Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 12
Notkun plastefna er snar þáttur í
daglegu lífi flestra okkar, þótt aðeins
séu liðin um hundrað ár síðan fyrsta
plastefnið sá dagsins ljós. I upphafi
var framleiðslan byggð á plastefnum,
sem finnast í riki náttúrunnar, sellu-
lose og proteinefnum, en eru nú um
10% heildarframleiðslu plasts byggð
á þessum efnum. Skömmu fyrir fyrri
heimsstyrjöldina kom á markaðinn
fyrsta tilbúna plastefnið, fenol for-
maldehyde (Bakelite).
Plastefni eru: „Tilbúin lífræn efni,
sem unnt er að forma með hagnýt-
ingu hita og þrýstings“. Þau eru sam-
sett úr löngum keðjum af efnaeiningu
(monomers), sem unnin er úr sellu-
lose, kolum, jarðolíu og jarðgasi.
Framleiðsla plastefna er orðin einn
af aðalþáttum efnaiðnaðarins í heim-
inum. Vaxtarhraði þessarar greinar
efnaiðnaðarins stafar af því, að plast-
efni eru tiltölulega ódýr efni, sem
auðvelt er að móta, þau hafa hag-
kvæma rafmagnseiginleika, eru veðr-
unarþolin og þurfa því lítið viðhald,
þau er auðvelt að lita, en geta einnig
verið gagnsæ. Helztu ókostirnir eru
lágt hitaþol og eldhætta.
Kasein (mjólkurduft) mun vera
framleitt hérlendis fyrir innlendan og
erlendan markað, en íslendingar eru
þó fyrst og fremst notendur tilbúinna
plastvara og -efna. Samt er fróðlegt
að athuga uppbyggingu plastefna-
framleiðslunnar.
Heimsframleiðsla nokkurra efna1
Framleiðsla í 1000 tonnum Vaxtarhraði á ári í %
1913 1938 1950
1913 1938 1956 1960 1938 1950 1960
Plast 35 300 1500 5700 9,0 14,3 14,3
Gúm (tilbúið) .... — 6 543 1914 — 45,0 13,4
Gúm (náttúrlegt) .. 122 925 1890 2010 8,4 6,1 0,6
Kopar 1000 1840 2280 3660 2,5 1,8 4,8
Zink 800 1400 1810 2420 2,0 2,1 3,0
Alúmín 70 530 1280 3610 8,4 7,6 10,9
Stál . 53x10» 88x10» 153x10» 241x10» 1,8 4,7 4,7
Framleiðsla þessara efna er í dag, Segja má, að plastiðnaðurinn sé
ef miðað er við rúmmál, meiri en afsprengi rannsókna, enda er um til-
samanlögð vinnsla allra málma ann- búin efni að ræða. Rannsóknir á
arra en járnmálma. plastefnum samfara uppfinningum
nýrra plastefna eru geysikostnaðar-
samar og aðeins á færi stórra, tiltölu-
lega fárra efnafyrirtækj a að leggja
stund á þessar rannsóknir, svo að
nokkru nemi.
Þær þjóðir, sem fyrst hófu og
lengst eru komnar í framleiðslu og
notkun plastefna, eru:
Bandaríkin 42,4% heildarframl. 1962
V-Þjóðverjar 14,7% heildarframl. 1962
Bretar 7,8% heildarframl. 1962
Þjóðverjar komu snemma auga á
hagnýtt gildi þessara efna, og sagt er,
að ein meginástæðan fyrir myndun
I. G. Farben efnahringsins sáluga
hafi verið áhugi þýzku efnafvrirtækj-
1 Járntjaldslöndin og Kína ekki meðtalin.
I'lasl/ramleiðs/a aS Reykjalundi.
46
IÐNAÐARMÁL