Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 7
Þróun atvinnulífs á ísafirði Myndun og þróun kaupstaða og kauptúna á íslandi hafa tveir at- vinnuvegir ráðið að mestu, sjávarút- vegur og verzlun, og í kjölfar þeirra hefur iðnaðurinn svo fylgt. Upphaf þess, að þéttbýli tók að myndast þar, sem nú er ísafjarðar- kaupstaður, má rekja til þess, að þar reis upp verzlunarmiðstöð á fyrri hluta 19. aldar fyrir verstöðvar op- inna báta á ísafjarðardjúpi. En um 1828 hefst þilskipaútgerð á Vest- fjörðum, fyrst fyrir hákarlaveiðar og síðar fyrir þorskveiðar og jókst við það verzlun á ísafirði og útgerð einnig. Þegar bezt lét á þessu tíma- bili var ísafjörður mesti útflutnings- hær landsins. Á þessu vaxtaskeiði ísafjarðar myndast þar stétt iðnaðarmanna. At- vinnu höfðu þeir af því að búa út þilskip á vorin og smíða opna báta fyrir vorvertíð. Að sumrinu var unn- ið við húsabyggingar á ísafirði og nágrenni og suma vetur var talsverð bátasmíði. Árið 1888 stofna þessir iðnaðarmenn með sér samtök, Iðn- aðarmannafélag ísfirðinga, sem nú er annað elzta iðnaðarmannafélag á landinu.1 Þá hafði ísafjörður fengið kaupstaðarréttindi fimmtán árum áð- ur.2 Árið 1904 er fyrsta vélin sett í 1 Sjá ritið Iðnaðarmannafélag Isfirðinga 1888—1958. Amgrímur Fr. Bjamason tók saman, Isafirði 1959. 2 Með konungsúrskurði 18. ág. 1786 var verziun á Islandi gefin frjáls við alla þegna Danakonungs og jafnframt var 6 verzlunar- stöðum veitt kaupstaðarréttindi. Meðal þeirra var Isafjörður. Lovsaml. for Island, V., bls. 305—316). Réttindi kaupstaðanna voru nánar tiltek- in í tilskipun 17. nóv. 1786. (Lovsaml. for Isl., V., bls. 344—352). Kaupstaðarlóð ísafjarðarkaupstaðar var afmörkuð, mæld og kortlögð 24. apríl 1787. Stærðin var 400725 ferálnir. Prestinum á Eyri var goldin kaupstaðarlóðin með jörð- inni Brekku á Ingjaldssandi og bréf um þessi makaskipti voru lesin á Alþingi 1791. (Alþbók 1791, bls. 46. Lovsaml. for Island, V., bls. 681). Af bréfi verzlunarstjórans við Neðsta- kaupstaðarverzlunina á Isafirði til sýslu- mannsins í Isafjarðarsýslu dags. 15. okt. 1830 virðist mega ráða, að Isafjarðarkaup- IÐNAÐARMÁL I sajjarðarkaupstaður. fiskibát á Islandi og átti það sér stað á ísafirði. í kjölfarið fylgdi hröð vél- væðing bátaflotans íslenzka og verð- ur nú ísafjörður aðalmiðstöð vél- bátaútgerðar á Vestfjörðum, en áður höfðu aðrar verstöðvar verið afla- meiri. Á síðustu áratugum koma svo togarar til sögunnar og hafa nokkrir þeirra verið gerðir út frá Isafirði. Bátaútgerðin hefur þó eftir sem áður verið meginstoð útgerðarinnar á ísa- firði eins og á Vestfjörðum öllum. Upp úr aldamótunum, þegar út- gerðin fer að setja aðalsvipinn á at- vinnulíf Isafjarðar, eflist handiðnað- ur til muna. Eftir sem áður mynda skipasmiðir og snikkarar stærsta iðn- aðarmannahópinn, en nokkrir járn- staður hafi með konunglegri tilskipun 1816 verið „felldur í tign“ og gerður að því, sem kallað var „Udliggerstad" eða „simpelt Handelssted". (Þessa tilskipun er sjálfsagt að finna í Lovsaml. for Island). Með reglugerð 26. jan. 1866 er verzlun- arstaðurinn Isafjörður gerður kaupstaður að nýju. Verzlunarstaðurinn og prestssetrið Eyri skulu vera bæjarfélag og lögsagnarum- dæmi sér og nefnast kaupstaður, sem stjórnað er af bæjarfógeta og 5 bæjarfull- trúum. (Tíðindi um stjómmálaefni ísland, II. b.). Með opnu bréfi 26. jan. 1866 er sett á stofn byggingameínd fyrir Isafjarðarkaup- stað, 4 menn og bæjarfógeti. (Tíðindi um stj.málefni íslands, II. b.). smiðir og vélsmiðir koma til sögunn- ar á árunum frá aldamótum fram til fyrri heimsstyrjaldar. Á sama tíma verður einnig mikil aukning í þjón- ustuhandiðnaði og fjölgar t. d. bök- urum á þessum árum um 11. Fyrirtæki í verksmiðjuiðnaði byrja ekki að rísa upp fyrr en um og eftir heimskreppuna og þá aðallega í sam- bandi við fiskvinnslu. Þó ber að geta merkilegrar brautryðjandastarfsemi á ísafirði á sviði fiskiðnaðar, en það er stofnun niðursuðuverksmiðjunnar ísland árið 1906. Aðalstofnandi og eigandi hennar var Pétur M. Bjarna- son. Pétur rak verksmiðjuna í sjö ár á ísafirði, en þá brann hún og flutt- ist Pétur síðan suður til Reykjavikur og rak þar niðursuðuiðnað til 1919. Aðalframleiðsluvara verksmiðjunnar var niðursoðnar fiskibollur. Voru þær m. a. seldar til Danmerkur. Eitt- hvað mun hafa verið selt til annarra landa og verðlaun voru veitt fyrir framleiðsluna í Berlín, Vín og Róm. Einnig voru vörur sendar á sýningu á Árósum 1909 og Kaupmannahöfn 1911 og fengu þær verðlaun á báðum stöðum.1 Tæknilega yfirumsjón ann- aðist danskur verkfræðingur. 1 Sbr. grein í Óðni 1925 bls. 40 og skrif- legar upplýsingar sýslumannsins í ísafjarð- arsýslu, Jóhanns Gunnars Ólafssonar, um niðursuðuverksmiðjuna. 41

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.