Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 22
4.1 Vélrænt (mekaniskt) kerfi
Þetta er það kerfi, sem er elzt og
við þekkjum og skiljum einna bezt.
Grundvallareiningar kerfis þessa eru
hjólið og vogarstöngin.
Oft getur verið erfitt að draga skil
á milli hinna mismunandi kerfa, ef
horft er yfir vissa gerð framleiðslu-
tækja. Strangt til tekið má segja, að
ómögulegt sé að útiloka vélræna kerf-
ið með öllu úr framleiðslutækjum nú-
tímans, heldur mun það ávallt skipa
sess vissra þátta í sjálfri verkfram-
kvæmdinni, en stjórnunin og upplýs-
ingaúrvinnslan er aftur á móti fram-
kvæmd með hjálp einhverra hinna
kerfanna.
Þótt menn hafi hingað til að miklu
leyti gert sín eigin vélrænu hjálpar-
tæki sjálfir, þá eru nú á heimsmark-
aðinum ógrynnin öll af stöðluðum
vélrænum hjálpartækjum, sem ætluð
eru til aðlögunar í nútíma iðnaði.
Yfirleitt er um að ræða tiltölulega
einföld og ódýr tæki, sem vegna
stöðlunar og verkskiptingar fyrir-
tækja hefur verið kleift að gera enn
ódýrari og jafnvel um leið einfaldari
og auðveldari í notkun og viðhaldi.
Sem dæmi um „hreint“ vélrænt
kerfi má t. d. nefna sjálfvirka renni-
bekkinn, sem í fyrstu gekk undir
nafninu „automat“. Slíkir kamskífu-
og vogarstangarstýrðir rennibekkir
eru nú ekki samkeppnisfærir í fram-
leiðslu, nema um mjög stórtæka
fjöldaframleiðslu sé að ræða.
Ekki mun hinu vélræna kerfi gerð
nánari skil að þessu sinni, heldur
mun það biða betri tíma.
a
b
4. 2 Þrýstiloftskerfi (pneumatik) eru strokkar og ventlar. Með strokk-
Aflgjafi þessa kerfis er hin alkunna um þessum má skapa þær hreyfingar,
loftþjappa. sem á þarf að halda, beinar eða bogn-
Helztu einingar þrýstiloftskerfis ar. Ventlarnir stjórna hreyfingunum,
en stærð strokkanna og þrýstingur
kerfisins ákvarða þann kraft, sem
hægt er að taka út.
Bæði ventlar og strokkar eru til af
mismunandi gerðum, sem fullnægt
geta flestum þeim kröfum, sem upp
kunna að koma.
Ventill VI opnar og lokar fyrir
loftið. V2 stýrir loftmagninu á tíma-
einingu og þar með hraða kólfsins
í strokknum, en fullopnar fyrir bak-
strauminn (retour). Fjöður knýr
kólfinn til baka, þegar loftþrýstingur-
inn hverfur vegna áhrifa frá ventli
VI.
öf)
IÐNAÐARMÁL