Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 41
NYTSAMAR
Greininni lýkur með því, að lýst er
nokkrum skemmtilegum notkunarað-
ferðum, t. d. við framleiðslu transis-
tora.
I. T. D. nr. 1464.
Færiband eða veltiborð,
sem notendur geta sett upp
sjólfir eftir þörfum
Þar sem enginn annar en notand-
inn sjálfur þekkir raunverulega
vandamál sín og þarfir fyrir flutn-
ingabrautir hefur danskt fyrirtæki
fundið upp nýja gerð breytilegra
rennibrauta eða veltiborða, sem
menn geta sett upp sjálfir og full-
nægja hvers konar þörfum. Jafnauð-
velt er að setja upp bogmynduð og
bein færibönd.
Kerfi þessu (sem nefnist Wellrun
System) er ætlað að flytja þunga,
sem svarar 100 kg/m í kössum, pökk-
um, pöllum (pallettum), sívalningum
o. s. frv. Þriggja gráðu halli nægir
til að koma af stað hreyfingu fyrir
tilverknað þyngdaraflsins.
Flutningabrautir eða veltiborð má
setja upp í skyndi úr 1 þuml. skrúfu-
NÝJUNGAR
hertum píputengingum og skrúfu-
hertum tveggja hjóla völtrum. Jafn-
fljótlegt er að taka útbúnaðinn sund-
ur, breyta honum eða setja hann upp
á ný með annarri staðsetningu þegar
breytingar á gangi framleiðslunnar
krefjast þess. Sterkleg og einföld sam-
setningarstykkin eru endingargóð, og
má því afskrifa stofnverðið á löng-
um tíma.
Hægt er að gera kerfið úr garði til
að flytja allt að 500 kg/m.
Franileiðandi er Bagsværd Bygnings-
industri A/S, Smörmosevej 16, Kaupmanna-
höfn. — I. T. D. nr. 1506.
Rit um skrifstofustörí
í Tæknibókasafni IMSÍ
Athygli skrifstofustjóra, bókara,
gjaldkera, endurskoðenda o. fl. skal
vakin á eftirfarandi ritum i tækni-
bókasafni IMSÍ:
„Lönsomt samarbejde“,
„Effektiv ledelse11,
„Adminastriv information“,
„Hándbog for kontor-hjælpe-
midler.“
Er hér um framhaldsrit að ræða,
gefin út af fyrirtækinu Kontor-nyt í
Kaupmannahöfn.
Rit þessi flytja nýjungar og hafa
mikinn fróðleik að geyma fyrir þá,
sem stjórna eða leysa af hendi hin
margbreytilegu skrifstofustörf í nú-
tíma þjóðfélagi.
Mestur tími í sölustarfið
American Marketing Association
efndi fyrir skömmu til könnunar með-
al framkvæmdastj óra stórra fyrir-
tækja í Bandaríkjunum og komst að
mjög athyglisverðri niðurstöðu. 40%
af tíma þessara manna fer í skipu-
lagningu sölustarfs og framkvæmd
á söluáætlun, 19% helga þeir fram-
leiðslunni, 14% af tíma þeirra fer í
fjármál og síðan koma á eftir, með
öllu minni hlutfallstölu, vandamál
varðandi starfslið, rannsóknir og
vörusköpun og sitt hvað fleira.
Fyrir 10 árum höfðu bandarískir
framkvæmdastj órar verið spurðir
sömu spurningar og þá talið, að
meirihluti af tíma sínum færi í að
leysa viðfangsefni varðandi fram-
leiðslu og þar á eftir kæmu fjármál.
Frá meginlandi Evrópu hefur okk-
ur hins vegar borizt sú frétt, að Fram-
leiðnistofnun Þýzkalands hafi einnig
fyrir skömmu efnt til könnunar með-
al þýzkra fvrirtækja um sama efni og
þá komizt að raun um, að 86% þeirra
fyrirtækja, sem spurð voru, hefðu
ekki haft neina skipulega söluáætlun
fyrir árið 1963.
TRNAÐARMÁL
75