Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 36

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 36
Þau viðbótarorkuver, sem reist verða á næstunni handa þessum orku- veitusvæðum og eiga að endast fram á árið 1974 þurfa því að vera sam- tals um 100.000 kW að stærð. Ef þessari aflþörf er fullnægt með einni virkjun á hentugum stað, á að geta fengist mjög ódýr virkjun og hag- kvæm raforkuvinnsla fyrir öll orku- veitusvæðin sameiginlega. Landsvirkjun, landsveita Þessi viðhorf gefa manni tilefni til að líta svo á, að nú sé að hefjast hið þriðja þróunartímabil í rafveitumál- um landsins, nýtt 30 ára tímabil, og að kenna megi það við landsvirkjun og landsveitu. Á því tímabili verða án efa allar hinar aðskildu samveitur, svo og kauptúnarafveitur, tengdar inn á eitt meginveitukerfi, er að lokum tekur yfir allt landið og má nefnast „landsveita“. Á tímabilinu verður stigið hvert skrefið öðru stærra í virkjun stóránna og orka þeirra flutt um landsveituna hvert á land sem hennar er helzt þörf. Þessi þróun kemur sem eðlilegt áframhald af fyrra tímabilinu, sam- virkjunum og samveitum, og grund- vallarþáttur hennar er að sjálfsögðu eins og fyrra tímabilsins sá, að hverfa að enn stærri og um leið hagkvæmari virkjunarframkvæmdum en áður voru komnar. Fullvirkjun Sogsins markar eðlilega þessi tímamót. Nú er að stíga það skref að hefja virkjun í stórám landsins. Það skref er svo stórt, að eðlilegt er að líta á hina fyrstu virkjun í stórám landsins sem landsvirkjun og nefna hana því nafni og óhj ákvæmilegt að sköpun og þró- un landsvirkjunar og landsveitu fylg- ist nokkurn veginn að. Eins og að framan getur, kemur nú mjög til athugunar að virkja sarn- eiginlega í einni stórvirkjun fvrir fimm af samveitusvæðum landsins, sem enn eru aðskilin. 100.000 kíló- watta virkjun fyrir þau sameiginlega endist þeim ekki nema fram á árið 1974. Fyrir þann tíma þarf næsta orkuver þar á eftir að vera komið upp. Þá er árleg aukning aflþarfar á svæðinu orðin full 15.000 kW og síðari virkjunin getur ekki orðið undir 50.000 kW að stærð. Á næstu 10 árum verður því að virkja að minnsta kosti 150.000 kW fyrir þetta svæði allt. Á 6. mynd eru sýnd í stórum drátt- um mörk þess heildarveitusvæðis, er myndast við þessar tengingar. Skeiðs- fosssvæðið er þar tekið með, þótt tenging við það kunni í fyrstu að vera ófullkomin eða dragast nokkuð. Á þessu svæði öllu búa um 90% þjóð- arinnar og meir en 95% allrar raf- orkunotkunar fer þar fram. Á þessu svæði eru þær þrjár ár, sem taldar eru bezt fallnar til virkj- unar af stórám landsins, Hvítá,Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum, en auk þess Sogið, sem nú er fullvirkjað og Laxá í S.-Þing., sem er mjög vel fallin til virkjunar. Með hagkvæmum virkjun- um í þessum ám má örugglega fá þá orku, er hér segir: Sogið .............. 500 GWh (virkjað) Hvítá (án Sogs) .... 2000 — Þjórsá (með þverám) 8000 — Jökulsá á Fjöllum .. 3000 — Laxá í S.-Þing.... 500 — Samt. 14.000 GWh Virkjunarstaðhættir í öllum þess- um ám (öðrum en Soginu) leyfa stór- ar virkjanir, 100.000 kW í einu og þar yfir. Orkuvinnslugetan í þessum ám er einnig sýnd á 6. mynd. Hvenær er landsveita tímabær? Mjög mikill meiri hluti eða kring- um 80% af allri raforkunotkun þjóð- arinnar fer fram á Suðvesturlands- svæðinu. Það orkuveitusvæði er því þegar orðið svo stórt, að því er frem- ur lítil hagsbót að því að hin smærri svæði verði tengd við það. Mismun- ur virkjunarkostnaðar á hvert kW er ekki mikill hvort um 80.000 eða NYTSAMAR Stafur fyrir blinda Varar notandann á sjálfvirkan hátt við hindrunum. Er einnig búinn viðvörunarljósi og útbúnaði til að mæla stigahæð o. fl. Þessi stafur sameinar nokkur tæki í eina heild til að veita blindum aukið öryggi. Aðalútbúnaðurinn er fólginn í tveimur málmþreifurum, sem komið er fyrir 15 cm ofan við neðri enda stafsins. Við þessa þreifara eru tengd- ar litlar bjöllur, sem hringja, ef þreif- ararnir snerta vegg eða aðrar hindr- anir. Stafnum er.velt áfram á hjóli með mjúkum hjólbarða. Þegar notandinn kemur að stigabrún, ræsi, laut eða dæld, fellur hjólið niður, en enda stafsins er haldið uppi af fjöður. Þetta setur af stað lítið hjól, sem tengt er við efri enda stafsins, er ligg- ur upp að framhandlegg notandans, eins og myndin sýnir. Af hreyfingu 100.000 kW virkjun er að ræða. Stofnkostnaður virkjana af þeim stærðum er nú áætlaður 8.000—9.000 kr/kW. Hins vegar eru 3000—20.000 kW virkjanir að jafnaði til muna dýrari eða 12.000—24.000 kr./kW sbr. línuritið á 5. mynd. Fyrir hin minni orkuveitusvæði er það hins vegar, að öðru jöfnu, veru- legur hagnaður að verða þátttakandi i stórvirkjun með öðrum, í stað þess 70 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.