kostnað og rekstur að fá skorið úr því í hvert sinn, hvort hagkvæmara er að virkja heima fyrir í héraði eða tengjast við stóra virkjun í öðru hér- aði eða landshluta, en það getur tæp- lega orkað tvímælis að það er eftir- sóknarvert fyrir héruð og landshluta eins og Snæfellsnes, vestanvert Norð- urland og Austurland að komast sem fyrst í samband við stóra virkjun. Hið sama gildir í rauninni einnig um Laxárvirkjunarsvæðið, þótt þar sé nú þegar um til muna meiri raforku- vinnslu að ræða en á þeim þremur svæðum, er nefnd voru. Einn af kostum þess að tengja að- skilin rafveitukerfi saman í eitt stærra er sá, að orkuverin nýtast betur í samrekstri en hvert út af fyrir sig. Samreksturinn verður á ýmsan hátt hagkvæmari en aðskilinn rekstur, vatnsnotkun í vatnsorkuverum verður drýgri, eldsneyti nýtist betur þar sem um það er að ræða, eldsneyti sparast við haganlegri vatnsnotkun eftir sam- tengingu, vinnuafl sparast með aukn- um möguleikum til verka- og vakta- skiptinga og þörf á varaafli er minni en ella. Víða á landinu hagar svo til, að fyrir hendi eru vatnsföll, sem að vísu eru allhagkvæm til virkjunar, ef full- virkjað er á virkjunarstað, en til muna kostnaðarsamara að virkja í svo smáum áföngum, sem gera þarf vegna lítillar orkuþarfar héraðsins meðan það er einangrað. Sem dæmi um þetta má taka Laxá í S.-Þingeyj- arsýslu. Ljóst er, að fullvirkjun Lax- ár við Brúar er hlutfallslega ódýrari en virkjun í mörgum áföngum. Því kemur til athugunar, að tengja Lax- árvirkjunarsvæðið nú við Suðurland og við stórvirkjun þar í stað þess að gera litla virkjun í Laxá, en fullvirkja Laxá við Brúar síðar inn á heildar- kerfið, er þá getur tekið við allri orku þeirrar virkjunar. Um Hrauns- fjarðarvötn á Snæfellsnesi gildir að nokkru leyti hið sama. Ef virkjun þess bíður þar til Snæfellsnes er kom- ið í veitusamband við aðra hluta landsins, verður Hraunsfjarðarvatn væntanlega síðar virkjað í miklu stærra orkuveri en nú kæmi til mála að gera, og nýtist þá öðru vísi og betur. Lcmdsveita um Suðvestur-, Norðui- og Austurland innan 10 óra Eins og áður er fram tekið hljóta niðurstöður áætlana og hagkvæmni útreikninga að ráða í hvert sinn, hvort virkja beri í héraði eða leggja raflínu þangað frá fjarlægara orku- veri. Þótt fullnaðaráætlanir og út- reikningar séu enn ekki fyrir hendi um þessi atriði virðast rök hníga mjög að því, að búast við, að teng- ingu Suðvesturlands, Snæfellsness, vestanverðs Norðurlands, Laxárvirkj- unarsvæðisins og Austurlands í eina „landsveitu“ beri að gera að veru- leika áður en tíu ár eru liðin héðan í frá. IÐNAÐARMÁL 71

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.