Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 10

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 10
Fyrírtœkjatal fyrir íðnað á Isafírðí 1964 Verlcsmið j uiðnaður SmjörlíkisgerS IsafjarSar. Stofnuð 1925. Framkvæmdastjóri: Samúel Jónsson. Fram- leiðsla: Smjörlíki, jurtafeiti, kökufeiti. Starfsmenn tveir. Síldar- og fiskimjölsverksmiSjan Fiski- mjöl hj. Stofnuð 1929. Framkvæmdastjóri: Olafur Guðmundsson. Framleiðsla: 240 tonn af lýsi, 815 tonn fiskimjöl. Starfsmenn sex. V erksmiSjan H ektor. Stof nuð 1938. Framkvæmcastjóri: Kristján H. Jónsson. Framleiðs’a: Saumar alls konar húfur o. fl. Starfsmenn þrír. HraSjrystihúsiS NorSurtangi hf. Stofnað 1942 af Málfdáni IJálfdánssyni frá Búð í Hnífsdal, sem var framkvæmdastjóri til ársins 1949. Núverandi framkvæmdastj. er Baldur Jónsson. Arsframleiðsla: 1000 smá- lestir af fiskflökum (40 þús. kassar). Starfs- fólk 60—80. Rækjuverksmiðja GuSmundar og Jó- hanns. Stofnuð 1952. Framkvæmdastjórar: Jóhann Jóhannsson og Guðmundur Karls- son. Framleiðsla: Hraðfrystar rækjur. Starfsmenn fjórir. Niðursuðuverksmiðjan hj. Stofnuð 1955. Framkvæmdastj.: Böðvar Sveinbjarnarson. Framleiðsla: Niðursuða á rækjum, fiski og grænmeti. Starfsmenn 30—40. Niðursuðuverksmiðja O. N. Olsen. Stofn- uð 1959. Framkvæmdastj. og eigandi er Ole N. Olsen. Framleiðsla: Niðursuða á rækj- um, grænmeti og fiski. Starfsmenn tveir. SteiniSjan hf. Stofnuð 1959. Framkvstj.: Jón Þórðarson. Framleiðsla: Húsbygging- ar, steina- og rörsteypa, hellugerð, innrétt- ingar og múrverk úti og inni til húsagerðar. Starfsmenn 10—13. Fiskvinnslan hf. Stofnuð 1961. Fram- kvæmdastj.: Jón Páll Halldórsson. Fram- leiðsla: Saltfiskverkun, skreið og síldar- frysting. Starfsmenn tíu. Fjöliðjan hj. Stofnuð 1961. Framkvstj.: Hans W. Haraldsson. Framleiðsla: Ein- angrunargler og speglar. Glerslípun. Sala á gleri. Verkstjóri: Ingvar Ingvarsson. Starfs- menn tólf. Torginol hf. Stofnað 1962. Framkvæmda- stj.: Jón Þórðarson. Framleiðsla: Plast- kvoða á gólf og veggi úr torginolefnum. Starfsmenn þrír. Ishúsfélag Isjirðinga hf. Undanfari þess voru þrjú starfandi íshús, þau Jökull, Gláma og Ishúsfélag ísfirðinga. 1963 eru húsin sameinuð í Ishúsfélag Isfirðinga, sem hefur starfað síðan undir því nafni. Peningamál Landsbankinn og Útvegsbankinn reka útibú á ísafirði og eiga þau við- skiptamenn um meginhluta Vest- fjarðakjálkans. Helztu vandamál starfandi iðnfyrirtækja eru tvímæla- laust skortur á lánsfé, bæði til rekstr- ar og fjárfestingar. F ramtíðarhorf ux Telja má víst, að hér eftir sem hingað til muni vöxtur iðnaðar á ísa- firði vera að verulegu leyti kominn undir viðgangi útvegs og verzlunar á því þróunarsvæði, sem ísafjörður er miðdepill í. Er ekki ólíklegt, að út- gerð haldi áfram að dafna á ísafirði, og stækkun þróunarsvæðis