Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 40
Söltuð síld (Holland).
Saltaður þorskur (Kanada).
Fundurinn lagði til, að unnið yrði
að samningu staðlanna á þennan
hátt:
1. Frumdrög gerð af einu landi,
nefnt „höfundur", og þau send
til Fiskiðnaðardeildar F A 0, er
sendir þau áfram tilþeirralanda,
er varan varðar.
2. Athugasemdir þessara landa
sendar til F A 0, sem lætur þær
ganga áfram til „höfundar“.
3. „Höfundur“ endursemur frum-
drögin og sendir F A 0.
4. F A 0 útbýtir frumdrögunum á
ný til viðkomandi landa.
5. Þannig haldið áfram, þar til öll
löndin eru orðin sammála um
frumdrögin.
6. Frumdrögin tekin til meðferðar
af Matvælaskrárnefnd F A 0 og
WHO.
Tekið er fram, að staðlar þeir, sem
hér er átt við, séu svonefndir verzlun-
arstaðlar (trading standards), en
ekki lágmarksstaðlar (minimum
standards), sem sums staðar eru not-
aðir.
Eins og framanskráð greinargerð
ber með sér, verður samning staðla
fyrir fisk og fiskafurðir mjög sein-
legt verk. Reglugerðirumframleiðslu-
hætti geta aftur á móti orðið fyrr til-
búnar.
Það skal tekið fram, að hverju
landi er í sjálfsvald sett, hvort það
löggildir hjá sjálfu sér þær reglu-
gerðir eða þá staðla, sem gerðir
kunna að verða.
Reykjavík, 12. marz 1964
Sigurður Pétursson.
Skammstajanir:
FAO = Food and Agriculture Organiza-
tion of the United Nations.
W H 0 — World Health Organization.
0 E C D = Organization for Economic Co-
operation and Development.
E E C = European Economic Community.
11 R — = International Institute of Re-
frigeration.
NYTSAMAR
Framh. af 73. bls.
Færibandið getur lyft pökkum í
8—10 m hæð að jafnaði, en hægt er
að auka lyftihæðina upp í 15—18 m.
Eins og teikningin sýnir, geta möt-
unar- og móttökufæribönd starfað í
samstillingu við lóðrétta færibandið.
Framleiðandi er Saunier-Duval, 17 rue
Guillaume, Tell, París — 17, Frakklandi.
— Ur „Voici des Idées“ (Frakklandi)
júní/júlí 1963. — I. T. D. nr. 1510.
Hátíðni-hljóSbylgju-
samsuSa
Þrátt fyrir miklar framfarir í hin-
um venjulegusamsuðuaðferðum (log-
suðu, mótstöðu-suðu o. fl.) eru mörg
samtengiverk, sem ekki er hægt að
beita þeim við. Slík erfið verkefni er
aðeins hægt að leysa með hátíðni-
hljóðbylgjusamsuðu. Með henni má
tengja saman málma, sem ekki er
hægt að sjóða saman á annan hátt.
Það má einnig beita henni við sam-
tengingu annarra efna, einkum plast-
efna, eða til að tengja saman ólíka
málma eða málm og plast. Annar
kostur er sá, að samtengingin er gerð
án þess að bræðsla eigi sér stað á
snertiflötum hinna tveggja hluta, svo
að bygging málmsins tekur engum
breytingum. En þar sem kraftur há-
NÝJUNGAR
tíðni-hljóðbylgjanna verður þó að
fara gegnum annað verkstykkið til að
ná hinu, eru því takmörk sett, hve
þykkt hins fyrrnefnda má vera mikil.
Stúfsuða er því ekki framkvæmanleg.
Samsuðan fer raunverulega fram í
föstu ástandi. Hátíðnihljóðið veldur
kaldstreymi málmsins ásamt hita-
mynduninni, og þessu fylgir endur-
kristöllun.
Þessar upplýsingar er að finna í
grein eftir T. Varga í svissneska tíma-
ritinu „Schweizerische Technische
Zeitschrift“, nr. 13, 1963. Höfundur-
inn lýsir breytilegum gerðum sam-
skeyta, sem hægt er að framkvæma
1. Segulkjarni. 2. og 3. HljóSbylgjuleiSar-
ar. 4. HljóSskaut. 5. SteSji. Þrýstingi niSur
á við er beitt á hljóðskautiS.
með hátíðni-hljóðbylgjum. Hann lýs-
ir því, hvernig samsuðan fer fram,
og tekur síðan til athugunar hita-
myndun þá, sem á sér stað, frá 220—
535 °C, eftir því hver málmurinn er,
þó að hitinn verði aldrei svo hár, að
bræðsla eigi sér stað. Því næst lýsir
hann ýmsum gerðum tækja fyrir
hlj óðbylgj usamsuðuna.
Til að framkalla nauðsynlegar há-
tíðnihljóðbylgjur eru notuð segul-
magnsáhrif (magnetostriction — þ. e.
hin örlitla lengdarbreyting málms, t.
d. járnstangar, þegar hún er segul-
mögnuð) og er kjarninn hrærður
með sveiflu-segulsviði (20—40 kc/-
sek), sem framleitt er annaðhvort
með rafeindum eða aflvél.
Hátíðnihljóðbylgjurnar eru leidd-
ar að „hljóðskautinu“ (sem á hljóð-
bylgjusviðinu samsvarar rafskautinu)
gegnum trausta leiðara með sérstakri
lögun, sem magna hljóðbylgjurnar.
Lögun hlj óðskautsins fer eftir verk-
inu, sem vinna skal.
74
IÐNAÐARMÁL