ísafjarðar er undir því komin, hvort takast megi að gera fjallvegi til næstu fjarða færa allan ársins hring. Nú er í undirbún- ingi framkvæmdaáætlun Vestfjarða og er henni sett m. a. það mark að auka atvinnulíf á ísafirði. Má búast við, að samgöngumál og önnur vandamál verði tekin föstum tökum. Benda má á, að bæjarfélög geta sjálf einnig mjög stuðlað að vexti iðnaðar með því að örva til aðseturs og nýstofnunar iðnfyrirtækja. Eru í því efni færar ýmsar leiðir, má m. a. geta ýmissa fríðinda í opinberum gjöldum fyrstu árin, sem jafnframt eru yfirleitt þau erfiðustu; veitingu ábyrgða á lánum til lengri tíma, sem ný iðnfyrirtæki taka; skipulagningu sérstakra iðnaðarhverfa og jafnvel tímabundins stuðnings við iðnaðar- fyrirtæki til að koma sér upp hús- næði og annarri ytri aðstöðu. Til 1957 voru ýmsir eigendur að fyrir- tækinu, en þá gerast eigendur þess að jöfnu fimm útgerðarfélög í bænum og Isa- Ijarðarkaupstaður. (Hrönn hf., Gunnvör hf., Magni hf., Samvinnufélag Isfirðinga og Togaraútgerð Isafjarðar). Ársframleiðsla: ca. 1200 tonn af fiskflök- um. Starfsfólk 80—100 manns. Þórður Júlíusson. Aðalframleiðsla: Skreiðarverkun. Starfsmenn fjórir. Handiðnaður Gamla bakaríið. Stofnað 1870. Fram- kvæmdastj.: Aðalbjörn Tryggvason. Starfs- svið: Brauð- og kökugerð. Starfsmenn tveir. Ursmíðavinnustoja Arne Sörensen. Verk- stæðið er stofnað 1881 af Skúla Eiríkssyni (frá Brúnum), starfrækt áfram af syni hans, Skúla K. Eiríkssyni, og síðan 1938 af núverandi eiganda. Ljósmyndastofa Jóns Aðalbjörns Bjarna- sonar. Stofnuð af M. Simson 1891. Starfs- menn tveir. Bökunarfélag Isfirðinga hj. Stofnað 1906. Framkvæmdastj.: Ketill Guðmundsson. — Starfssvið: Brauð- og kökugerð. Starfsmenn þrír. Skóvinnustofa Elíasar P. Kœrnested. Stofnsett árið 1911. Guðmundur Sœmundsson og synir. Stofn- að 1920. Starfssvið: Málaravinnustofa. — Starfsmenn sex. Gullsmíðavinnustofan „Safjó“. Stofnuð 1921 af Höskuldi Árnasyni gullsmiði. — Starfssvið: Venjuleg gull- og silfursmíði og verzlun með skartgripi. Timburverzlunin Björk. Stofnuð 1923. Framleiðsla: Oll venjuleg bygginga- og smíðavinna og auk þess verzlun með bygg- ingarvörur. Starfsmenn sex. Framkvæmda- stjóri og núverandi eigandi: Óli J. Sig- mundsson. Ursmiðavinnustoja Þórðar Jóhannssonar. Stofnuð 1923 af Þórði, eftir að hann hafði lengi starfað á verkstæði Skúla K. Eiríks- sonar. Einar <fc Kristján, klœðskeravinnustoja. Stofnuð 1926. Starfsmenn þrír. Prentstofan ísrún hf. Stofnuð 1934 með kaupum á tveimur prentsmiðjum, sem starf- andi voru þá, Prentsmiðju Njarðar og Prentsmiðju Vesturlands. Aðaleigandi: Sig- urður Jónsson prentsmiðjustjóri. Starfs- menn sex. M. Bernharðsson hf., skipasmíðastöð. Stofnuð 1936. Stækkun skipasmíðastöðvar 44 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.